Hvernig getur hernám Tíbet verið kínverkst innanríkismál?

Hvað sem Kínverjar segja þá er Tíbet ekki hluti Alþýðulíðveldisins Kína heldur ólöglegt hernámssvæði Kínverja. Það er eðlilegt að þjóðir heimsins skipti sér af hernámi eins ríkis á öðru og þá ekki hvað síst þegar merðferð hernámsríkisns er jafn grimmileg og merðferð Kínverja á Tíbetum. Meðferð Kínverja á Tíbetum hefur verið mun verri en meðferð Ísraela á Palestínumönnum og þá er mikið sagt. Ég vil meina að hér sé um ekkert annað en þjóðarmorð að ræða og tel mig ekki vera að gjaldfella orðið "þjóðarmorð" með því að segja þetta. Mér skilst að Kínverjar hafi drepið að minnsta kosti 1,2 milljónir Tíbeta.

 

Álit mitt á George W. Bush er og hefur alla tíð verið niðri í kjallara. Því átti ég aldrei von á að eiga eftir að segja eftirtalda setningu en hún er viðeigandi í þessu máli að mínu mati. "Ég styð þessa ákvörðun Bush".


mbl.is Bush ætlar að funda með Dalai Lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband