Hvernig ætli staðan væri í þessum málum ef Al Gore hefði sigrað Bush árið 2000?

Það var mjótt á munumum í kosningunum árið 2000 og margt, sem bendir til þess að ólögleg útgáfa kjörseðla hjá bróður Busg í Florida hafi ráðið úrslitum. Sá kjörseðill var dæmdur ólöglegur en lögfræðingum Repúblíkana tókst að fá þann úrskurð að það gæfi þó ekki tilefni til að dæma kosningarnar ólöglegar. Þetta gerðist þrátt fyrir það að hætta væri á að menn rugluðust á merkingum við Al Gore og öðrum frambjóðanda, sem fékk lítið fylgi á landsvísu en margfalt það fylgi í Flórída og viðureknndi meira að segja sjáflur að hann teldi að megnið af fylgi sínu í Flórida hefði verið ætlað Al Golra.

 

Ætli stefna Bandaríkjamanna í loftslagsmálum væri öðruvísi ef Al Gore hefði orðið forseti í janúar 2001? Ef svo er ætli það hefði þá haft áhrif á stefnu ríkja eins og Ástralíu? Ætli ástandið í heiminum væri öðruvísi ef svo hefði farið?

 

Svo má líka spyrja sig hvort Bandaríkjamenn sætu í feni sínu í Írak og Afganistan ef Bush hefði tapað kosningunum á sínum tíma? Ætli viðbrögð Al Gore við 9/11 hefðu orðið önnur en Bush?


mbl.is Friðarverðlaun breyta ekki stefnu Hvíta hússins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband