4.12.2007 | 17:13
Hvað með gangandi vegfarendur
Ég hef svolitlar áhyggjur af gangandi vegfarendum þegar hringtorg koma í stað ljósastýrðra gatnamóta. Á ljósastýrðum gatnamótum er umferð um götur stöðvaðar og þá er hægt að ganga með öryggi yfir þær. Það gerist ekki þegar um hringtorg er að ræða. Reyndar draga hringtorg úr umferðahraða þannig að kanski minnkar öryggi gangandi vegfarenda ekki eins mikið og annars væri.
Hvað þessi gatnamót, sem þarna var verið að skoða þá eru gatnamótin á mótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu með undirgöng undir Reykjanesbraut og gatnamót Flatahrauns og Fjarðahrauns eru með undirgöng skammt frá. Hvað varðar gatnanótin í Garðabæ þá er einfaldlega ekki mikið um gangandi vegfarendur á þeim stað.
Getur verið að á gatnamótum með mikið af gangandi vegfarendum hækki slysatíðni ef ljósastýrðum gantamótum er breytt í hringtorg án þess að með fylgi sérstakar ráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur.
Hringtorg í stað ljósa draga úr slysum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Best væri að slík umferð væri alfarið skilin frá hinni. Það má gera með undirgöngum og eða brúm. Slíkt hefur verið gert í einu bæjarfélagi í Danmörku en það gerðist í kjölfar þess að bæjarstjórinn missti barnið sitt í umferðarslysi. Því miður virðist það þurfa til.
Ef viljinn er fyrir hendi þá er hægt að aðgreina þessa umferð.
Birgir Þór Bragason, 4.12.2007 kl. 17:26
Það er nú samt yfirleitt þannig að það þarf einhver að drepast til að það fari eithvað að gerast í gatnamálum.
Eins og þessi gatnamót(vegur?) sem að er verið að fara að breyta útaf 4 ára stráknum sem að dó um daginn.
Eyþór S (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 17:42
því miður er eins og ekki sé gert ráð fyrir heilbrigðri gangandi/hjólandi umferð í íslenska gatnakerfinu, sem er í samræmi við alla bílavæðingarvitleysuna.
Undirgöngin í Hafnarfirði fara aðeins öðru megin undir veginn, svo gangandi umferð verður að taka á sig töluverðan krók. Sama er við hringtorgið við Þjóðarbókhlöðuna, að gangandi og hjólandi vegfarendur verða að taka á sig stóran sveig í kuldanum og slabbinu, sama úr hvaða átt þeir koma.
Er ekki að furða að allur þorri almennings hrekst út í einkabílakaup, enda varla hægt að fara milli staða öðruvísi ef ekki á að taka sénsinn á lungnabólgu.
Promotor Fidei, 5.12.2007 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.