21.12.2007 | 10:38
Erfitt að viðurkenna að þeir eru sennilega flestir saklausir.
Þarna eru Bandaríkjamenn búnir að koma sér í fen, sem þeir eiga erfitt að koma sér upp úr. Flest bendir til þess að megnið af föngunum í Goantomano séu blásakausir. Sumum þeirra hefur verið haldið þarna árum saman og þurft að þola pyntingar. Það er aðeins búið að ákæra um tíu manns og ekki er enn komið í ljós hvort þeir eru sekir um eitthvað.
Bandaríkjamenn eru greinilega að reyna að fá heimalönd fanganna til að láta þetta líta betur út með því að setja þá beint í varhald við heimkomuna og síðan að sleppa þeim svo lítið beri á. Ráðamenn í heimalöndum þeirra eru í erfiðri stöðu vegna þess að þeir hafa tvo slæma valkosti. Annar er sá að taka þátt í þessum blekkingarleik Bandaríkjamanna eða láta fangana ella dúsa áfram saklausa í Guantomano. Bandaríkjamenn eru greinilega ekki tilbúnir til að sleppa sakausum mönnum ef það virkar illa pólitískt fyrir þá og setja því þennan þrýsting á heimalönd fanganna.
Eins og fram kom í frásögn Bretanna í kvikmyndinni Leiðin til Guantomano, sem var sýnd í sjónvarpinu um daginn, þá var þeim haldið í nokkra mánuði eftir að ljóst var að þeir væru saklausir meðan reynt var að fá þá til að játa á sig tengsl við hryðjuverkasamtök. Þeim var sagt að elli slyppu þeir aldrei úr fangabúðunum. Fangarnir létu sig ekki og á endanum var þrýstingurinn frá Bretlandi orðin of mikill fyrir Bandaríkjamenn þannig að þeir létu fangana að lokum lausa. Fangar frá arabaríkjum eru ekki í eins góðri stöðu vegna þess að þrýstingur frá ríkisstjórnum þeirra er ekki eins beittur og þrýstingur frá Evrópuríkjum.
Ég ætla rétt að vona að heimalönd þessara fanga láti ekki undan og lofi að setja saklausa menn í varðhald til þess eins að losa þá úr þessum illræmdu fangabúðum og hjálpi þannig Bandaríkjamönnum að komast hjá skömminni á alþjóðavísu fyrir að halda sakalusum mönnum við grimmilegar aðstæður og pynta þá árum saman.
![]() |
Vill hjálp vegna Guantanamo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hræðlegt mál.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 23.12.2007 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.