Hverja ætlar hann að beyta þrýstingi?

Það er góðs viti ef Bandaríkjamenn ætla að fara að beita sér til að sanngjarnir friðasamnignar náis í Miðausturlöndum. Það er hins vegar verra ef þeir ætla að beita sér til að þvinga fram afarkosti.

 

Ætlar Bush að beita Ísraela þrýstingi til að þeir samþykki þá eðlilegu og sjálfsögðu kröfu Palestínumanna að þeir fái allt hernumið land frá 1967 aftur og að palestínskir flóttamenn fái að snúa aftur til þeirra svæða, sem þeir voru hraktir frá hvort, sem það er innan þess lands, sem kemur til að tilheyra Ísraela eða Palestínu? Eða ætlar hann að þvinga hina kúguðu þjóð Palestínumanna til að samþykkja þá afarkosti, sem Ísraelar hafa hingað til boðið þeim. Ef hann gerir það þvingar hann ekki fram friðarsamninga heldur niðurlægjandi uppgjafarskilmála og sagan kennir okkur að slíkt getur aldrei orðið grundvöllur af langvarandi friði.


mbl.is Bush: „Ég mun beita þrýstingi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er sanngjanrt að Palestínumenn fái landssvæðis em þeir samþykktu ekki til að byrja með?

Geiri (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 10:19

2 identicon

Bush talar tungum tveimur, eða doublespeak eins og Orwell kallaði það.  Enda hefur ástandið versnað til muna eftir að Búsh fór að beita þrýstingu.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband