11.2.2008 | 02:51
Ekki haft svona mikið við þó grjót fari á göngu- og hjólastíginn.
Það gerist ítrekað á göngu- og hjólastígnum þarna og einnig á stígnum við Sæbraut að grjót fari inn á stíginn eftir öflugt brim. Það er þó ekki verið að senda lögreglu til að loka stígnum þangað til búið er að hreinsa af honum grjótið eins og gert er nú þegar grjótið fer alla leið út á veginn. Þó má gera ráð fyrir að af þessu grjóti stafi fyrst og fremst hætta á skemmdum á bílum en minni hætta á slysi á fólki. Grjót á hjólastíg getur hins vegar skapað mikla slysahættu fyrir hjólreiðamenn og þá sérstaklega í myrkri.
Hagsmunasamtök hjólreiðamanna hafa lengi barist fyrir því að stígurinn verið færður fjær brimvarnargarðinum og nær götunni til að minnka þessa hættu en talað fyrir daufum eyrum. Rökin fyrir því að hafa stíginn þarna hefur væntanlega eitthvað með það að gera að þannig nýtist hann betur til útivistar fyrir fólk, sem vill ganga meðfram fjörunni. Ætli lausnin felist ekki í því að setja sérstakan hjólastíg nær götunni og að hann verði þá hugsaður, sem samgöngumannvirki fyrir hjólreiðamenn og jafnvel ökumenn minnstu mótorhjóla og núverandi stígur verði þá ætlaður til útivistar. Það vantar ekki plássið þarna fyrir slíkan stíg.
Eiðisgrandi lokaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.