Óbilgirni Ísraela er eitt af því sem stendur í vegi fyrir friðarsamningum.

Það er óbilgirni og frekja Ísraela, sem er ein af aðalástæðum þess að ekki hefur tekist að semja um frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þeir hafa aldrei ljáð máls á neinu, sem talist getur boðlegt friðartilboð.

 

Ísraelar hafa aldrei ljáð máls á því að annað hvort fái Palestínumenn Austur Jerúsalem og þeir versturhlutan eða að Jerúsalem verði undir alþjóðlegri stjórn. Þeir krefjast þess að fá hana alla.

 

Ísraelar hafa aldrei ljáð máls á því að palestínskir flóttamenn erlendis fái að snúa aftur heim þó þeir eigi skýlausan rétt til þess samkvæmt alþjóðalögum og samþykktum SÞ (ályktun 194).

 

Ísraelar hafa aldrei ljáð máls á því að skila öllu því landi, sem þeir hernámu af Palestínumönnum árið 1967 hvað þá því landi, sem þeir hernámu á árunum 1948 og 1949. Þeir eru að bjóða Palestínumönnum innan við helmig þess lands, sem þeim var úthlutað af SÞ árið 1947, sem jafngildir um 22% af upphaflegu landi Palestínumanna.

 

Ísraelar hafa aldrei ljáð máls á því að Palestínumenn stjórni sínum landamærum að öðrum ríkjum eða að land þeidrra verði þannig samfellt að þar sé hægt að reka eitt ríki.

 

Án sanngjarnra friðarsamninga er útilokað að ná fram varanlegum friði. Sanngjarnir friðarsamningar eru reyndar ekki trygging fyrir friði en þeir eru nauðsynleg forsenda friðar til lengri tíma. Það er því ekkert annað en blekkingarleikur að hálfu Ísraela að bjóða Palestínumönnum niðurlægjandi uppgjafarskilmála í gerfi friðartilboðs. Þannig láta þeir líta svo á að það séu Palestínumenn, sem ekki vilji frið vegna þess að þau viðbrögð þeirra að hafna slíku tilboði eru fyrirsjáanleg og í raun óhjákvæmileg. Siðan liggja Palestínumenn undir ámæli fyrir að hafna "góðu", "gögugu" eða "rausnarlegu" tilboði Ísraela eins og sumri afarkostir þeirra hafa verið kallaðir af stuðningsmönnum Ísraela.


mbl.is Abbas hafnar tilboði Ísraela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

nákvæmlega!!!...skömmin er ísraela, ekki spurning! SKAMMIST YKKAR!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.8.2008 kl. 19:28

2 identicon

Svo má ekki gleyma því að Vesturbakkin og Gaza eru aðeins 22% af upphaflegri Palestínu. Það er söguleg eftirgjöf að hálfu Palestínumanna að Ísraelar fái að halda 78% af Palestínu - og þeir innfæddu (Palestínumenn) aðeins afgangnum. <br> <br>

Og hvað Jerúsalem varðar. Austurhluti borgarinnar er ekki aðeins menningarleg miðja væntanlegs sjálfstæðs ríkis Palestínu, með mikið trúar- og sögulegt gildi. Efnhagslega skiptir hún Palestínumenn gífurlegu máli, þriðjungur hagkerfis Vesturbakkans snýst um borgina og og talið er að sjálfstætt ríki þeirra á Vesturbakkanum og Gaza eigi litla möguleika án efnhagsmiðstöðvarinnar sem Austur-Jerúsalem er.  <br> <br>

Svo má ekki gleyma því að íbúar Austur-Jerúsalem eru Palestínumenn sem vilja ekki lifa við hernám og innlimun Ísraela, heldur tilheyra sjálfstæðri Palestínu. Hernám Ísraela í borginni er talið ólöglegt af allri heimsbyggðinni, sem m.a. skýrir þá staðreynd að ríki heims (meirisegja USA) hafa sendiráð sitt í Tel Aviv og viðurkenna ekki hina herteknu Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Allir vita að friðarsamkomulag með áframhaldandi hernámi Ísraela í Austur-Jerúsalem er dæmt til að mistakast.

Palli (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband