14.10.2008 | 00:14
Ætli nýleg misnotkun á lögunum hafi þarna haft eitthvað að segja?
Eitt af því fyrsta, sem mér datt í hug þegar ég frétti af því að forsætisráðherra Bretlands hafi misnotað þessi hyrðjuverkalög var það hvort slík misnotkun gæti gert það erfiðara fyrir stjórnvöld að fá þingið síðar til að samþykkja meiri heimildir í baráttunni við hryðjuverk af ótta við áframhaldandi misnotkun í tilfellum, sem eiga ekkert skylt við hryðjuverk. Getur verið að þarna sé þetta að koma fram?
Ég held að fátt sé mikilvægara þegar ríkisstjórn fer fram á auknar heimildir frá þingi til að ganga á rétt einstaklinga til að berjast við bráða hættu þá sé ein mikilvægasta forsenda til að fá þingið til að samþykkja slíkt að þingmenn beri traust til þess að slík heimild sé aðeins notuð við aðstæður, sem lagt er upp með í viðkomandi frumvarpi. Ef þingmenn geta ekki treyst því að heimildin verði ekki misnotuð þá eru þeir ólíklegri en annars til að samþykkja hana. Það traust þingmanna gagnvart þessum hryðjuverkalögum hlýtur að hafa rýrnað verulega í síðustu viku.
Umdeilt hryðjuverkalagaákvæði afturkallað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hæ,kvitt á þig
Guðný Einarsdóttir, 15.10.2008 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.