21.11.2008 | 15:34
Hvað eru margar fasteignasölur á höfuborgarsvæðinu?
Ætli þetta nái því að vera ein fasteign á fasteignasölu að meðaltali? Það má allavega vera ljóst að einhverjar fasteignasölur hafa ekki selt neitt í þessari viku. Ætli einhver endi án sölu í þessum mánuði? Það er klárt að ekki eru neinir gósentímar framundan hjá fasteignasölum en sennilega meira að gera hjá leigumiðlunum. Ætli það væri ekki sniðugt hjá fasteignasölum, sem ekki hafa gert það nú þegar, að bæta leigumiðlun við starfsemi sína?
Til viðbótar við þetta má reikna með að eihverjar þessar sölur séu í raun íbúðir settar upp í dýrari íbúðir þannig að ekki sé í raun um sölu að ræða enda ætli seljandi dýrari íbúðarinnar ekki að eiga þá íbúð, sem hann tók uppí.
Einungis 35 fasteignir seldar á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.