Hvar liggja mörk löglegrar vopnaðrar andspyrnu við hernámi.

Samkvæmt alþjóðasamningum á borð við Genfarsáttmálan er íbúum hernuminna svæða heimilt að stunda vopnaða andspyrnu gegn hernáminu og er það flokkað undir sjálfsvörn. Það er því ekki nokkur spurning að Palestínumenn eru í fullum rétti að halda uppi vopnaðri andspyrnu gegn hernámi Ísraela. Vandamálið er að mörkin milli vopnaðrar andspyrnu og hryðjuverka eru ekki skýr. Árásum, sem beint er gegn saklausum óbreyttum borgurum, sem hvergi koma nærri hernáminu eru klárlega utan löglegarar vopnaðrar andspyrnu og hljóta því að teljast hryðjuverk. Þó má gera ráð fyrir að flest allar andspyrnuhreifingar sögunnar hafi gert eitthvað af slíku og þar með taldar andspyrnuheifingar í Evrópu í síðari heimstyrjöld.

 

Hitt er þó jafn ljóst að árásir á hermenn hernámsliðsins eru klárlega innan marka löglegrar andspyrnu og geta því ekki talist til hryðkuverka. Þetta nær alla leið upp í æðstu menn hersins. Þá vaknar spurningin. Hvað með þá menn, sem taka allar ákvarðanir um það hvar hernum er beitt og síðast en ekki síst taka ákvarðanirnar um það að viðhalda hernáminu. Þarna er ég að tala um ríkisstjórn hernámsríkisins. Myndum við í dag telja það til andspyrnu eða hryðjuverka ef eihver íbúi hernámssvæða Nasista í seinna stríði hefði drepið ráðherra í ríkisstjórn Þýskalands? Hvað ef einhver íbúi Kuweit hefði drepið ráðherra í ríkisstjórn Íraks meðan hernám íraka á Kuweit stóð yfir? Hvað ef einhver íbúi Afganistan hefði drepið ráðherra í ríkisstjórn Sovétríkjanna meðan hernámi þeirra á Afganistan stóð yfir?

 

Ég er með þessar vangaveltur vegna þessarar fréttar. Eru ráðherrar í ríkisstjórn Ísraels lögleg hernaðarleg skotmörk Palestínumanna rétt eins og hermenn ísraelska hersins? Gildir það sama um alla ráðherrana eða gildir annað um þá, sem hafa beint boðunarvald yfir hernum en hina, sem ekki hafa slíkt boðunarvald?

 

Ef menn smþykkja það ekki að ráðamenn Ísraela séu lögleg skotmörk þá eru ráðemenn Palestínumanna það klárlega ekki heldur. Þó hafa Ísraelsmenn drepið suma þeirra og það verið varið meðal flestra ráðamanna á Vesturlöndum.

 

Það væri gaman að heyra skoðun manna á þessu. Eru Hamas samtökin þarna að hóta hryðjuverkum eða eru þau að hóta því að framkvæma rétt sinn til vopnaðrar andspyrnu við hernámi Ísraela? Í þessu efni þarf að gera greinarmun á hótunum þeirra í garð ísraelskra ráðherra og ráðamanna í öðrum ríkjum, sem þeir eru líka að hóta. Þær hótanir eru allt annað mál.


mbl.is Hóta að drepa ísraelska ráðamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband