29.12.2008 | 13:24
Ég skora á ykkur að setja undirskriftalista í gang.
Ég skora á stjórn félagsins Ísrael Palestína að setja undirskriftalista í gang með kröfunni um slit á stjórnmálasambandi við Ísrael. Ef nógu margir skrifa undir slíkt þá hefur það áhrif út á við jafnvel þó stjórnvöld ákveði að hundsa þá áskorun. Ef ég hefði þekkingu til að gera slíkt á netinu þá myndi ég gera það. Ég held hins vegar að það sé örugglega til þekking á því innan samtakanna Ísland Palestína til að gera slíkt auk þess, sem það hefur meiri slaggkraft ef slík samtök standa að baki slíku heldur en ef einstaklingur geri það.
Að sjálfsögðu nást fleiri undirskriftir ef einnig eru lagðir fram undirskriftalistar í pappír svo ekki sé talað um ef gengið er um með slíka lista. Það kostar hins vegar mun meiri vinnu. Verði slíkt þó gert er ég tilbúin til að taka þátt í þeirri vinnu
Vilja slíta samskipti við Ísraela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég styð þetta heilshugar enda hugnast mér illa að vera tengdur við moringja hyski
Óskar Þorkelsson, 29.12.2008 kl. 17:19
Óskar, verðum við þá ekki að slíta sambandi við USA?
Diesel, 2.1.2009 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.