Páfagarður vill ekki mannréttindi

Þau lög, sem sagt er í greininni að fari fyrir brjóstið á Páfagarði eru meðal annars lög varðandi mannréttindi. Páfagarður telur greinilega að lög, sem bæta mannréttindi fólks séu ólög ef þau stangast á við tvö þúsund ára gamalt trúarrit. Það kemur reyndar ekki fram í fréttinni hvaða mannréttindalög þar er um að ræða en ég geri ráð fyrir að þar sé fyrst og fremst um að ræða lög er varðar jafnrétti kynja og jöfnun á rétti samkynhneigðra og gagnkynhneigðra.

 

Hvað það er varðandi glæpi, sem fer fyrir brjóstið á Páfagarði á ég erfiðara með að átta mig á. Getur verið að eitthvað, sem telst glæpsamlegt á Ítalíu sé eitthvað, sem Páfagarður vilji ekki að sé talið glæpsamlegt hjá sér eða öfugt? Eða snýr þetta á einhvern hátt að refsingum fyrir glæpi?


mbl.is Páfagarður segir sig úr ítölskum lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páfagarður sem mbl ver með kjafti og klóm er að verja sig fyrir því að verða teknir hópum saman sem barnaníðingar...

DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband