Rútur mega stöðva á þjóvegum landsins

Af hverju mega strætisvagnar ekki stöðva á þjóðvegum landsins þó rútur megi það?

 

Ef þetta er ógn við umferðaöryggi er þá ekki lausnin einfsdlega sú að setja upp stoppistöðvar fyrir strætisvagnana við þjóðveginn? Þær gæti þá líka gagnast öðrum vegfarendum, sem þurfa að stöðva bílana sína af einhverjum ástæðum eins og til dæmis að hleypa barni út til að pissa.

 

Það þurfa að vera stoppistöðvar beggja vegna ganganna því það eru byggðir beggja vegna Hvalfjarðar og einnig er bannað að hjóla í göngunum og því þurfa hjólreiðamenn að geta tekið strætó í gegnum göngin.


mbl.is Verulegir hnökrar á áætlun Strætó í Hvalfjarðarsveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband