19.2.2009 | 10:05
Betra að vanda til verks en að flana út í breytingar
Ég vil taka það strax fram að ég er sammála því að gera þessar breytingar á kosningalögum. Ég held hins vegar að ekki sé tími til að gera slíka breytingu fyrir næstu alþingiskosningar þannig að sómi sé að framkvæmdinni. Höfum í huga að það eru sveitastjórnakosningar strax á næsta ári. Ég tel mörg rök fyrir því að þessi breyting verði fyrst reynd þar.
Í fyrsta lagi þá er tíminn það naumur til næstu kosninga að ekki er hægt að leggja fram vandaða og vel ígrundaða lagasetningu fyrir þann tíma þar, sem metin er faglega reynsla annarra þjóða, sem eru með slíkt fyrirkomulag og þannig metnir kostir og gallar hverrar útfærslu fyrir sig af þeim útfærslum, sem menn hafa reynt.
Í öðru lagi þá þurfa stjórnvöld á öllum sínum kröftum að halda til að losa okkur út úr þeirri efnahagskrísu, sem við erum í og því mun vinna við þessa lagasetningu taka tíma frá þeirri vinnu og öfugt. Það er því hætt á því að ef það á að reyna að koma slíkri lagasetningu á þannig að hægt sé að nota þessa aðferð strax í næstu kosningum þá muni verða kastað til hendinni við mótun leikreglna fyrir slíka kosningu auk þess, sem ýmiss nauðsynleg vinna við endurreisn efnahagslífsins sitji að einhverju leyti á hakanum vegna þessarar vinnu.
Í þriðja lagi tel ég að ef það á að nota þessa aðferð bæði í alþingiskosningum og sveitastjórnakosningum, eins og ég tel eðlilegt að gera, þá sé eðlilegra að gera fyrstu tilraun með síka aðferð á lægra stjórnsýslustiginu af þeim, sem þessi aðferð á að ná til. Ástæðan fyrir því er sú að á lægra stjórnsýslustigi eru hagsmunirnir minni auk þess, sem þá er hægara um vik að láta Samgöngumálaráðuneytið, ráðuneyti sveitastjórnamála, hafa úrskurðarvald í deilumálum, sem upp gætu komið bæði á aðdraganda kosninga og eftir kosningar. Það eru því minni líkur á leiðinda dómsmálum og langvarandi ósætti innan flokka og jafnvel milli flokka vegna þessa.
Í fjórða lagi er minni skaði skeður þó ósætti geri eina eða nokkrar sveitastjórnir illstarfhæfar vegna deilna og jafnvel dómsmála um niðursöðu kosninga heldur en ef það gerist á vettvangi Alþingis meðan staðan er eins og hún er nú í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Því segi ég. Flýtum okkur hægt og gefum okkur tíma fram yfir áramót að klára lagasetningu fyrir persónukjör þannig að hægt sé að vanda til verks og nota þá aðferð í sveitastjórnakosningum á næsta ári. Notum síðan reynsluna af þeim kosningum til að laga helstu galla á lögunum, sem fram koma við þær kosningar svo hægt sé að kjósa samkvæmt betrumbættri lagasetningu í næsstu alþingiskosningum eftir það.
Samkvæmt mínum upplýsingum hafa þær þjóðir, sem tekið hafa upp slíkt persónukjör yfirleitt gert það í fyrsta sinn í sveitastjórnakosningum. Ástæðan hefur væntanlega eitthvað að gera með það, sem ég nefndi í þriðja lið hér að ofan.
Vinna áfram að persónukjöri þótt ekki náist sátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Innlitskvitt....
Góða helgi
Guðný Einarsdóttir, 21.2.2009 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.