Gangrýni á þjóðríkið Ísrael er ekki gyðingahatur.

Þetta er lágkúruleg leið Ísraela og margra stuðningsmanna þeirra að ráðast að mannorði þeirra, sem gagnrýna grimmd Ísraela gagnvart Palestínumönnum með því að væna þá um gyðingahatur. Það að gagnrýna framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum er ekki fordómar gagnvart trúfélagi gyðinga frekar en að gagnrýni á framferði Rússa gagnvart Téténum eða öðrum séu fordómar gagnvart trúfélagi rússnesku rétttrúanaðrkirkjunnar eða að gagngrýni á Breta séu fordómar gagnvart trúfélagi ensku biskupakirkjunnar.

 

Þetta er algeng leið hjá aðilum með það vondan málsað að verja að erfitt er að vinna rökræður um málstaðinn. Þá velja menn í staðinn að reyna að gera þann, sem kemur fram með gagnrýnina ótrúverðugan og draga þannig úr vægi gagnrýninnar.

 

Þessi leikur er mikið leikinn á sjónvarpstöðinni Omega og þá sérstaklega í áróðursþættinum Ísrael í dag. Þar fer þáttur með mjög einhliða umfjöllun um málefni Miðausturlanda þar, sem skautað er létt fyrir sannleikan. Þar kemur hver stuðninsmaður Ísraela fram í þættinum en aldrei hefur verið talað við neinn stuðningsmann Palestínumanna í þeim þætti.

 

Þessi leikur er líka mikið leikinn meðal ýmissa bloggara, sem styðja Ísraela. Þar eru til dæmis áberandi menn eins og Snorri í Betel og öfgamaðurinn Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. Þessir mann hafa kallað margan mætan mannin gyðingahatara að ósekju og þá sérstaklega Vilhjálmur. Vilhjálmur gerir einnig mikið af því að kalla menn "terrorista" "hryðjuverkamann" "stuðningsmann hryðjuverka" og "stuðnimsgmann fyrirætlana Hitlers" fyrir það eitt að gagnrýna framferði Ísraela. Vilhjálmur hefur einnig verið að breiða út óhróður um okkur Íslendinga meðal annars í viðtali við Jerusalem Post. Það viðtal má sjá hér:

 

http://www.jpost.com/servlet/Satellite?cid=1233304654441&pagename=JPost%2FJPArticle%2FShowFull

 

Þarna er Vilhjálmur að væna okkur Íslendinga um að vera upp til hópa gyðingahatarar. Því fer fjarri að nokkuð sé til í því. Í því efni bendir Vilhjálmur meðal annars á að samkvæmt Gallup könnun séu það aðeins 3% Íslendinga, sem styðji málstað Ísraela og heldur hann því fram að það sé vegna grasserandi gyðingahaturs okkar Íslendinga. Þessu fer fjarri. Ástæða þess að aðeins 3% Íslendinga styðja Ísraela er sú að við Íslendingar fáum nokkuð réttar upplýsingar um gang mála í Miðausturlöndum og málstaður Ísraela er eifaldlega ekki betri en þetta. Við fáum ekki sömu bjöguðu myndina af málefnum þessa heimshluta í fjölmiðlum eins og til dæmis Bandaríkjamenn. Almennt eru fréttir og önnur fjölmiðlaumfjöllun um málfefni Miðausturlanda nokkuð góð og hlutlaus ef undan er skilin umfjöllun sjónvarpstöðvarinnar Omega.


mbl.is Halvorsen sökuð um gyðingahatur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

godur og tharfur pistill hja ther Sigurdur..

Villi er godur i thvi ad snua monnum GEGN gydingum med sinu ordavali og pistlum...

kvedja fra thailandi.

Óskar Þorkelsson, 2.4.2009 kl. 04:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband