22.4.2009 | 14:13
Byrðir á áli í sögulegu hámarki + ekkert lánstraust ríkissjóðs
Í dag safnast upp byrðir af áli og því eru álframleiðendur ekki á leiðinni að fara út í fjárfestingar i nýjum álverum. Þar við bætist að ríkissjóur Íslands hefur nánast ekkert lánstraust og það smitast yfir á orkufyrirtæki okkar. Við munum því ekki geta tekið lán til að fjármagna þau orkuver, sem til þarf til að auka hér álframleliðslu.
Það vitlausasta, sem við gerum er að nýta það takmarkaða fé, sem við getum orðið okkur úti um til atvinnusköðunar til að búa til dýrustu störf, sem völ er á eða störf í stóryðju.
Þetta er ekkert ennað en enn eitt ódýra kosningatrikkið hjá örvæntingafullum sjálfstæðismönnum. Það er búið að reka ofan í þá hugmynd þeirra um að taka einhliða upp Evru með hjálp Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og þá taka þeir þetta upp í staðinn.
Álið leysir vandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sjálfstæðisflokkurinn á að steinþegja og skammast sín fyrir það í hvaða sporum þjóðin stendur í dag.
Númi (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:27
Og verðar álbyrgðir þar með alltaf í sögulegu hámarki?
Er ekki allt í sögulegu hámarki nú til dags? kreppa, atvinnuleysi, bílabyrgðir, birgðir af olíu, menntað fólk, etc.
Ólafur S. (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.