Lægra útsvar er ávísun á lakari þjónustu borgarinnar.

Það hljómara vel að segjast ætla að lækka skatta en menn verða að horfa á báðar hliðar peningsins því lægri skattar eru ávísun á lakari þjónustu við almenning. Þessi lækkun útsvars sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar þarna er ávísun á bæði lakari þjónustu og hærri gjöld fyrir þjónustu borgarinnar. Hærri leiskólagjöld, hærri gjöld fyrir gæslu eftir skóla hjá yngstu grunnskólabörnum, hærra verð fyrir mat bæði í grunnskólum og fyrir eldrei borgara og að sjálfsögðu lélegra leikskóla- og grunnskólakerfi. Það er ekki hægt að bjóða upp á góða þjónustu á góðu verði nema með því að afla þeirra tekna sem þerf til að standa undir því.

Þessi skattalækkun mun því fyrst og fremst vera kjarabót fyrir tekjuhæstu borgarbúanna en vegna óhjákvæmilegs sparnaðar á móti tekjutapinu mun lakari þjónusta og hærra verð fyrir þjónustu borgarinnar leiða til kjaraskerðingar fyrir þá sem lökust hafa launin.

Á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lækka skatta á borgarbúa boðar hann að ætla að fara í umfangsmiklar gatnafremkvæmdir og þenja út byggðina sem kallar á miklar framkvæmdir í innviðum sem allt mun kosta borgina margfald meira en borgarlínan sem er sú leið sem núverandi borgarstjórnarmeirihluti vill fara í samgöngumálum. Með því er verið að henda hundruðum milljarða út um gluggan.

Það að boða stórfelldar skattalækkaniar samhliða mikillli aukningu í útgjöldum hefur nafn sem heitir "LÝÐSKRUM".

 


mbl.is Vilja lágmarksútsvar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband