Hver á að greiða kostnað við íslenskar innistæður í Landsbankanum?

Í gær sendí ég mörgum link inn á þessa gein eftir Þorbert Stein Leifsson.

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_adsent/thorbergur-aetla-islendingar-ad-verda-ad-drullusokkum

 

Margir hafa tjáð sig um greinina og margir eru þarna að átta sig á nýrri hlið Icesave málsins sem þeir hafa ekki áttað sig á áður. Aðrir mótmæla þó þessum rökum og segja að þar sem Nýji Landsbankinn hafi tekið yfir jafn verðmætar eignir og skuldir þá hefi ekkert verið tekið frá þeim sem eftir eru. Það er hins vegar bull sem maður með grunnskólaþekkingu á stærðfræði ætti að geta séð í hendi sér. Fyrir þá sem ekki skilja þetta í fljótu bragði kem ég hér með tilbúið dæmi til að útskýra þetta.

 

Gefum okkur að það hafi verið þrír innistæðueigendur í Landsbankanum. Einn á Íslandi og tveir erlendis. Þeir áttu allir 12 milljónir í innistæðum eða samtals 36 milljónir. Nú fer bankinn á hausinn og reynist verðmæti þrotabúsins vera 18 milljónir eða 50% af innistæðum.

 

Ef allir innistæðueigendurnir sitja við sama borð þá fá þeir 6 milljónir hver. Nú bregður hins vegar svo við að íslensk stjórnvöld ákveða að tryggja íslensku innistæðuna að fullu og flytja hana inn í Nýja Landsbankann og flytja jafn verðmætar eignir á móti. Því er 12 milljóna kr. innistæða Íslendingsins flutt yfir í Nýja Landsbankann og 12 milljóna kr. eignir á móti.

 

Við þetta lækka skuldir í þrotabúi Gamla Landsbankans úr 36 milljónum niður í 24 milljónir við það að 12 milljóna kr. innistæða er flutt yfir í Gamla Landsbankann. Eignirnar í þrotabúinu lækka úr 18 milljónum í 6 milljónir við það að 12 milljóna kr. eignir eru teknar úr þrotabúinu og fluttar yfir í Nýja Landsbankann.

 

Þá er staða sú að í þrotabúi Gamla Landsbankans eru innistæður upp á 24 milljónir en eignir upp á 6 milljónir.  Það eru því 3 milljónir eftir til skiptanna fyrir hvorn erlendu innistæðueigendanna í stað 6 milljóna á mann áður en 12 milljóna kr. eignir og skuldir voru fluttar úr þrotabúinu.

 

Á þessu dæmi sést að erlendu innistæðueigendurnir eru ekki jafnsettir eftir að búið er að flytja jafn verðmætar eignir og skuldir út úr þrotabúinu. Það stafar af því að þær 6 milljónir sem íslenski innistæðueigendinn fær umfram það sem hann hefði fengið ef allir hefðu setið við sama borð varðandi greiðslur úr þrotabúinu voru teknar frá erlendu innistæðueigendunum. Til að gera erlendu innistæðueigendurnar jafnsetta þarf að setja þessar 6 milljónir aftur í þrotabúið. Þar sem ákvörðunin um að greiða íslenska innistæðueigandanum þessar 6 milljónir aukalega koma frá Alþingi þá er það ríkissjóður Íslands sem ber ábyrgð á þeim greiðslum. Ef hann greiðir ekki þær 6 milljónir inn í þrotabúið þá er þar einfaldlega um þjófnað úr þrotabúi að ræða. Svoleiðis hafa sér engir aðrir en drullusokkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband