Kvótinn fer ekki í eitthvert svarthol.

Það er þvílíkt bull að það hálfa væri nóg sú fullyriðing að sú breyting á kvótakerfinu sem nú er boðuð leiði til fækkunar starfa hjá sjómönnum og jafnvel starfsmönnum í fiskvinnslu.

Þó útgerðamennirnir missi nánast ókeypis aðgang að fiskveiðiauðlind þjóarinnar og þurfi að fara að bjóða í hluta hans á útboðsmarkaði þá verða þær fismveiðiheimildir enn nýttar og bæði sjómenn og stafsmenn í fiskvinnslu munu hafa atvinnu af því að sækja þann fisk og vinna. Vissulega getur við þetta orðið einhver tilflutningur á vinnu milli byggðarlaga en í heildina fækkar ekki störfum í veiðum eða vinnslu hér á landi við þessa bteytingu.

Fullyrðingar um fækkun starfa svo ekki sé talað um fullyrðingar um einhverja kollsteypu í sjávarútvegi verði þetta að lögum er því ekkert annað en innistæðulaus hræðsluráróður sérhagsmunaaðilda til að fá fólk til að standa vörð um þeirra sérhagsmuni. Það er fátt máttugra í slíku efni en að hræða fólk með atvinnu sinni ef það standif ekki vörð um óbreytt kerfi. Í því efni er síðan spilað á vanþekkingu fólks á eðli þeirra breytinga sem eru boðaðar.

Mesta ósanngirnin í þessu frumvarpi að mínu mati er að útgerðamenn fá að halda allt of legi í sinn gjafakvóta samkvæmt þessu frumvarpi. Það þarf að stækka leigukvótapottinn mun meira á kostnað samnignspottsins en hér er gert ráð fyrir. Einnig mætti lækka byggðarpottinn eða færa ákvarðanir um hann frá einum ráðherra í eihvers konar nefnd. Mér líkar ekki sú hugmynd um sporslur ákvarðaðar af einum manni í pólitík. Það er ávísun á að mest verður gert fyrir sjávarpláss í kjördæmi sitjandi ráðherra. Eða með öðrum orðum er þetta ávísun á spillingu.


mbl.is „Eitthvað það ósanngjarnasta sem sett hefur verið fram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ósköp er nú mikill léttir að sjá eina færslu um þetta mál skrifaða án þess að detta fyrst í hug ónefnd heilbrigðisstofnun.

Já, það er nefnilega spurningin hver muni draga þennan fisk að landi ef flest öll störfin sem tengjast sjómennskunni eru á útleið?

En ósköp væri nú notalegt að fá að heyra svona einn fulltrúa þjóðarinnar þarna inni minnast á þátt Hafró í þessu dæmi.

Mín bjargfasta skoðun er sú að allar útgerðir geti haldið sínum hlut í dag og síðan bætt við öllum sjófærum smábátum í dagakerfi.

Hversu mörgum smábátum skyldi vera unnt að bæta inn í veiðiflotann ef þeir fengju allan þann afla sem fleygt er í sjó vegna aflamarkskerfisins? 

Árni Gunnarsson, 4.6.2011 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband