Farðu aftur til Evrópu

Alveg er það merkilegt þegar hvítir menn í Ameríku eru að ýja að því við svarta landa sína að þeir eigi bara a fara aftur til Afríku með þeim rökum að forfeður þeirra hafi komið þaðan. Hvítir menn í Ameríku eru sjálfir afkomendur innflytjenda frá Evrópu og ættu því með sömu rökum að fara þangað.

 

Er það annars svo slæm hugmynd? Fer ekki best á því að svartir Amerkíkanar fari til Afríku, gulir Ameríkanar til Asíu og hvítir Ameríkanar til Evrópu? Þá fá frumbyggjar Ameríku landið sitt aftur.

 

Að öllu gamni sleppt þá fer best á því að allir lifi í sátt og samlyndi og, sem betur fer myndi þessi hugmynd stranda á því að magrir Ameríkanar eru af blönduðum kynstofnum og því vafamál hvert þeir ættu að fara. Það er blessunarlega hætt að þykja tiltökumál hjá flestum Ameríkönum þó fólk af sitthvorum kynstofninum eignist börn saman.

 

Hvað Obama varðar þá á hann hvíta móður, sem mér skilst að geti rakið ættir sínar til Írlands þannig að spurnigin er hvert hann ætti að fara ef hann ætti að fara til lands forfeðra sinna.


mbl.is „Farðu aftur til Afríku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega! Alveg vel orðað!

Viktor Mar Bonilla (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 11:55

2 Smámynd: litla hirðfíflið

heyr heyr .... ætlaði sjálfur að benda á þetta ef engin annar hefði verið búin

en já hvíti stofnin getur bara hypjað sig baka til evrópu ef honum er ílla við Obama .... þeir hafa ekkert annað gert en að eyðinleggja landið og rústa efnahaginum

litla hirðfíflið, 19.11.2008 kl. 12:40

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Heyr!

Reyndi að benda á þetta í kommenti á öðru bloggi, en tókst það víst heldur óhönduglega, með þeim afleiðingum að frönskumælandi viðskiptafræðingur kallaði mig þvílíkt pakk!

Fyrir utan það að vera af blönduðum kynstofni er Obama að stórum hluta til alinn upp í Austur-Asíu, að vísu af hvítri ömmu sinni (sem er nýlátin) og afa (eða var stjúpafinn Indónesi?), það getur flækt málið enn frekar!

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband