Grimmileg fjöldamorð hryðjuverkaríkisins Ísrael.

Hér er ekkert annað á ferðinni en grimmileg fjöldamorð þess ríkis, sem með sanni á skilið nafngiftina "hryðjuverkaríkið Ísrael". Þeir strádrepa yfir 200 manns og særa yfir 300 manns vegna þess að heimatilbúnum rakettum, sem sárasjaldan vanda einhverjum skaða, er skotið inn á hluta ólöglegs hernámssvæðis þeirra úr stríðinu frá 1948 og 1949. Vissulega eru þarna byggðir óbreyttra borgara og er það ljóður á ráði þessara eldflaugaskotmanna að velja þau skotmörk í stað þess að skjóta á herstöðvar. Hins vegar verða menn að velta því fyrir sér hverju er eðlilegt að fólk geti átt von á, sem sest að  á stolnu landi.

 

Ísraelar hafa kotið á lögreglustöðvar og þar myrt með köldu blóði lögreglumenn við skyldustörf. Þeir skáka í skjóli þess að allir lögreglumenn í Palestínu eru vopnaðir og því ekki hægt að segja að þeir hafi drepið vopnlaust fólk. Væntanlega eru þó flestir ef ekki allir þessir lögreglumenn alsakalusir af öllum rakettuárásum á hernámssvæði Ísraela. Þetta hafa Ísraelar gert áður og þannig gert stjórvöldum í Palestínu erfiðara fyrir en ella að halda uppi lögum og reglu, þar með talið að halda vopnuðum bardagamönnum í skefjum.

 

Ýmsir hafa talað um rétt Ísraela til að verja borgara sína en engin talar um rétt Palestínumanna til vopnaðrar andspyrnu við hinu grimmilega hernámi Ísraela. Sá réttur er þeim tryggður í alþjóðasanmingum eins og Genfarsáttmálanum.

 

Nú veit ég ekki hversu stór hluti fallinna eru óbreyttir borgarar og lögreglumenn, sem ekkert hafa haft með rekettuárásir á ólögleg hernámssvæði Ísraela að gera. Gefum okkur þó til að vera eins hliðhollir Ísraelum og kostur er að allir þeir, sem fallið hafa í þessum árásum séu vígamenn, sem hafa tekið þátt í árásum á Ísraela. Ýmindum okkur svo hvort viðbrögð alþjóðasamfélagsins væru eins máttlaus ef palestínskir vígamenn réðust á ísraelska herstöð og felldu 200 ísraelska hermenn og særðu 300. Ætli það myndi ekki koma harðari viðbrögð frá Bandaríkjamönnum og þeim Evrópuleiðtogum, sem hafa látið í sér heyra? Samt væri þar um klára löglega andspyrnu við ólöglegu hernámi Ísraela að ræað. Það væri betur afsakanleg aðgerð en það, sem Ísraelar eru að gera í dag enda eru það Ísraelar, sem eru hernámsveldið í þessari deilu en ekki öfugt. Það eru Ísraelar, sem eru árásaraðilinn í þessari deilu. Það eru Ísraelar, sem eru landræningjarnir á þessu svæðí. Það eru Ísraelar, semf eru kúgararnir á þessu svæði. Það eru Ísraelar, sem eru afkastamestu fjöldamorðingjarnir á saklausu flólki á þessu svæðí. Það eru Ísraelar, sem reka grimmustu, miskunarlausustu og blóði drifnustu hryðjuverkasamtök Miðausturlanda, ísraelska herinn.


mbl.is Leiðtogar hvetja til friðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður pistill hjá þér Sigurður

Óskar Þorkelsson, 27.12.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband