Og hvað mun 20% niðurfellingaleiðin hjálpa stórum hluta þessara einstaklinga?

Alvarleg vanskil merkir væntanlega að viðkomandi getur greitt minna en 80% af sínum skuldum. Ef maður getur greitt 80% eða meira ætti að vera tiltölulega auðvelt að semja um skulduirnar. Því mun 20% niðurfellingarleið framsóknarmanna væntanlega ekki gera neitt fyrir þetta fólk. Það eru nefnilega einungis þeir, sem geta greitt meira en 80% af sínum skuldum, sem munu hagnast á 20% niðurfellingarleið framsóknarmanna.

 

Hvað varðar þessa aukningu vanskila þá vantar alveg inn í þessar tölur hvað þetta eru margir einstaklinega eða hvað þetta er stórt hlutfall einstaklinga með skluldir. Ef alvarleg vanskil voru hjá 0,1% einstaklinga fyrsta ársfjórðung ársins 2008 þá þýðir sjöföldun að sú tala hefur hækkað upp í 0,7%. Hafi það verið 0,5% einstaklina, sem var í þessum vanda á fyrsta ársfjórðungi ársins 2008 þá eru það 3,5% í dag. Það er ekki hægt að lesa neitt af viti úr þessari frétt hversu mikill þessi vandi er. Spurningin er hvort þær upplýsingar hafi verið í ræðu Sigmundar og fréttamaðurinn sleppt þeim eða hvort þarna hafi vantað aðaltölurnar í ræðu Sigmundar.


mbl.is Fjöldi alvarlegra vanskila hefur sjöfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband