23.4.2013 | 15:55
Látið ekki Framsóknarflokkinn blekkja ykkur með talnaleikfimi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2013 | 11:51
Einelti í garð verðtryggingarinnar
Einn Facebook vina minna sagði um daginn að ef verðtryggingin væri einstaklingur þá myndi umfjöllunin um hana flokkast undir einelti. Það er mikið um að verið sé að kenna henni um hluti sem orsakst ekki af henni.
Þetta rifjaðist upp hjá mér þegar ég sá bláendan á umfjöllum Sigmundar Daviðs Gunnlaugssonar formansns Framsóknarflokksins um verðtryggingu í þætti á sjónvarpstöðinni ÍNN. Í þeim örstutta kafla fullyrti hann um tvo þætti sem hann sagði verðtrygginguna orsaka þar sem önnur fullyrðingin er alröng og hin að hluta til.
Hann fullyrti meðal annars að verðtryggingn valdi því að stýrivaxtaákvarðanir Seðlabanka Íslands virkuðu ekki sem skyldi sem stýritæki vegna verðtryggingarinnar. Þetta er í það minnsta að hluta til rangt. Það eru lán með föstum vöxtum sem veikja þetta stýritæki því vextir þegar tekna slíkra lána breytast ekki þó Seðlabankinn breyti stýrivöxtunum. Fastir vextir eru algengastir á verðtryggðum lánum hér á landi en breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum. Það er ástæðan fyrir því að stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans bíta á óverðtryggðum lánum en ekki á verðtryggðum lánum. Þetta er hins vegar ekkert náttúrulögmál.
Hitt er annað mál að jafnvel þó verðtryggð lán væru með breytlgum vöxtum þá myndu þeir ekki brehytast þó verðbólga myndi aukast meðan raunávöxtunarkrafan er sú sama. Vextir óverðtryggðra lána breytast hins vegar bæði við breytta verðbólgu og einnig vegna breyttrar raunávöxtunarkröfu. Stýrivextir Seðlabankans taka til beggja þátta og því er hægt að færa rök fyrir því að þessi fullyrðing sé að hluta til rétt. Hins vegar eru breyttir stýrivextir vegna breyttrar verðbólgu aðeins leiðrétting á nafnvöxtum vegna þess en ekki stjórntæki til að kæla eða hita hagkerfið. Það eru fyrst og fremst breyttir raunvextir sem gera það.
Hin ranga fullyrðingin snerist um það að Sigmundur sagði að þegar bankarnir ætluðu að draga úr útlánum sínum til húsnæðiskaupa hafi þeir hækkað vextina á verðtryggðu húsnæðislánunum sínum en það hafi ekki haft miið að segja vegna þess að verðtryggingin hafi leitt til þess að kostnaðurinn við það hafi flust aftur á seinni tíma lánstímans. Þetta er rangt. Verðtrygging leiðir ekki til þess að vaxtgabreytingar flytjist aftur á seinni hluta lánstímans. Hins vegar gerir jafngtreiðslulánafyrirkomulagið það. Það er alveg óháð því hvort um verðtryggt eða óverðtryggt lán er að ræða. Þetta stafar af því að vaxtahækkun hækkar meira kostnaðinn á fyrri hluta lánstímans þegar höfuðstóllinn er hærri en í jafngreiðslulánafyrirkomulaginu er afborgunrhlutinn aðlagaður að því. Það veldur því að ef vextir hækka á jafngreiðslulánum þá færist stærri hluti afborgunarhlutans á seinni hluta lánstímans enda aukakostnaðurinn af vaxtahækkuninni minni þá.
Það væri óskandi að í umræðu um kosti og galla þess að banna verðtryggingu væri hægt að einskorða umræðuna um þau atriði sem verðtryggingijn hefur áhrif á en ekki vera að eigna henni hluti sem hún hefur ekki áhrif á. Er til of mikils mælst að þeir frambjóðendur svo ekki sé talað um forystumenn stjórnmálaflokka sem eru að tjá sig um það mál kynni sér málið svo þeir geti farið rétt með staðreyndir í því máli.
En í umfjöllun forystumanna Framsóknarflokksins um verðtryggingu má lesa það að þeir eru mótfallnir öllu sem dregur úr sveiflum í greiðslubyrði lána með þeim rökum að það veiki stýritæki Seðlabanka Íslands. Þeir virðast hins vegar ekki hafa sömu áhyggjur af því hvaða áhrif miklar sveiflur í greiðslubyrði lánanna hafa á fjárhag tekjulitilla heimila sem ekki hafa mikið svigrúm til að mæta þeim sveiflum.
Því veltir maður fyrir sér hvað framsóknarmennirnir gera ef þeir átta sig á því sem ég skriaði hér að ofan. Ætli þeir bæit þá ekki við kosningaloforðum um að banna fasta vexti og jafngreiðslufyrirkomulag lána?
En í öllum bænum ekki segja þeim frá vaxtagreiðsluþakinu sem margir bankar bjóða á óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir mörg tekjulítil heimili ef það yrði bannað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.12.2012 | 18:42
Hneyksli að Bandaríkjamenn skuli komast upp með þessar fangabúðir.
Það er þvílíkt hneyskli að alþjóðasamfélagið hafi ekki gert meira en gert hefur verið til að þvinga Bandaríkjamenn til að loka þessum fangabúðum. Þarna hefur mönnum verið haldið í allt að ellefu ár án réttarhalda og í flestum tilfellum án nokkurra sannana um að þeir hafi gert nokkuð af sér. Það bendir því flest til þess að meginhluti þeirra fanga sem þarna hafa verið í allt að ellefu ár séu blásaklsusir. Þvílík meðferð á fólki.
Svo ætla Bandaríkjamenn að bíta höfuðið af skömminni með því að draga þá sem þeir ætla að sækja tilsaka fyrir herrrétt en ekki almenna dómstóla. Ástæðan er einföld. Þeir hafa ekki sannanir gegn þeim sem stæðust fyrir almennum dómstólum. Þeir setja því upp herrétt sem þeir sjálfir ákveða hvaða kröfur geri um sannanir. Eitt af því sem ákveðið hefur verið að tekið verði gilt sem sannanir fyrir þeim dómstólieru játningar sem fengnar hafa verið með pyntingum. Einnig vitnisburður þriðja aðila sem fengnar hafa verið með pyntingum á honum.
Þetta er ávísun á að saklausir menn verði dæmdir sekir. Þetta gera Bandaríkjamenn aðeins til að skera sjálfa sig úr snnörunni. Þannig geta þeir réttlætt meðferðina á saklausum mönnum með tilvísun í að þeir hafi verið fundnir sekir fyrir dómstóli.
Við skulum ekki gleyma því að það var bandaríski hereinn sem ákvað hverjir færu í fangabúðirnar og því er það vandaræðalegt fyrir hann þegar einhverjir þeirra reynast saklausir. Það skiptir því miklu máli upp á orðstýr hersins að sem flestur fanganna verði dæmsir sekir. Því getur bandarfískur herdómstóll vart talist hlutlaus dómstóll.
![]() |
Sjö sjálfsvíg í fangabúðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.11.2012 | 00:42
Hvað með hagsmuni neytenda?
Eiga samningsmarkmið í landabúnaðarmnálum bara að taka tillit til hagsmuna bænda? Þetta er svo gamaldags og steinrunin hugsunarháttur að það hálfa væri nóg. Hagsmunir neyteindar eru fólngnir í frjálsum markaði. Það eru reyndar líka hagmsunir bænda ef menn hugsa málið til enda. Ef samið verður um tollvernd þá mun hún virka í báðar áttir. Þá þarf líka að greiða tolla af útfluttum íslenskum landbúnaðararfurðum á markað ESB. Þar með missa bændur af miklum tækifærum til útflutnings og þar með til að bæta stöðu sína.
Það er löngu orðið ljóst að á endanum tapa allir á höftum á viðskiptum milli landa. Hvenær ætli Jón Bjarnason átti sig á því?
![]() |
Verður að falla frá kröfunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.11.2012 | 16:58
Svo segja margir að allt hafi verið á hreinu þegar Árni Páll lagði til sín lög um þessi lán.
Margir hafa gagnrýnt Árna Pál harðlega fyrir þau lög sem við hann eru kennd. Þeir hafa sagt þvert á staðreyndir málsins að hann hafi haf rétt af ánþegum og javnvel valdð þaim tjóni. Margir þar á meðal vindhaninn frá Akranesi hafa haldið því fram að á þeim tíma sem lögin voru sett hafi það legið ljóst fyrir að það ætti að miða við samningsvexti en ekki seðlabankavexti.
Það að dómstólar dæma út og suður í þessum málum og að ekki hefur verið einhugur meðal dómara í Hæstarétti segir allt sem segja þarf um þá fullyrðingu.
Staðreyndin er sú að það voru líka margir lögfræðingar sem töldu þau lög ganga of langt og að með þeim væri ríkissjóði bökuð skaðabótaábyrgð upp á jafnvel tugi milljarða króna. Stuttu áður hafði fallið Hæstaréttardómur þar sem dæmt var að nota ætti Seðlabankavexti.
Þetta var því varfærinn leið sem Árni Páll fór og að fara lengra með lagasetningu í þá veru að miða við samningsvexti með lögunum hefði verið tekin allt of mikil áhætta varðandi skaðabótaábyrð ríkissjóðs. Það hefði verið fullkomlega ábyrðaarlaust enda vel frá því gengið í lögunum að þau hefðu ekki betri rétt af lánþegum kæmust dómstólar að þeirri niðurstöðu að þeir ætti betri rétt.
Það er því svo að þeir sem halda að Árni Páll hafi þar tekið einhvern rétt af lántökum eru að fara með tóma steypu.
![]() |
Undirstrikar óvissu um styttri lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
18.11.2012 | 16:47
Vanþekking Guðlaugs Þórs á lífeyrismálum
Ég sá viðtalsþátt á ÍNN sjómvarpsstöðinni í gær þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson kynnti hugmyndir sínar til lausnar á slæmri stöðu í fjármálum margra heimila. Einn liðurinn þar gerir reyndar nákvæmlega ekkert gagn fyrir heimilin og í umræðu um hann kom vel fram hversu algerlega hann er úti á þekju í því máli.
Þetta er hugmynd hans um að lækka ávöxtunarviðmið lífeyrissjóðanna. Hann kom fram með tvær staðhæfingar um það mál sem eru tóm tjara.
Hann sagði að þetta ávöxtunarviðmið væri eins konar gólf á vaxtakjörum í landinu þannig að lækkun þess lækkaði vexti til íslenskra heimila og einnig fullyrti hann að þessi aðger kostaði ríkissjóð ekki neitt.
Hvað varðar þá fullyrðingu að þetta vaxtaviðmið myndi ákveðið gólf á vexti þá er það þannig að þetta viðmið hefur ekkert með vexti af lánum lífeyrissjóðanna að gera heldur en þetta viðmið notað til að ákvarða réttindi sjóðsfélaga. Þetta viðmið er notað til að meta greiðsluhæfi lífeyrissjóðanna í lífeyri til sjóðsfélaga. Fjármálaeftirlitið metur árlega hvort lífeyrissjóðirnir geti staðið undir lífeyrisréttindum sjóðsfélaga og við það mat nota þeir þetta vaxtaviðmið sem er því í raun ekkert annað en spá um meðalávöxtun lífeyrissjóðanna í framtíðinni. Verði niðurstaða þeirra útreikninga sú að það vanti meira en 10% upp á að þeir eigi fyrir skuldbindingum sínum eða að það vanti meira en 5% fimm ár í röð þá ber lífeyrissjóðunum að lækka réttindi sjósfélaga. Það sama á við ef niðurstaðan gefur til kynna að þeir eigi meira en 10% umfram skuldbindingar eða meira en 5% fimm ár í röð. Þá ber lífeyrissjóðunum að auka lífeyrisréttindi sjóðsfélaga.
Þeir sem stjórna fjárfestungum lífeyrssjóðanna reyna alltaf að ná hámarksávöxtun óháð því hvert þetta vaxviðmið er enda er hér ekki um lágmarksávöxtunarkröfu að ræða heldur aðeins mark sem þarf að ná til að ekki þurfi að koma til lækkun á réttindum sjóðsfélaga. Í dag eru lífeyrissjóðirnir að kaupa húsbréf frá Íbúðalánasjóði á lægri vöxtum en þetta. Ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna fer alltaf eftir markaðsvöxtum og því mun lækkun á þessu viðmiði leiðir því ekki til neinnar lækkunar á vöxtum.
Sé þetta viðmið lækkað þá leiðir það til þess að útreiknuð greiðslugeta lífeyrissjóðanna í framtíðinni lækkar sem því nemur. Það leiðir því til þess að lífeyrissjóðirnir þurfa að lækka réttindi sjóðsfélaga sem því nemur. Það leiðir þá til þess að þeir verða að lækka greiðslur til lífeyriþega sinna til að mæta því. Það leiðir þá til þess að ríki og sveitafélög fá lægri skatttekjur af lífeyrisþegum þar sem tekjur þeirra lækka. Einnig þarf þá Tryggingastofnun ríkisins að greiða þeirm hærri bætur vegna þess að þær eru tekjutengdar og því leiðir sú lækkun tekna þeirra til þess að bætur þeirra frá ríkinu hækka. Einnig gefa sveitafélögin tekjulágum lífeyrisþegum afslátt af fasteignagjöldum í samræmi við lög um tekjustofna sveitafélaga. Þessir afslættir eru tekjutengdir og því mun lækkun tekna lífeyrisþeganna leiða til þess að þeir fá meiri afslátat.
Því er fullyrðingin um að þessi aðgerð kosti ríkissjóð ekki krónu röng. Ríkissjóður lendir bæði í því að fá minni skatttekjur af lífeyrisþegunum og þarf að greiða þeim hærri bætur í gegnum Tryggingastofnun ríkisins. Sveitafélögin fá líka lægri skatttekjur bæði í form lægri útsvarsgreiðslna og lægri innkomu í fasteignagjöldum. Einnig mun þetta í mörgum tilfellum leiða til þess að lífeyrisþegar í leiguhúsnæði fái hærri húsaleigubætur enda eru þær líka tekjutengdar.
Það er mikið áhyggjuefni þegar maður sem gæti leitt framboðslista annars af stærstu stjórnmálflokkum landsins og gæti þar með orðið ráðherra skuli koma fram með annað eins bull og þetta. Annað hvort hefur Guðlaugur Þór ekki kynnt sér málið áður en hann lagði þessa tillögu fram eða þá að hann kemur fram með þetta í aðdraganda prófkjörs í þeirri vissu að almenningur hefur ekki næga þekkingu á þessu til að átta sig á því að hér er ekki um neina lausn á vanda heimila að ræða. Ég veit ekki hvort er verra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2012 | 23:32
Menn geta fengið óverðtryggð húsnæðislán strax í dag.
Hvað er eiginlega vandamálið hjá þessu fólki sem vill ekki verðtryggð lán. Það bjóða allir bankarnir upp á óverðtryggð húsnæðislán í dag og fljótlega mun Íbúðalánasjóður gera það líka. Af hverju endurfjármagnar þetta fólk þá ekki bara verðtryggðu lánin sín með óverðtryggðum lánum í stað þess að heimta það að stjórnvöld banni verðtryggðu lánin. Af hverju vill þetta fólk ekki heimila þeim að taka verðtryggð lán sem vilja þau frekar en óverðtryggð lán? Eiga allir að taka óverðtryggð lán bara af því að þetta fólk vill ekki verðtryggð lán?
![]() |
Vandi okkar er mikill |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.10.2012 | 15:33
Hva[a máli skiptir það hvort barnið var með hjál eða ekki?
Það kemjur fram í fréttinni að barnið hafi ekki orðið fyrir meiðslum og því hefur það væntanlega ekki orðið fyrir höfuðmeiðslum. Hvaða máli skitir það í frétt af slysi á hjólreiðamanni þegar ekki er um höfuðmeiðsli að ræða hvort viðkomandi var með hjál eða ekki? Ég næ ekki fréttagildinu í því.
Tónninn í fréttinni er þannig að hún gerir hjálmleysi hjólreiðamannsins að aðalatriðinu og því er hætt við að lesendur féttarinnar fái það á tilfinninguna að ábyrðin á því sé hjólreiðamannsins þegar flest bendir til þess að hér hafi aðgæsluleysi ökumanns vörubílsins verið orsökin. Áf hverju er ekki frekar lagt út á það í fréttinni að ökumenn þurfi að gæta að umferð eftir gangstéttum þegar þeir beygja inn í götu í íbúðahverfi? Það kemur reyndar ekki fram í fréttinni hvort ökumaðurinn var að taka hægri eða vinstri beygju en það er líklegra að hann hafi verið að taka hægri beygju því annars hefði árekstrarhornið væntanlega verið þanig að hjólreiðamaðurinn hefði lent á sjálfum bílnum í stað þess að falla í götuna. Það er ein af algengustu ástæðum avarlegra meiðsla á hjólreiðamönnum að ökumenn taki hægri beygju í veg fyrir þá.
Því spyr ég. Af hverju er ekki aðaláherslan í fréttinni það að ökumenn þurfi að gæta að umferð eftir gangséttm þegar þeir beyga inn í götur. Ef um var að ræða hægri beygju af hverju fylgir þá ekki réttinni ásorun til ökumanna um að líta í hhægri hliðoarspegilinn til að athuga með umferð á gangstétt þegar þeir taka hægri begju inní götu af götu sem gangstétt liggur meðfram? Þannig gera ökumenn í Kaupmannahöfn enda vanir hjólreiðamönnum. Af hverju leggja ökukennarar ekki áherslu á þetta í ökunámi?
Þetta ætti að mínu mati að vera aðaláhersluattrðið í fréttinni enda þetta aðgæsluleysi ökumannsins að öllum líkindum orsök slyssins. Það hefur hins vegar að mínu mati ekkert fréttagildi að hjólreiðamaður sem ekki varð fyrir höfuðmeislum hafi ekki verið með hjál og það jafnvel þó hann hafi verið á þeim aldir sem hjálmaskylda nær til.
![]() |
Drengurinn slapp en hjólið ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.10.2012 | 15:16
ESB ber ekki ábyrgð á því sem einstök aðildarríki gera.
ESB selur ekki vopn. Það gera hins vegar einstök aðildarríki þess og standa alfarið í því sjálf án aðkomu ESB.
Það er með ólíkindum hversu mikið andatæðingar ESB reyna að klína öllu slæmu sem gerist innan einstakra aðildarríkja ESB á ESB. Þessir menn virðast ekki átta sig á því að ESB er ekki ríkjabandalag heldur samstarfsvettvangur 27 sjálstæðra og fullvalda lýðræðisríkja í Evrópu. Það er inmitt þetta aðriði að aðildarríkin eru bæði sjálstæð og fullvalda og því hefur ESB ekki völd yfir þeim. Relgur ESB ná hvorki yfir vopnaframleiðslu né vopnaútflutning og því hefur ESB ekkert með slíkt að gera og stofnanir ESB hafa því ekkert um þau mál að segja.
Sá samstarfsvettvangur sem ESB er hefur hins vegar stuðlað að friði milli aðildrríkja enda hafa þau þar sett sér sameiginlegar reglur og komið sér upp sameiginlegum vettvangi til að útkljá deilumál sín á milli.
![]() |
Selja vopn og fá friðarverðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
16.9.2012 | 17:07
Það er ekki síður ógn af kjarnorkuvopnaeign Ísraela.
Meðan vesturlönd óskapast yfir hugsanlegri kjarnorkuvopnaeign Írana og samsinna mörg þeim orðum Ísralea að kjarnorkuvopnaeign Írana sé ógn við nágrannaríki þeirra þar með talið Ísraela þá virðist engin þeirr ahafa áhyggjur af kjarnorkuvopnaeign Ísraela. Þó Ísraelar neiti tilvist kjarnorkuvopna sinna þá eru þau eigi að síður staðreynd og hefur meðal annars einn þeirra sem stóð að þróun þeirra upplýst um þau vor var fyrir vikið rænt af ísraelsku leyniþjónustunni á Ítalíu og settur í fangelsi í 18 ár fyrir vikið. Hann er enn í farbanni í Ísrael og er banna að tala við útlendinga.
Ísralear hafa sýnt það í gegnum tíðina að þeir svífast einskis til að ná sínu fram og engin fólskuverk eru of grimmileg fyri þá ef það þjónar þeirra markmiðum. Kjarnorkuvopn í eigu slíkrar þjóðar eru mikil ógn við frið og öryggi og þá sérstaklega gagnvart þeim ríkjum sem þeir telja þvælast fyrir þeirra markmiðum.
Það er því ekki síður þörf á því að afvopna Ísraela en að koma í veg fyrir kjarnorkuvopnaeign Írana vilji menn tryggja eins og kostur er öryggi í miðausturlöndum.
![]() |
Netanyahu vill draga línu í sandinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)