Hva[a máli skiptir það hvort barnið var með hjál eða ekki?

Það kemjur fram í fréttinni að barnið hafi ekki orðið fyrir meiðslum og því hefur það væntanlega ekki orðið fyrir höfuðmeiðslum. Hvaða máli skitir það í frétt af slysi á hjólreiðamanni þegar ekki er um höfuðmeiðsli að ræða hvort viðkomandi var með hjál eða ekki? Ég næ ekki fréttagildinu í því.

 Tónninn í fréttinni er þannig að hún gerir hjálmleysi hjólreiðamannsins að aðalatriðinu og því er hætt við að lesendur féttarinnar fái það á tilfinninguna að ábyrðin á því sé hjólreiðamannsins þegar flest bendir til þess að hér hafi aðgæsluleysi ökumanns vörubílsins verið orsökin. Áf hverju er ekki frekar lagt út á það í fréttinni að ökumenn þurfi að gæta að umferð eftir gangstéttum þegar þeir beygja inn í götu í íbúðahverfi?  Það kemur reyndar ekki fram í fréttinni hvort ökumaðurinn var að taka hægri eða vinstri beygju en það er líklegra að hann hafi verið að taka hægri beygju því annars hefði árekstrarhornið væntanlega verið þanig að hjólreiðamaðurinn hefði lent á sjálfum bílnum í stað þess að falla í götuna. Það er ein af algengustu ástæðum avarlegra meiðsla á hjólreiðamönnum að ökumenn taki hægri beygju í veg fyrir þá.

 Því spyr ég. Af hverju er ekki aðaláherslan í fréttinni það að ökumenn þurfi að gæta að umferð eftir gangséttm þegar þeir beyga inn í götur. Ef um var að ræða hægri beygju af hverju fylgir þá ekki réttinni ásorun til ökumanna um að líta í hhægri hliðoarspegilinn til að athuga með umferð á gangstétt þegar þeir taka hægri begju inní götu af götu sem gangstétt liggur meðfram? Þannig gera ökumenn í Kaupmannahöfn enda vanir hjólreiðamönnum. Af hverju leggja ökukennarar ekki áherslu á þetta í ökunámi?

Þetta ætti að mínu mati að vera aðaláhersluattrðið í fréttinni enda þetta aðgæsluleysi ökumannsins að öllum líkindum orsök slyssins. Það hefur hins vegar að mínu mati ekkert fréttagildi að hjólreiðamaður sem ekki varð fyrir höfuðmeislum hafi ekki verið með hjál og það jafnvel þó hann hafi verið á þeim aldir sem hjálmaskylda nær til.


mbl.is Drengurinn slapp en hjólið ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjólreiðamenn eiga ekki bara að nota hjálm, þeir eiga líka að kunna umfeðareglur og líta í kring um sig.

Stærsta vandamálið með hjólreiðamenn, er að þeir kunna ekki umferðareglurnar og eru oftast orsakavaldurinn á slýsum.

Að vísu er vörubílstjórinn sekur í þessu tilfelli.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 16:21

2 Smámynd: Jón Thorberg Friðþjófsson

Það er bannað að aka á menn og skepnur. Svo einfalt er það. Það er ekki skylda að nota hjálm eftir 15ára aldur, en samt æskilegt. Hægri umferð  gildir líka á göngustígum, hjá gangandi, en það er ekki að sjá í reynd.

Jón Thorberg Friðþjófsson, 20.10.2012 kl. 17:05

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

V Jóhannsson. Hvað hefur þú fyrir þér í því að hjólreiðamenn kunni ekki unferðareglunar og séu oftast orskavaldurinn í slysum? Ég man ekki eftir neinni frétt nýlega þar sem ekið var á hjólreiðamann sem benti til þess að hjólreiðamaðurinn væri valdur af slysinu. Flestir hjólreiðamenn sem ég þekki kunna ágætlega umferðalögin og fara ekki síður eftir þeim en ökumenn bíla.

Sigurður M Grétarsson, 20.10.2012 kl. 17:09

4 identicon

Að vísu er ég með Svíþjóð í huga þar sem hjólreiðamenn horfa hvorki til hægri né vinstri og þykjast eiga allann rétt hvar sem þeir hjóla. Oft þarf að þverbremsa út af þessum fíflum. Unglingar og börn kunna engar umferðareglur og hjóla eftir eginn geðþótta.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 18:01

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hefur þú séð einhverja faglega úttekt á þessu í Svíþjóð eða er þetta bara þín tilfinning?

Sigurður M Grétarsson, 21.10.2012 kl. 09:15

6 identicon

Ég bjó í Svíþjóð og fjölmiðlar tala um þetta þegar slysin verða og það er allt of oft. Ég ók mikið í Svíþjóð og þegar maður sá hjólreiðamann nálgast fór maður sérstaklega varlega.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband