Færsluflokkur: Bloggar

Hvenær verður hjólandi og akandi umferð alskilin á helstu þjóðvegum við höfuðborgarsvæðið?

Þetta slys sýnir að eitt helsta baráttumál hagsmunasamtaka hjólreiðamanna um að við Íslendingar förum að aðskilja hjólandi og akandi umferð eins og nágrannalönd okkar gera verði að veruleika. Þetta er búið að vera eitt helsta baráttujál Landamtaka hjólreiðamanna frá stofnun þeirra. Þar á undan var það Íslenski fjallahjólaklúbburinn, sem stóð fremst í þeirri baráttu. Þetta er orðið hátt í tuttugu ára barátta.

 

Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur í nokkur ár haft frumkvæði að þingsályktunartillögu um að skipuð verði nefnd, sem eigi að gera tillögu um hönnun reiðhjólavega ásamt tillögu um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitafélaga í gerð þeirra. Enn, sem komið er hefur þessi tillaga alltaf verið svæfð í nefnd. Hvernig væri að menn færu að klára þetta mál þannig að hægt sé að bæta öryggi reiðhjólamanna í umferðinni?

 

Bæði þessi atriði eru mikilvæg. Meðan bæði sveitarstjórnarmenn og samgönguráðherra telja hinn aðilan eiga að borga þá gerist nákvæmlega ekkert. Á meðan málefni reiðhjólamanna verða ekki meðal skilgreindra verkefna Vegagerðar ríkisins eins og til dæmis reiðvegir þá getur vegagerðin ekki sett nema smáupphæðir í þjónustu við hjólreiðamenn. Jafnvel þó sveitafélög vilji gera vel varðandi þessa stíga þá er það þeim umtalsverður fjötur um fót að ekki er búið að skilgreina hjólavegi í vegalögum og þar með vantar allar skilgreiningar og hönnunarforsendur. Einnig þarf að taka ákvarðanir um umferðarrétt þar, sem hjólavegir og akvegir skarast.

 

Hjólavegir eins og þessir þurfa ekki endilega að vera aðeins fyrir reiðhjól. Þeir gætu líka verið fyrir minnstu gerðir bifhjóla. Svo við tökum sama stað og þetta slys var þá er óöryggi manns á bifhjóli, sem aðeins nær 40 til 50 km. hraða einnig mikið á annasömum vegi eins og Vesturlandsvegi með allt að 90 km. hámarkshraða og stóran hluta bílstjóra á yfir100 km. hraða. Það þarf einnig að aðskilja slík tæki frá akandi umferð á öllum þeim þjóðvegum, sem nú er talað um að þurfi að tvöfalda vegna umferðaþunga. Sum staðar erlendis eru ákveðin viðmið í vegalögum um það hvenær á að aðskilja akandi og hjólandi umferð á þjóvegum og er þá algengt viðmið að slíkt skuli gera ef sólahringsumferð á þjóveginum fari yfir 3.000 bíla.


mbl.is Alvarlega slasaður eftir reiðhjólaslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hélt að svona lög væru bara til í Tælandi.

Að það skuli vera hægt að dæma mann í fangelsi fyrir það að gera grín af þjóðhöfðingjanum í vestrænu lýðræðisríki er út í hött. Hvar er málfrelsið? Ætli þessi lög standist mannréttindasáttmála Evrópu?
mbl.is Spænska konungsfjölskyldan flækt í skopmyndamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með kalda vetrardaga

Ætli það sé þá umhverfisvænt að vera með hálsbindi á köldum vetrardögum? Ætli það dragi þá úr þörf á upphitun?
mbl.is Hálsbindanotkun getur verið óumhverfisvæn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju fá eru þau arabaríki útilokuð, sem ekki viðurkenna ísrael.?

Af hverju eru þau arabaríki útilokuð, sem ekki viðurkenna Ísraelsríki? Eru þau ekki jafn miklir aðilar að þessari deilu og hin? Er það eðlileg krafa að arabaríki viðurkenni Ísrel án þess að samið sé um það fyrst í friðarsamningum? Hver gaf Sameinuðu þjóðunum rétt til að stela 55% af landi Palestínu árið 1947n til að gefa það gyðingum til að stofna ríki sitt? Hvaða kröfu hefur alþjóðasamfélagið á að arabaríki viðurkenni slíkt nema samið sé um það við þau?

 

Þetta er líklega aðeins tilliástæða til að halda þeim arabaríkjum frá deilunni, sem líkleg eru til að gera eðlilegar kröfur fyrir hönd Palestínumanna. Arabaríki, sem hafa viðurkennt Ísrael eru flest tilbúin til að sætta sig við 1967 landamærin þó þar væri helmingur þeirra 45% landsins, sem Sameinuðu þjóðirnar ætluðu Palestínumönnum innan landamæra Ísraels. Það væri því verið að verðlauna þá fyrir ólöglegt hernám með því að gefa þeim eftir ránsfeng sinn að hálfu leyti. Með þessu sitja Palestínumenn eftir á um 22% lands síns.

 

Einnig er líklegt að þau arabaríki, sem ekki hafa enn viðurkennt Ísrael, séu líklegri til að standa fast á þeirri sjálfsögðu og eðlilegu kröfu að palestínskir flóttamenn fái að snúa aftur heim. Friðarsamningar án slíks eru í andstöðu við alþjóðalög og geta ekki talist neitt annað en afarkostir.


mbl.is Bush hyggst boða til friðarráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki fjöldamorðin í Sabra og Shattilla flóttamannabúðunum.

Þegar talið berst að stríðsglæpum í Líbanon koma fyrst upp í hugan fjöldamorðin í Sabra og Shattilla flóttamannabúðunum fyrir 25 árum. Þar voru um 3.000 manns myrt með köldu blóði, aðallega konur, börn og gamalmenni. Þarna er því um að ræða glæpaverk að svipaðri stærðargráðu og árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Það er hins vegar mjög ólíkt hvað hefur verið lagt mikil áhersla á að ná í þá, sem að þessum tveimur glæpum stóðu.

  

Það getur varla verið meiri hræsni í því að ætla að skipa sérstakan alþjóðlegan sakadómstól til að rannsaka morðið á Hariri þar, sem 32 menn voru myrtir en ekki til að rannsaka fjöldamorð, framin í sömu borg þar, sem um 3.000 manns voru myrtir.

 

Gæti verið að þarna skipti máli hverjir eru efstir á lista grunarðra gerenda eða skipuleggenda? Hvað morðið á Hariri varðar eru það Sýrlendingar, sem eru efstir á lista yfir skipuleggendur en hvað fjöldamoðrin í Sabra og Shattilla flóttamannabúðunum eru það Ísraelar, sem verma efsta sæti lista yfir grunaða skipuleggendur.

  

Líkt og Sýrlendingar í tilfelli morðsins á Hariri þá bera Ísraelar af sér allar sakir og benda á aðra. Þeir segja að það hafi verið kristnir Falangistar, sem hafi upp á sitt einsdæmi staðið fyrir þessum fjöldamorðum og þeir sjálfir hafi ekki vitað neitt fyrr en þeir stöðvuðu þessi fjöldamorð, sem höfðu farið fram fyrir framan nefið á þeim í þrjá daga og tvær nætur. Sönnunargögn fyrir þátt Ísraela í þessu illvirki hafa hins vegar hrannast upp en meðan ekki fer fram óháð rannsókn á málinu er aldrei hægt að meta þau til hlýtar og komast að niðurstöðu í málinu.

  

Eitt er þó kristaltært. Þegar þetta gerðist höfðu Ísraelar hernemið borgina og báru því ábyrgð á öryggi borgara samkvæmt alþjóðalögum. Þeim bar því að stöðva öll glæpaverk í borginni eins og hvert annað yfirvald. Þeir hleyptu vopnuðum öfgafullum kristnum Falangistum inn í flóttamannabúðirnar undir því yfirskini að ætla að ná í “hryðjuverkamenn”. Þegar þetta gerðist voru flestallir vopnfærir Palestínumenn í Líbanon komnir til Túnis samkvæmt samkomulagi, sem hafði verið gert efir langvinnt borgarastíð í landinu. Það voru því aðallega konur, börn og gamalmenni í flóttamannabúðunum.

  

Það er ekki nóg með að þarna hafi vopnuðum öfgafullum bardagamönnum verið hleypt inn á vopnlaust fólkið í flóttamannabúðunum heldur voru þeir einnig fullir heiftrar og reiði vegna þess að foringi samtakanna hafði nýlega verið myrtur með bílasperngju og beindist grunurinn að Palestínumönnum. Þessir villimenn voru því með mikla heift gagnvart Palestínumönnum þegar þeim var hleyft vopnuðum inn í flóttamannabúðirnar.

  

Þó þessi fjöldamoðr hafi ekki verið rannsökuð af óháðum aðila eru þó nokkur atriði ljós.

  

Í fyrsta lagi hleyptu Ísraelar vopnuðum mjög reiðum öfgamönnum inn í flóttamannabúðirnar til að hafa hendur í hári meintra hyrðjuverkamanna. Það hefur ekki komið neitt fram um það hvert hafi átt að flytja þessa meintu hryðjuverkamenn né hvar átti að rétta yfir þeim. Með öðrum orðum bendir flest til að Falangistarnir hafi átt að ákveða sjálfir hverjir væru hryðjuverkamenn og taka þá af lífi á staðnum.

  

Í öðru lagi umkringi ísraelski herinn flóttamannabúðirnar á meðan á fjölamoðrðunum stóð og sá til þess að engin gæti flúið út. Þeir skutu á konur, börn og gamalmenni, sem reyndu að forða sér og hröktu fólkið þannig aftur inn í flóttamannabúðirnar.

  

Í þriðja lagi lýstu þeir flóttamannabúðirnar upp á nóttunni með blysum þær tvær nætur, sem fjöldamorðin áttu sér stað.

  

Í fjóðra lagi fór strax í upphafi að koma sært fólk inn í sjúkrahús Rauða krossins í flóttamannabúðunum og sagði frá því að verið væri að fremja fjöldamorð í flóttamannabúðunum. Rauði krossin kom þessu strax til skila til ísraelskra stjórnvalda. Ísraelar gerðu samt ekkert í þrjá daga og tvær nætur.

  

Í fimmta lagi voru Ísraelar með stöðvar á stöðum þar, sem gott útsýni var yfir flóttamannabúðirnar þar með talið í sendiráði Kuweit þar, sem aðalstöðvar þeirra voru.

  

Í sjötta lagi er ljóst að þegar Ísraelar fóru loksins inn í flóttamannabúðirnar og stöðvuðu fjöldamorðin þá handtóku þeir ekki morðingjana þó líkin lægju um att til vitnis um hvað hefði gerst, heldur söðgu þeim aðeins að fara í burtu. Ísraelar höfðu öll völd í borginni í talsverðan tíma eftir þetta og vissu alveg hverjir þessir menn voru enda höfðu þeir hleypt þeim inn, en samt gerðu þeir aldrei tilraun til að handtaka þá. Slíkt bendir sterklega til þess að um samvinnu hafi verið að ræða eða í það minnsta að þetta hafi ekki verið Ísraelum á móti skapi.

  

Til viðbótar við þetta hafa ýmis vitni sagt sögur, sem benda sterklega til sektar Ísraela. Þar má meðal annars nefna norskan hjálparstarfsmann, sem segir að það hafi verið búið að stilla sér upp til aftöku þegar ísraaelsku herforingi kom hlaupandi og sagði við Falangistana að þeir mættu ekki taka vesturlandabúa af lífi. Þá var Norðmaðurinn fjarlægður og aftökur á Palestínumönnum hélt áfram. Einnig hafa sumir þeirra, sem lifðu af fjöldamorðin sagt að meðal fjöldamorðingjanna í búningum Falandista hafi verið menn, sem töluðu sín á milli á öðru tungumáli en arabísku og sumir hafa staðhæft að um hebresku hafi verið að ræða. Það getur því jafnvel verið að sumir fjökdamorðingjanna hafi í raun verið ísraelskir hermenn í búningum Falangista.

  

Hér er linkur inn á síðu á netinu þar, sem fjallað er um þessi fjöldamorð.

  

http://www.inminds.co.uk/from-beirut-to-jerusalem.html

  Er ekki kominn tími til að alþjóðasamfélagið reki af sér slyðruorðið og láti fara fram alþjóðlega glæparannsókn á þessum fjöldamorðum? Er ekki tími komin til þess að sekt eða sýkna Ísraela í málinu verði staðfest af óháðum rannsóknaraðilum?
mbl.is Amnesty vill að SÞ rannsaki stríðsglæpi í Líbanon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðsglæpur

Það var tilurð kjarnorkusprengjunnar hjá Bandaríkjamönnum einum, sem batt snöggan endi á seinni heimstyrjöldina en ekki notkun hennar. Það hefði verði hægt að sýna Japönum fram á afl þessa vopns með öðrum hætti en að sprengja tvær sprengjur í miðborg tveggja borga. Þeim hefði verið í lófa lagið að varpa sprengju á til dæmis skógi vaxið strjálbýlt svæði til að sýna fram á eyðingarmátt sprengunnar.

 

Ástæða þess að Bandaríkjamenn völdu ekki slíkan kost var að þeir voru búnir að hanna tvær gerðir af sprengjum, sem þeir höfðu aðeins gert tilraunir með í eyðimörk. Þeir vildur fá að vita hvernig þær virkuðu í raun á mannvirki og hvor væri betri. Þess vegna vörpuðu þeir sprengjum á tvær borgir með aðeins þriggja daga millibili og eyddu nokkrum mánuðum í að þjálfa flugmennina í að hitta á miðborg umræddra borga. Þannig hámörkuðu þeir bæði eyðileggingu og mannfall.

 

Einnig er talið að þeir þingmenn, sem höfðu dregið vagnin í að fá þingið til að samþykkja fjárframlög í hönnun kjarnorkusprengjunnar hafi þrýst mjög á að þetta vopn væri notað í stríðinu því ef það væri ekki gert kæmi það sér illa pólitískt fyrir þá.

 

Það er því ekki nokkrum blöðum um það að fletta að þessar kjarnorkuárásir eru með verstu stríðsglæpum veraldasögunnar. Með því að gefa fyrirmæli um þessar árásir skipaði Harry Truman þáverandi Bandaríkjaforseti sér á bekk með verstu stríðsglæpamönnum og illmenna sögunnar. Það er ekki nokkur spurning að ef Bandaríkjamenn hefðu ekki verið sigurvegarar stríðsins þá hefði Truman fengið verðskuldaða stöðu sakbornings í stríðsglæðaréttarhöldum að stríði loknu.


mbl.is Japanskur ráðherra segir af sér vegna ummæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hjálpar ekki Palestínumönnum

Þessi yfirlýsing gerir ekkert annað en að skemma fyrir málstað Palestínumanna. al-Quaeda samtökin hafa aldrei gert neitt fyrir Palestínuman en notfæra sér þá kúgun, sem þeir verða fyrir af hendi Ísraela til að afla stuðning við sig með því að þykjast bera hag Palestínumanna fyrir brjósti. Með þessu eru þeir að skemma fyrir frelsisbaráttu Palestínumana.


mbl.is Leiðtogi al-Qaeda lýsir stuðningi við Hamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrestfjall er ekki í Kína.

Hvernig er þetta, er tindurinn á Evrsestfjalli ekki í Nepal? Er þetta fjall ekki að öllu leyti í Nepal og Tíbet? Með öðrum orðum er þetta fjall nokkuð í Kína? Hluti fjallsins er reyndar innan yfirráðasvæðis Kínverja á ólöglegur hernámssvæði þeirra í Tíbet. Hefur einhver heyrt um einhvern, sem hefur klifið á tindinn frá þess hluta fjallsins, sem er í Tíbet?
mbl.is Vegur við Everest endurbyggður vegna Ólympíuleikanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðalag

Ég hef verið að velta fyrir mér fréttaflutningi Morgunblaðsins varðandi málefni miðausturlanda. Mér finnst hann vera svolítið hlutdrægur Ísraelum í hag. Það á meðal annars við um orðalag. Í þessari frétt er talað um að herskáir Palestínumenn hafi reynt að ræna ísraelskum hermanni.  Hvernig stendur á því að Palestínumenn ræna Ísraelum en Ísraelar handtaka Palestínumenn?


mbl.is Ísraelar heita hertum aðgerðum á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband