9.7.2010 | 09:51
Mótmælum fyrir utan heimili þeirra, sem mótmæla fyrir utan heimili stjórnmálamanna.
Svörum þessum skíthælum í sömu mynt, sem ekki geta séð heimili stjórnálamanna í friði þó næg tækifæri séu til að koma mótmælum á framfæri við þá með öðrum hætti. Það eru næg tækifæri til að mótmæla fyrir utan skrifstofu Steingríms í Fjármálaráðuneytinu eða við Alþingishúsið þegar þing er að störfum. Það er því engin þörf á að níðast á fjölskyldu Steingríms og nágranna hans til að koma mótmælum á framfæri.
Svo ség sendi sneið til blaðamanna þá hef ég séð fréttir af þessum mótmælum bæði þessa og frétt í gær á DV.is um fyrirhuguð mótmæli við heimili Steingríms og í hvorugri fréttinni kom fram hverju væri veirð að mótmæla eða hver krafa mótmælenda væri. Einhvern veginn hélt ég að það væri aðalatriðið í málinu.
Þar, sem ég veit ekki hverju er verið að mótmæla þá get ég ekki tjáð mig um þann málstað, sem þeir eru að koma á framfæri en ég vil þó taka það fram að hver, sem hann er þá er ég ekki að mæla gegn honum með þessum orðum mínum heldur er ég að tala gegn því að verið sé að mótmæla fyrir utan heimili stjórmálamana meðan tækifæri er til að koma mótmælum á framfæri við þá annars staðar þar, sem það bitnar ekki á fjölskyldum þeirra og/eða nágrönnum.
Mótmæltu við heimili Steingríms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gæti ekki verið meira sammála þér. Þetta setur lágkúrulegan stimpil á mótmælendur og ég tók einmitt eftir því að menn ætluðu að vera með mótmæli en voru ekki að mótmæla neinu sérstöku, gáfulegt eða hitt þó heldur.
Magnús Ó. (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 10:54
Þú ert sennilega sammála Nágrími og Norninni og villt banna bönn og mótlæti svo fók geti lifað í sameginlegri eymd.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 16:37
Ekki var talað og kvartað svona þegar skrílslætinn voru fyrir utan heimili Davíðs Oddssonar:(
Það fór LANGT langt yfir strikið.....en öllum var sama..en nú má ekki hósta fyrir utan heimili Steingríms,Jóhönnu, Steinunar Valdísar og fl....þá er vælt yfir friðhelgi,einkalíf með meiru..þau kvörtuðu ekki þegar Davíð var nánast...og fjölm..voru með í því td Bylgjan....
Það var skömm:(
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 23:33
Ég er sammála Halldóri hérna. Ef þessir aðilar halda að þeir séu yfir aðra haldnir þá er það hinn mesti misskilningur. Jafnt á yfir alla að ganga..
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.7.2010 kl. 00:35
Eru þessi mótmæli ekki í tengslum við AGS, Seingrimur hefur verið eins og lítill rakki í bandi og svikið öll kosningaloforð.
Lárus Baldursson (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 01:29
Ég get ekki verið sama synnis því mér var kennt ungum að vera ekki vondur við vesalínga.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 01:50
Ég ætla að mótmæla fyrir utan heimili þeirra sem vilja mótmæla fyrir utan heimili þeirra sem ætla að mótmæla fyrir utan heimili Steingríms.
Hverjir koma með mér?
Grefill (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 05:51
Hvort það er Davíð Oddson, Steingrímur J., eða Jón Ásgeir, það eiga allir, skúrkar eður ei, rétt á friðhelgi einkalífs. Enginn mótmæli fyrir utan heimili fólks!
Bjarni (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 16:15
Óskar. Hvernig þú ferð að því að álykta út frjá mínum skrifum að ég vilji banna öll mótmæli er mér hulin ráðgáta en það er þitt mál. Það eina sem ég sagði er að ég er á móti því að verið sé að mótmæla fyrir utan heimili fólks þegar færi er á að koma mótmælum á framfæri við viðkomandi annars staðar. Því er ég ekki einu sinni að tala alfarið gegn því að mótmælt sé fyrir utan heimili fólks því ég gef því séns að ef ekki er færi til að koma mótmælum að annars staðar þá sé hægt að afsaka það að mótæla fyrir utan heimili viðkomandi. Það á þó ekki við í þessu tilfelli því það er bæði hægt að koma mótmælum gegn ákvörðunum Steingríms við fyrir utan skirstofu hans í Sjórnarráðinu og fyrir utan Alþigni þegar hann er þar.
Lárus. Það kemur hvergi fram í fréttinni að þessi mótmæli séu í tengslum við ASG eða ekki. Það breytir þó ekki því að hversu eðlilegt, sem það er að mótmæla verkum Steingríms þá er ekkert, sem réttlætir að slíkt sé gert við heimili hans meðan færi er á að koma mótmælum á framfæri við hann annars staðar.
Sigurður M Grétarsson, 11.7.2010 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.