Hvaða hindranir er Ragnar þarna að tala um?

Hvað er það, sem stendur í veginum fyrir því að orkufyrirtækin geti hafið framkvæmdir við orkuöflun fyrir álverið í Helguvík?

 

Ef það er krafa um umhverfismat þá er það eitthvað, sem við megum ekki undir nokkrum kringumstæðum gefa eftir. Kreppur koma og fara en óafturkræf umhverisspjöll verða ekki aftur tekin. Það er því mjög mikilvægt í kreppu að standa fast á eðlilegum kröfum um umhverfismat. Annað væri óásættanleg hegðun gagnvart komandi kynslóðum. Við megum því ekki undir nokkrum kringumstæðum gefa þumlung eftir varðandi kröfu um umhverfismat.

 

Ef það er vandamál varðandi fjármögnun  verkefnanna þá er það litið, sem stjórnvöld geta gert í því efni nema kanski að klára að gagna frá samkomulagi um Icesave. Það er vandséð hvað annað stjórnvjöld geta gert til að auðvelda orkufyrirtækjunum að ná í lánsfé. Einnig er ljóst af því hvernig Magma málið hefur þróast að ekki er vilji til þess hjá þjóðinni að ná í fé til fjárfestinga í orkuöflun með því að heimila erlendum aðilum að fjárfesta í þeim geira hér á landi.


mbl.is Hindrunum við orkuöflun verður að ryðja strax úr vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar hver umhverfisráðherrann á eftir öðrum þarf sitt eigið umhverfismat. Og annað ef hann er ekki sáttur við það fyrra. Þá sjá flestir að það er pólitískt ofstæki sem ræður för en ekki umhyggja fyrir umhverfi, þjóð og rafmagnsnotendum.

Öllum sem fylgst hafa með þessu máli er ljóst að umhverfisráðherra hefur og mun gera allt sem henni er mögulegt til að koma í veg fyrir þær virkjanaframkvæmdir sem þarf fyrir orkufrekan iðnað. Hvort sem um fallvötn eða jarðhita er að ræða. Sérstaklega ef fyrirtæki eins og Magma, útlendingar, ætla að fjármagna verkefnið. Umhverfismat og annað umhverfismat þar til fjárfestar gefast upp er ein aðferð, sem virðist ætla að virka.

Þegar ávöxtunarkrafa Íslenskra eigenda orkufyrirtækja er nær tvöfalt hærri en erlendir fjárfestar sætta sig við. Og möguleikar eru á stórfelldum verðlækkunum til almennra notenda ef erlendir aðilar eignast orkuöflunarfyrirtæki, er ljóst að ótti ráðamanna við erlenda fjárfestingu og uppbyggingu er ekki byggður á umhyggju fyrir kaupendum orkunnar.

En það sem stjórnvöld, vinir þeirra og styrktaraðilar hræðast mest eru útlendingar sem hingað koma og lækka verðið svo um munar.

Bensín, ekki fengu hinir Kanadísku Irvingar að opna hér bensínstöðvar. Var það vegna þess að þeir ætluðu að selja bensínið á uppsprengdu verði?

Byggingavörur, hvernig fór ekki fyrir Bauhaus þegar þeir ætluðu að byggja í Garðabæ. Nú stendur þar BYKO verslun og bæjarstjóri Garðabæjar fékk víst gott djobb hjá BYKO. Alveg einstök tilviljun að sjálfsögðu.

Kjöt og grænmeti eru víst stórhættulegar vörur. Hingað mátti lengi vel ekki flytja inn þessar vörur vegna hinna skæðu sjúkdóma sem hingað gætu borist frá hinum hræðilega sjúku útlöndum. Núna má flytja þetta inn ef borgaðir eru nokkur hundruð prósent tollar, það virkar víst eins og bólusetning skilst mér.

Bankar, "einkavæðum bankana" sögðu þeir "en pössum að engir þessara óheiðarlegu útlendinga fái að kaupa" klöppuðu hvor öðrum á öxlina "best er að hafa þá í eigu íslendinga, íslenskt viðskiptasiðferði er á svo miklu hærra plani en hjá þessum útlendingum".  -Og mörgum árum seinna, eftir að mikið hefur gengið á, er viðhorfið nákvæmlega það sama, þó nú sé talað um leigu á orkuuppsprettum en ekki eignarhald á banka.

Ef Magma hækkaði orkuverð væri lítið mál að versla við aðra. En hvað þurfa hinir að gera ef Magma lækkar verulega orkuverð? Hver yrðu viðbrögð Reykvíkinga ef OR væri að rukka tvöfalt eða þrefalt það sem suðurnesjamenn væru að borga? Einhverjir gætu þá þurft að fara að fækka utanlandsferðum og kampavínsveislum. Umhverfisráðherra sat í stjórn OR þar til hún settist í ráðherrastól.

Lúlli (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband