Tollar á unnar sjávarfafurðir til ESB landa skipta líka máli.

Maðan við Íslendingar stöndum utan ESB þarf að greiða tolla á unnar fiskafurðir til ESB landa meðan útflutningur á óunnum fiski er tollfrjáls. Þetta skekkir samkeppnisstöðu íslenskra fiskverkana í samkeppni þeirra um hráefni við fiskverkanir í ESB löndum. Svona mun þetta vera meðan við stöndum utan ESB.

 

Ef við hins vegar göngum í ESB falla þessir tollar niður og þar með batnar samkeppnisstaða íslenskra fiskverkana. Það gæti meðal annars leitt til enn meiri fullvinnslu sjávarafurða en hingað til hefur verið stundað hér á landi og það gæti skapað mun fleiri störf en þau 1.500, sem talað er um í þessari grein. Þar gætum við verið að tala um tugþúsundir starfa enda starfa tugþúsundir manna í ESB löndum við að fullvinna íslenskan fisk í neytendaumbúðir.


mbl.is Vilja að allar sjávarafurðir verði unnar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er alveg hægt að velta upp spurningunni; hví hafa stjórnvöld fyrri ára ekki barist fyrir því að fá tollfrjálsann innflutning á fullunnu sjávarfangi til EB?

Síðan er ein áleitin spurning; hvað er fullunninn vara? 

Hitt er að ég sé ekki í hendi allan þann gróða sem fullvinnsla sjávarafurða á að skila. Hlutir eins og innflutt hráefni til að klára verkið ásamt auknum útflutningskostnaði (t.d. vegna aukins rúmmáls vörunnar) eru kostnaðarþættir sem ekki má gleyma. Dreifing vörunnar erlendis osfrv

Að sjálfsögðu er þetta ekki óvinnandi vegur en fullvinnsla sjávarafurða mun ekki verða hrist fram úr erminni þó að gengið sé í EB. Það er alveg kristaltært.

Sindri Karl Sigurðsson, 15.11.2010 kl. 09:43

2 identicon

Íslenskur sjávarútvegur er einhver best rekni sjávarútvegur í heimi. Framleiðni á hvern sjómann er meiri en nokkurs staðar annars staðar í veröldinni. Í ESB er sjávarútvegurinn í kaldakoli, þrátt fyrir gríðarlega styrki. Sjávarútvegsráðherra Skotlands sagði nýlega að handónýt sjávarútvegsstefna ESB hefði lagt Skoskan sjávarútveg í rúst.  Viljum við það sama láta yfir okkur ganga.  Forsvarsmenn Skoskra sjómanna og útgerðarmanna sem hér voru í fyrra sögðu þá: "Ef þið viljið eyðileggja blómlegan og gjöfulann sjávarútveg ykkar þá gangið þið í ESB, en ef þið viljið áfram verða öflug fiskveiðiþjóð þá auðvitað hafnið þið aðild því að aðild yrði ykkur eins og okkur stórskaðleg.

Svo er það ekki rétt hjá þér þetta með tollana. Langmest af okkar bolfiski er sent út sem fullunnin vara og það án tolla. Virðishæsta fullvinnslan er að flaka ferskan fisk og senda hann út pakkaðan í plast og frauðplast og sendur með flugi. Þetta er það sem gefur lang mestan pening fyir fiskinn og þetta er algerlega án tolla inná ESB löndin.   

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 10:04

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Til að fyrirbyggja misskilning þá er ég að meina þann hluta flaksins sem er ekki unnin ferskur, t.d. þunnildi og annan afskurð. Að auki aldrei hægt að vinna allt hráefni í ferskar afurðir vegna aldurs hráefnis eða annara galla.

Í vinnslu á ferskum flakastykkjum eins og t.d. hnakkastykki er mjög gott að ná um 1/4 af slægðum fiski í ferskt. 30% er haus og 15% beinagarður, hvort tveggja er þurrkað og er lokaafurð, ekki unnin meira.

Restin er fryst í blokk og marning. Það er flutt út og að lang mestu leyti brauðað og fryst aftur. Þetta er sá hluti sem hægt væri að vinna meira úr hér heima og ber tolla inn í EB.

Sindri Karl Sigurðsson, 15.11.2010 kl. 16:08

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég  vissi ekki betur en að við greiðum tolla af allskonar innfluttum vörum. Því er sagt að við borgum fyrir vörur sem aðilar í ESB löndunum flytja inn í sín lönd. Ég ekki skilja :-) Hvað eigum við að hafa áhyggur á hve mikið þeir borga í tolla.

Valdimar Samúelsson, 15.11.2010 kl. 18:19

5 Smámynd: Tryggvi Helgason

Hvernig væri að afnema kvótakerfið og gefa sjómönnum þar með frjálsar hendur til þess að veiða fisk ? Þar með er mönnum gefið tækifæri til þess að afla galdeyris úr "gullkistu hafsins" ?

Tryggvi Helgason, 15.11.2010 kl. 18:32

6 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Sindir þú ert alveg búinn að kolrugla þessum hlutum saman.

Í fyrsta lagi þá bera íslenskar fullunnar fiskiafurðir 20-30% tolla til ESB, það þarf ekkert að flytja inn þá hrávöru frá Senegal, hún er í okkar vötnum. 20-30% aukalegt hagræði fyrir sjávarútvegsfyrirtæki myndi þýða að þeir myndu flytja mikið af störfum heim sem þýðir auknar skatttekjur, aukna neyslu og minni ríkisgreiðslur til atvinnulausra. Það því hér um MJÖG mikla búbót fyrir íslenskan efnahag. Þú ert kannski að velta fyrir þér bókhaldi nokkurra útgerða sem myndi hagnast um nokkur tuga prósentur sem er þó slatti bókhaldi fyrirtækja í kreppu.

En JAFNVEL þótt það yrði enginn aukinn fullvinnsla hér á landi, við inngöngu í ESB myndu tollar upp á 10% óunninna fiskiafurða falla niður. Hér væri því verið að auka útflutningsverðmæti okkar á fiskiafurðum um a.m.k 10%, burtséð frá allri fullvinnslu. 

Jón Gunnar Bjarkan, 15.11.2010 kl. 22:03

7 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Gunnalaugur, við erum með allskyns labbakúta í okkar eigin ríkisstjórn sem segja allskyns rugl. Nú má margt segja um fiskveiðistefnu ESB, hún er langt frá því að vera fullkominn. En ef það væri ekki fyrir sameiginlega fiskveiðistenfu ESB þá væri enginn fiskur í Evrópu. Hver einasta þjóð í ESB væri þá núna að "veiða sig út úr kreppunni". Frakkar, Bretar, Spánverjar, Portúgalir, Írar, Belgíumenn, Hollendingar eru kannski að veiða sama flökkustofn, hver einasta þjóð myndi auka sinn eigin kvóta á kostnað annarra(sbr. eins og sjálfstæðismenn eru til dæmis að leggja til núna, auka veiði langt fram úr ráðgjöf hafrannskóknunarstofnunar).

Ef nokkur einasti maður í evrópu myndi hlusta á, og vitna í vinstri græna á síðastliðnu ári, þá væri þetta niðurstaðan:

1. Ísland mun taka upp Evru einhliða.

2. Ísland mun taka upp norska krónu.

3. Ísland mun taka upp dollara.

4. Ísland mun taka upp Evru með hjálp AGS.

5. Ísland mun ganga í ESB og taka upp evru.

6. Ísland mun fara í tvær þjóðaratvæðisgreiðslur.

7. Ísland mun draga umsókn sína til baka.

8. Ísland mun ekkert ganga í ESB.

9. Ísland mun gera fríverslunarsamning við USA.

10 Ísland mun klára samning við ESB á tveim mánuðum.

Guð hjálpi okkur ef bloggarar út í heimi fari að taka okkur alvarlega. Næst mun koma innganga í OPEC, hernaðarsamvinna við Brasilíu og upptaka Tælenskrar rúblu.

Jón Gunnar Bjarkan, 15.11.2010 kl. 22:14

8 identicon

Það er þörf á North Atlantic Union, eins og um var rætt í Silfri Egils nýlega. Olíu og sjávarútvegsveldi á Norðurslóðum. Við myndum fá hjálp á háum stöðum, afþví bygging nýs olíustórveldis, utan arabaheimsins, er brýnt og aðkallandi mál. Það ER stríð og í hvert sinn sem þú kaupir bensín á bílinn renna nokkrar krónur til hryðjuverka. Friðarljósið mikla í Norðri mun rísa. Frjálsir og stolltir víkingar! Fjarri ESB! AMEN!

Gleði (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 01:24

9 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Eg hlæ nú bara að seinasta komment, alveg tómt mál að fara ræða það eitthvað frekar.

Jón Gunnar Bjarkan, 16.11.2010 kl. 01:33

10 identicon

Jón Gunnar Bjarkan:

Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um þegar að þú talar um tollamál á fiskafurðum frá Íslandi til ESB landa.

Þ:ú talar í öðru orðinu um 20% toll á unnar fiskafurðir og svo um 10% toll á ferskan óunninn fisk.

Meginreglan er sú að frystar og ferskar fiskafurðir bera 0,0% toll til ESB landana. 

Mesti viðisauki sem þú getur haft útúr bolfiski er að flytja hann út ferskan með flugi. Annaðhvort heilan eða flakaðan.  Þú getur ekkert fengið meira útúr honum með því að vinna hann eitthvað frekar. Einnig er hluti botnfiskaflans flakaður nýveiddur útá sjó og frystur þar (sjófrystur) og þannig fæst einnig mjög gott verð fyrir hann þó ekki eins hátt og að flytja hann alveg ferskan. 

Sama má segja um saltfiskinn okkar, flattur eða flakaður, hann er verkaður og fullunnin vara og seldur þannig útúr búðum í Miðjarðarhafslöndum Evrópu á hærra verði en nautalundir. 

Þanng er langstærstur hluti sjávarafla okkar sem fluttur er út til ESB landa fluttur út fullunninn og íslendingar eru almennt að fá hærra verð en nokkrir aðrir fyrir sitt sjávarfang sökum vöruvöndunar og mikilla gæða á þessum mörkuðum og greiða af því enga aukatolla.

Slíkt tal er bara áróður og órökstuddar fullyrðingar útí loftið !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 08:30

11 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Nei þú veist ekkert hvað þú ert að tala um Gunnlaugur Ingvarsson og ert bara kominn eitthvað út á tún með eitthvað röfl um meginreglu á 0,0% tolla á fiskiafurðir. Meira segja LÍÚ viðurkennir fúslega að þessir tollar sem ég nefndi(20-30% á fullunnar vörur og 10% á ferskar)verði felldir niður og það muni þýða mikla búbót fyrir þá. Þetta hefur margoft komið fram í úttektum um evrópumál.

Ég er nú reyndar ekki með tölur um það hvað mikið af okkar sjávarfangi er fullunnið hér á landi, þú fullyrðir að langstærstur hlutinn sé fullunninn hér á landi, ókei fínt, en þá erum við að tala um 20-30% aukningu á útflutningsverðmæta sjávarfangs, en það er þín fullyrðing ekki mín að mest sé þegar fullunnið hér.

Jón Gunnar Bjarkan, 16.11.2010 kl. 12:05

12 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hvaða afurðir ert þú að tala um Jón Gunnar? Fiskur er ekki bara fiskur. Reglan er sú að eftir því sem hann er unninn meira því meiri innflutningshöft til EB.

Af hverju heldur þú að það séu yfir 20 þúsund manns að flaka norskan lax í Benelux löndunum, ef Norðmenn geta gert það sjálfir heima hjá sér og fengið hærra verð, flutt meira verðmæti út í hverjum bíl (þeir mega jú ekki vera nema ákveðið þungir á vegunum) osfrv...

Sindri Karl Sigurðsson, 16.11.2010 kl. 20:50

13 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Aðeins að bæta við þetta til að gera örlítið betri grein fyrir því um hvað málið snýst. Í einu orði snýst það um að vernda atvinnu í þessum löndum. Það vinna næstum því 20 þúsund Bretar á Humbersvæðinu við fiskvinnslu. Hvaðan fá þeir þann fisk? Halda menn virkilega að því verði tekið þegjandi og hljóðalaust af fiskréttaverksmiðjum þegar og ef Íslendingar og Norðmenn færu að fullvinna sinn fisk í 1944 rétti?

Af hverju ber t.d. makríll 20% toll inn á EB? Hvort sem hann er heill eða hausaður?

Sindri Karl Sigurðsson, 16.11.2010 kl. 20:56

14 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þú ert eitthvað ringlaður Sindri Karl. Þú ert að mótmæla því sem ég er að segja en að styðja allt sem ég segi. Gunnlaugur er hinsvegar kominn með einhvern algjörlega nýjan vinkil á þetta mál og talar um eiinhverja meginreglu um 0.0% tolla, ekki það að hann hafi komið mér á óvart því esb andstæðingar vita aldrei neitt um evrópumál. 

Ástæðan fyrir því eins og þú segir að 20.000 manns séu að flaka norskan lax í benelux löndunum er væntanlega vegna þess að það er hagstæðara fyrir útgerðir að vinna fiskinn í benelux, því þá geta þeir selt hann með 10% tolli óunnan til Benelux í staðinn fyrir hærri tollum allt upp í 30%.

Og já, þetta snýst um að vernda vinnu, eins og allir tollar. Hvort það verður tekið þegjandi og hljóðalaust hefur ekkert með málið að gera. Við höfum allan rétt á að fullvinna allan okkar fisk heima, hvort sem við erum í ESB eða ekki, ef menn vilja eitthvað mótmæla því í Grimsby, þá mega þeir mótmæla eins og þeir vilja. 

En eins og ég segi, jafnvel þó enginn fullvinnsla væri færð heim til íslands eftir inngöngu í ESB, þá værum við samt að auka verðmæti sjávarfangs um 10% þar sem tollar á óunnar vörur yrðu felldir niður.

Jón Gunnar Bjarkan, 16.11.2010 kl. 22:24

15 identicon

Sá hlær best sem síðast hlær, nafni sæll. Þú munt verða ánægður að við Norður Atlandshafsbandalags menn munum hlægja gleðihlátri frekar en að afætur gömlu heimsveldanna í ESB muni hlægja hlakkandi yfir að hafa sölsað undir sig litla Ísland rétt eins og skuldaþræla sína í Afríku, Haítí og víðar, sem enn borga, forðum daga. Ekki vera aumur hundur. Stattu í lappirnar eins og maður drengur!

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 03:35

16 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þú ert hálfviti nafni. Nánast allt ESB er í NATÓ.

Jón Gunnar Bjarkan, 17.11.2010 kl. 03:56

17 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ekki veit ég nú hver er ringlaðari en annar, en ég er með á hreinu hver er málefnalega lakastur af þeim sem sett hefur línur hér inn.

Lestu fyrsta pistilinn sem ég póstaði, farðu á tollur.is og flettu þér til dægradvalar í hinum og þessum tolllistum. Síðan hefur þú greinilega aldrei heyrt um Euroskírteini og ert því svo blautur á bakvið eyrun að þú hefur ekki hitt í sjóinn þegar þú reyndir síðast.

Sindri Karl Sigurðsson, 17.11.2010 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband