Þetta mun leiða til stóraukinnar slysahættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

 

Enn og aftur er komið fram lagafrumvarp á Alþingi um að heimila hægri beygju á rauðu ljósi. Það hefur sýnt sig þar, sem slíkt hefur verið heimilað að þetta fjölgar verulega slysum á gangandi og hjólandi vegfarendum auk þess, sem þetta tefur hjólreiðamenn verulega vegna bíla, sem bíða á gangbrautinn, sem þverar götuna, sem þeir eru á eftir færi til að taka hægri beygju. Sú gangbraut er þá með grænu ljósi.

 

Mælingar í sex ríkjumj Bandaríkjanna hafa sýnt að heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hafa fjölgað slysum á gangandi vegfarendum að meðaltali um 54% og hjólreiðamönnum um 92% á þeim gatnamótum, sem slíkt hefur verið heimilað. Hér kemur tengill inn á umsögn Landsamtaka hjólreiðamanna um þetta síðast þegar reynt var að koma þessari heimild í lög.

http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2003/umsogn141203.htm

Fjöldi annarra aðila kom með neikvæða umsögn. Þar má nefna Umferðastofu, Örykjabandalag Íslands, Ökukennarafélag Íslands, Samtök tryggingafélaga, Samgöngunefnd Reykjavíkur, Íslenska fjallahjólaklúbbsins og Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Ég geri ráð fyrir að hægt sé að finna þær umsagnir á veg Alþingis. Þær umsagnir segja mikið um það hversu glórulaust þetta væri.

Í umsögn Landamtaka hjólreiðamanna kemur einnig fram að goðsögnin um að þetta sé til mikils hagræðis og stytti raðir á annatíma eru misskilningur. Í því efni er til dæmis hægt að nefna að við þau gatnamót, sem lengstu biðraðirnar myndast eru með hægribeygjuakreinum og þessi lög munu ekki hafa nein áhrif á þær. Þetta gerir ekkert annað en að spara ökumönnum nokkrar sekúndur á gatnamótum utan annatíma.

Heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hentar því mjög illa þeirri stefnu, "núlllausnar" í umferðamálum, sem stendur til að taka upp hér á landi. Hún gengur út á það að það þarf að "fyrirgefa" mistök eins og það er kallað. Það er að það þarf að gera bæði vegi og einnig umferðalög þannig úr garði gerð al líkur á að mistök manna, sem virða umferðalög, leiði til alvarlegra slysa séu lágmakaðar. Sú stefna gengur líka út á að ekki má fórna öryggi í umferðinni fyrir nein önnur markmið. Með öðrum orðum þá má ekki fórna umferðaöryggi fyrir það markmið að greiða fyrir umferð. Þetta lagafrumvarp mun gera nákvæmlega það.

Það er ástæða fyrir því að lög eins og þessi eru hvergi til í Evrópu. Það hefur ekkert með ESB að gera heldur einfaldlega faglega umferðalöggjöf, sem miðar af því að lágmarka fjölda umferðaslysa. Í Bandaríkjunum þar, sem þessi regla er víða í gildi eru umferðaslys á hverja 100 þúsund íbúa um það bil tvöfalt hærri en víðast hvar í Evrópu meðal annar sá Íslandi. Er það virkilega þangað, sem við ættum að leita fordæma í umferðamálum?


mbl.is Frumvarp um hægri beygju á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hér kemur grein eftir tvo umferðaverkfræðinga um þetta lagafrumvarp.

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1119714

Hér eru ummæli Sigurðar Helgasonar framkvæmdastjóra Umferðastofu.

http://visir.is/hugnast-ekki-haegribeygjufrumvarp/article/2010279930406

Ég vil skora á flutningsmenn þessarar glórulausu tillögu að draga hana til baka.

Sigurður M Grétarsson, 12.12.2010 kl. 13:57

2 identicon

Hér í Svíþjóð eru hjólreiðamenn algjör plága.  Kerlingar hér, lýta á sjálfa sig sem öðrum æðri, hjólar á fólk á gangbrautum.  Þær hjóla 5 og 6 saman í línu, og síðan verður þú að "hoppa" út í runna, til að bjarga sjálfum þér.  Ótöluleg eru þau skipti, sem ég hef fengið handfangið hjá þeim í arminn, þegar ég geng á gangbraut.

Þeir sem eru á hjóli, þurfa að gera sér grein fyrir því að þeir eru að aka farartæki.  Þetta farartæki þarf að hlíða sömu reglum og önnur farartæki í umferðinni, nema sérstök ljós séu fyrir reiðhjól.  Því þarf hjólreiðamaður að "bíða" eftir umferðinni, og ekki öfugt ... 

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 13:59

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Ég bjó í Bandaríkjunum í nokkurár. Mín reynsla af hægri beyju á rauðu ljósi er góð og tel ég til bóta að svo væri hér.

Birgir Viðar Halldórsson, 12.12.2010 kl. 14:05

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Bjarne. Hjólreiðamenn, ökumenn og bara allir, sem ekki fara eftir reglum eru öðrum til ama. Það réttlætir þó ekki að verið sé að auka slysahættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Bigir. Þó vissulega hafir þú væntanlega haft eitthvert hagræði af því að fá að taka hægri beygju á rauðu ljósi í Bandaríkjunum þá geri ég ekki ráð fyrir því að þú hafir kynnt þér þær slysatölur, sem þessu fylgja. Staðreyndin er sú að tíðni umferðaslysa er mun hærri Bandaríkjunum heldur en í Evrópu og er þetta ein af mörgum ástæðum fyrir því. Stærsta ástæðan er þó sú hversu ungir menn fá bílpróf viða í Bandaríkjunum.

Það er ekki skynsamlegt að líta til landa með jafn háa slysatíðni í umferðinni eins og Bandaríkjanna til að ná í fyrirmyndir í umferðaskupulagi nema hafa vissu fyrir því að hin háa slysatíðni í Bandaríkjunum hafi ekkert með það að gera, sem menn eru að velta því fyrir sér að herma eftir. Heimild til hægri beygju á rauðu ljósi er hins vegar ein af ástæðunum fyrir hærri slysatíðni í Bandaríkjunum og því ekki til eftirbreytni.

Sigurður M Grétarsson, 12.12.2010 kl. 17:54

5 identicon

Þetta er ekki einungis í Ameríku, einnig í Þýskalandi, Rússlandi, Indlandi, Suður-Kóreu & Nýja-Sjálandi. Bara mismunandi hvernig þetta er framkvæmt, annaðhvort er hægri beygja leyfð með skilti eða bönnað með skilti.

Ég styð þessa tillögu. Auvitað verður hægri beygja bönnuð á þeim gatnamótum sem þetta veldur óöryggi.

Viktor (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 21:56

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hægri beygja á rauðu ljósi er hvergi heimil, sem almenn regla í EES ríkjum. Það er stór munur á því að heimila þetta, sem almenna reglu og að það þurfið að banna það sérstaklega með skiltum, sem menn taka ekki alltaf eftir eða að þetta sé bannað almennt nema þar, sem tekið sé fram að þetta sé heimilt.

Það er ekki heimilt að taka vinstri beygju á rauðu ljósi í Nýja Sjálandi (það er vinstri umfrð í Nýja Sjálandi). Ástæðan er fyrst og fremst sú að Umferðaöryggisstofnun Nýja Sjálands lagðist gegn því og reiknaði út að slík heimild myndi kosta milli 7 og 14 mannslíf á ári.

Það er ekki tilviljun að ríki Evrópu hafa ekki gefið þessa heimild. Það er hægt að tala sig í kringum þetta og segja að þetta verði bannað þar, sem það er hættulegt. Staðreyndin er sú að alls staðar þar, sem von er á gangandi eða hjólandi vegfarendum á gatnamótum þá eykur þetta slysahættu. Þetta fjölgar reyndar líka umferðaróhöppum þar, sem tveir bílar eiga í hlut en þau óhöpp eru reyndar yfirleitt minniháttar og er sjaldan um slys á fólki að ræða í þeim óhöppum.

Á níunda áratugnum var farin sú leið að hafa gul ljós blikkandi á gatnamótum á nóttunni svo ökumenn þyrftu ekki að vera að bíða á rauðu ljósi þegar engin umferð væri til staðar. Þetta hafði þá verið gert víða annars staðar. Umferðaslysum á þessum gatnamótum stórfjölgaði við þetta og þegar banaslys varð á einum af þessum gatnamótum að nóttu til þá var þessari tilraun hætt og aftur farið að láta ljósin vera á nóttunni með sama hætti og á daginn. Þetta er eitt af þeim vítum, sem við höfum til að varast í þessu efni. Það hefur sýnt sig að slysatíðni verður í lágmarki ef ljósin eru látin loga með eðlilegum hætti og að rautt ljós merki í öllum tilfellum að ekki megi aka áfram.

Með þessari reglu væri verið að fórna mannslífum og heilsu margra einstaklinga fyrir smávægilegt hagræði fyrir ökumenn utan annatíma.

Sigurður M Grétarsson, 12.12.2010 kl. 22:56

7 Smámynd: Morten Lange

Þetta _hefði_ leitt til aukins slysahættu, ef þertta yrði samþykkt.

Tel líkurnar á því vera 2% eða lægri, miðað við að málið hafi ekki fengið afgreiðslu á Alþingi síðustu skiptin, mögulega tengd því að umsagnirnir voru nánast einróma á móti, og svo skulum við vona að gæði rakanna hafi haft sitt að segja. 

En gott hjá þér að standa vaktina, Siggi  :-) 

Morten Lange, 13.12.2010 kl. 14:40

8 Smámynd: Morten Lange

Hér getur maður séð ferill máls þegar  málið komst það langt að umsagnarbeiðnir voru send út og ýmis samtök og stofnanir hefðu fyrir  því að  kæfa málið í góðum rökum gegn hægri beygju á móti rauðu ljósi :

http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=127&mnr=140

Smellið á  Innend erindi til að   fá upp lista erinda sem bárust.

Hægt að hala niður flest þeirra að mig minnir. 

Hér er leit sem sýnir að málið hafi verið flutt samtals 8 skipti, hið minnsta, hingað til án árangurs. :

http://www.althingi.is/dba-bin/skjol.pl?radsv=S&s_lt=&lthing=&malnr=&sklnr=&athm1=&malhg=*h%E6gri+beygja*&efnisflokkur=&malteg=&athm2=0&flutn=&kt1=&nafn=&kt=&thmsk=&embaett=&thingfl=&nefnd=&rod=&skl_1=&skl_2=&timi=dd.mm.%E1%E1%E1%E1

Hægt er að sjá að oftast hefur málið ekki einu sinni komist í fyrstu umræðu, og enn síður fengið meðhöndlun í nefnd.

Morten Lange, 13.12.2010 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband