7.5.2011 | 11:55
Það kostar líka mannfórnir að hafa flugvöllin þar sem hann er.
Það styttir verulega meðalakstursvegalengdir innan Reykjavíkur og í raun alls höfuðborgarsvæðisins að taka Vatnsmýrina undir byggð. Færri eknir kílómetrar leiða til færri slysa. Styttri vegalengdri leiða líka til þess að fleiri fara gangandi eða á hjóli sem eru ferðamátar með mun lægtri slysatíðni á kílómetrer en bifreðaakstur.
Það kostar því líka mannfórnir að hafa flugvöllin þar sem hann er. Ég efast stórlega um að mannfórninrnar sem hljótast af lengri tíma fyrir sjúklinga utan af landi séu meiri en þær. En þar fyrir utan þarf að endurskoða staðsetningu hátæknisjúkrahússins og í því efni þarf að taka afstöðu til samspils staðsetningar sjúkrahússins og flugvallar.
Mannfórnir færðar ef flugvöllurinn fer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Medal vegalengdirnar myndu nu ovart ekkert breytast.
Ólafur Þórðarson, 7.5.2011 kl. 13:36
Sigurður" þú verður að færa rök fyrir þessu. Hefur flugvöllurirnn valdið miklum mannfórnum, frá stríðsárunum og fram á þennan dag. Ég hef ekki orðið var við að íbúar þarna í kringum þetta svæði noti meyra reiðhjól en aðrir Borgarbúar. Og ættlar þú að segja mér að allir sem myndu búa þar fengju vinnu í næsta nágrenni, og það myndi þessvegna þíða færri eknir kílómetrar Ég held að þetta haldi ekki vatni hjá þér!!
Eyjólfur G Svavarsson, 7.5.2011 kl. 14:02
Nei og ekki heldur klóakrörin við völlinn. En hvað um það, ég sakna flugvélahljóðsins sem ég hafði frá Krýglumýrarveginum þegar ég átti heima þar og skömm sé þeim sem mishalla okkar flugvelli og ættu menn að hugsa betur um þetta dásamlega umhverfi sem er eginlega hjarta Reykjavíkur og lunga alls landsins.
Eyjólfur Jónsson, 7.5.2011 kl. 17:17
Miðað við hversu margir taka flug innanlands sem lenda á þessum flugvelli í reykjavík þá samkvæmt þínum rökum þá er ennþá meiri hætta í að færa völlinn, því ef hann er fluttur þá þurfa allir sem ferðast að fara allt á bilinu 4-45 sinnum lengri leið og það fólk mun aka á meiri hraða á hraðbraut og eru því ekki bara miklu meiri líkur á slysum fyrir það fólk heldur ennþá meiri líkur á banaslysum vegna meiri hraða.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.5.2011 kl. 20:13
Í miðbæ Reykjavíkur eru mjög fjölmennir vinnustaðir þannig að afólk, sem ætti heima í Vatnsmýrinni ættu að meðaltali mun styttra í vinnuna heldur en fólk sem byggi við Úlfarsfell eða á Geldingarnesi. Auk þess eiga margir erindi í miðbæinn án þess að vinna þar. Svo er líklegt að margir vinnustaðir yrðu í Vatnsmýrinni væri hún tekin undir byggingar.
Þeir sem búa í Skerjafiriði eru nokkuð útúr í dag vegna þess að flugvöllurinn sker þá frá öðrun hlutum Reykjavíkur. Ef bæði íbúðir og vinnustaðir væri í Vatnsmýrinni væru þeir mun oftar í hjólreiðafæri við sína áfangastaði heldur en þeir eru í dag.
Hvað varðar aðra íbúa Reykjavíkur í nágrenni miðbæjarins þá er það staðreynd reiðhjólanotkun í og úr vinnu auk annarra ferað eru algengari hjá þeim en hjá íbúum í úthverfum. Sama er uppi á teningnum í flestum öðrum borgum.
Það er alveg rétt að við það að flytja flugvöllin þá aukast akstursvegalengdir til og frá flugvelli og þar með aukast líkur á slysum við þann akstur. Sú aukning er hins vegar aðeins lítið brot af þeirri styttingu akstursvegalengdar sam sú þétting byggðar í Reykjavík að byggja í Vatnsmýrinni leiðir af sér.
Svo skulum við ekki gleyma því að það eru ekki nálægt því allir flugfarþegar á leið í miðbæ Reykjavíkur. Margir þeirra eru á leiðinni til útlanda og þurfa því að aka til Keflavíkur frá Reykjaíkurflutvelli. Eins eru margir á leið til Hafnafjarðar og eru því síst verr staddir með það að lenda í Keflavík eða öðrum þeim stað sem innanlandsflug verður frá ef flugvöllurinn verður færður úr Vatnsmýrinni. Aukning meðalvegalengda til og frá flugvelli mun aukast minna en margir virðast halda við það að færa Reykjavíkurflugvöll.
Eitt er alveg ljóst. Þegar upp er staðið veldur það ekki fjölgun ótímabærra dauðsfalla eða aukningu örorku að flytja flugvöllin úr Vatnsmýrinni og taka hana undir byggð. Líklegra er að því verði öfugt farið.
Sigurður M Grétarsson, 8.5.2011 kl. 08:56
Svo er líklegt að margir vinnustaðir yrðu í Vatnsmýrinni væri hún tekin undir byggingar.
Sem þýðir ennþá meiri umferð þar og meiri líkur á slysum.
Hvort sem það kemur upp byggð þarna eða fyrirtækja hverfi þá verður alltaf umferð um svæðið og því mikil slysahætta, ég tel þig stórlega ofmeta hvað fólk getur og nennir að labba og hjóla á milli staða, sérstaklega fyrir utan þessa 3-4 mánuði yfir sumartímann, að færa völlinn og byggja eitthvað annað í staðin minnkar ekki umferðina á þessu svæði og því er niðustaðan sú að ef flugvöllurinn er færður þá verða í staðin fleiri kílómetrar eknir og því meiri slysahætta.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 8.5.2011 kl. 11:57
Siggi.. þú ert að berja skynseminni utan í grágrýti..
Óskar Þorkelsson, 8.5.2011 kl. 17:57
Halldór. Þetta snýst ekki um að minnka umferð og þar með slysahættu í Vatnsmýrinni. Þetta snýst um það að ef byggð á höfuðborgarsvæðinu í heild verður þéttari með því að byggja í Vatnsmýrinni í stað þess að fara upp í Úlfarsfell og Geldingarnes þá minnka heildra eknar vegalengdir á höfuðborgarsvæðinu. Það dregur úr slysum í heild á höfuðborgarsvæðinu. Að sjálfsögðu fjölgar slysum staðbundið í Vatnsrmýrinni við það að fjöldi bíla fer þar inn.
Hvað það varðar að fara hjólandi eða gangandi milli staða þá skiptir það höfuðmáli hversu langt er á milli staða. Það skiprir meira máli en veðrið. Flestir mikla fyrir sér að fara relgulega til og frá vinnu lengri vegalengd en 5 kílómetra þó vissulega séu til undantekningar frá því. Reyndr eru rafmagnsreiðhjólin að breyta þessu svolítið og geta teygt þetta í eitthvað lengri vegalengd en það er væntanlega munu fáir nenna að fara daglega milli Úlvarsfells eða Geldinganess og miðbæjar Reykjavíkur. Milli Vatnsmýrar og miðbæjarins er hins vegar allt annað mál.
Hins vegar er staðreyndin sú að það mörg þúsund manns fara í og úr vinnu á reiðhjóli á sumrin á höfuðborgarsvvæðinu og sennilega gera eitthvað í nágrenni við tvö þúsund manns það á veturnar. Þetta hefur ekki verið mikið rannsakað hér á landi en miðað við þær kannanir sem gerðar hafa veirð á þessu er þetta eitthvað nærri lagi.
Sigurður M Grétarsson, 8.5.2011 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.