Blekkjandi samanburður

Gleymum því ekki að hrunið varð ekki fyrr en í október 2008. Það ríkti því góðæri í landinu þrjá fjórðu hluta þess árs. Það hefur orðið mikill samdráttur í landsframleiðslu frá því ári fyrst og fremst vegna hrunsins en ekki skattahækkana. Það er því út í hött að bera það ár saman við 2010 hvað skatttekjur varðar til að fá upplýsingar um það hvort hækkaðir skattar hafi aukið skatttekjur.

Staðreyndin er sú að skatttekjur ríkisins jukust talsvert milli áranna 2009 og 2010 og er það fyrst og fremst vegna skattahækkanna því ekki var hagvöxtur milli þessara ára.

Það er alveg rétt að almennt séð er ekki talið skynsamlegt að hækka skatta í kreppu heldur þvert á móti að lækka þá til að auka veltu í þjóðfélaginu. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað hægt er að skuldsetja ríkissjóð mikið áður en það er farið að bitna verulega á vaxtakjörum ríkisins. Gleymum því ekki að ekki er hægt að reka ríkisjóð með halla nema einhver sé tilbúinn til að lána honum fyrir hallarekstrinum. Til að svo sé þá þarf ríkissjóður sem rekinn er með eins miklum halla og ríkissjóður Íslands var í kjölfar hrunsins að leggja fram trúverðuga átælun um að eyða ríksisjóðshallanum og ná honum yfir í það að hafa afgang á rekstri ríkssjóðs innan fárra ára. Öðruvísi getur ríkissjóður ekki greitt skudlirnar.

Það að lækka skatta hjá ríkssjóði sem rekin er með eins miklum halla og ríkissjóður Íslands var rekinn með og treysta á að aukin umsvif í hagkerfinu eyði síðan hallanum getur ekki talist trúverðug áætlun um að eyða ríksisjóðshallanum og þar með skapar það ekki mikið lánstraust. Þr með færu vextir af lánum sem taka þarf til að dekka hallann og til að standa undir afborgunum eldri lána upp úr öllu valdi og ykju enn á hallarekstru ríkissjóðs.

Það sem verra væri er að með þessu yrði ríkissjóður sífellt stærri á innlenndum lánamarkaði sem þrýsti þá vöxtum innanlands upp úr öllu valdi. Það kæmi sér ekki vel fyrir skuldug íslensk heimili eða fyritæki. Það dregur líka úr veltu og hagvexti rétt eins og hækkaðir skattar.

Sú blandaða leið skattahækkana og samdráttar í ríkisútgjöldum í samvinnu við AGS og vinaþjóðir á Norðurlöndunum sem ríkisstjórnin hefur farið var því skynsamlegasta leiðin í stöðunni. Sú aðferð er á góðri leið með að eyða ríkissjóðshallanum ásamt því að snúa samdrætti í landsframleiðslu yfir í hagvöxt. Þetta tekur tíma en er að koma.

Lýsðkrumarar þessa lands sem nota tölur sem gera ekkert annað en að blekkja almenning til þess eins að koma höggi á ríkisstjórnina eru ekki að hjálpa til við uppbyggingu landsins eftir hrun. 


mbl.is Hærri skattar skila sér lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband