Umfjöllun um Jóhönnu Sigurðardóttur í tælensku sjónvarpi

Í mrogun kallaði tengdarmóðir mín á mig þar sem hún var að horfa á tælenska sjónvarpstöð á netinu og sagði mér að verið væri að fjalla um Ísland. Ég fór til hennar og sá þar fréttakonu vera að tala og í bakgrunni voru þrjár myndir. Ein af Jónönnu Sigurðardóttur, önnur af merki Alþýðuflokksins og ein af íslenska fánanum. Fréttakonan talaði dágóða stund með þessar myndir í bakgrunni.

Ég skil nú ekkert í tælensku sem er vissulega skammarlegt eftir að vera búinn að vera giftur tælenskri konu í tólf ár og fara í nokkrar langar ferðir til Tælands. Ég spurði því tengdó um hvað umfjöllinin væri. Tendó talar nú ekki fullkomna íslensku en eftir því sem mér skilst var tilfenfið þetta.

Fyrir nokkru var systir hins brottrekna fyrrum forsætisráðherra Tælands kjörinn formaður í flokki hans. Hún er þar með forsætisráðherraefni flokksins. Miðað við skoðanakannanir þá er raunhæfur möguleiki á að sá flokkur vinni kosningarnar og að þar með fái Tælendingar konu sem forsætisráðherra eftir næstu kosningar. Það hefur aldrei gerst áður og er í raun stórfrétt í því karlremburíki sem Tæland er.

Það sem tengdó var sem sagt að horfa á var fréttaskýring þar sem verið var að fjalla um þennan möguleika á konu í stól forsætisráðherra og hluti af þeirri fréttaskýringu fólst í því að fjalla um konu sem nú er forsætistáðherra í landi sínu. Þeir völdu Jóhönnu Sigurðardóttir fyrir þá umfjöllun.

Ekki er það nú ónýtt að fá slíka umræðu um Jóhönnu og Ísland í sjónvarpi í fjarlægu 65 milljóna manna landi. Hróður Jóhönnu berst greinilega viðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

thailensku eða taílensku ;)

Óskar Þorkelsson, 17.6.2011 kl. 19:12

2 identicon

Enginn nema flokksbundinn samfylkingarmaður myndi tala um "hróður Jóhönnu" í dag.

Ófeigur (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 12:42

3 identicon

Sæll Sigurður síðuhafi; og aðrir gestir, þínir !

Með fullri virðingu; fyrir þér og þinni eiginkonu, sem tengdafólki þínu öllu, hefir þetta af slysni, valið verið, það er; raupið í Jóhönnu Sigurðardóttur - og; þér að segja, er meintur hróður hennar, fyrir löngu kominn, á einhvern ösku tunnu botna, íslenzkra, ágæti drengur, hafir þú ekki, eftir tekið.

Með ágætum kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 14:58

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óskar. Fyrri útgáfan frá þér er rétt stafsetning á Ensku en sú síðari er rétt stafsetning á Íslensku.

Ófeigur og Óskar. Orð ykkar minna mig á máltækið að "engin verður spámaður í eigin föðurlandi". Þó margir Íslendingar séu með svo öfugsnúna sýn á okkar mál að átta sig ekki á því að þau vandamál sem við eigum við að glíma í dag eru faleiðing efnahaghrunsina áið 2008 en ekki aðgerðum núverandi ríkisstjórnar. Núverandi ríkisstjórn hefur náð mjög góðum árangir í að lágmarka tjón efnahagshrunsins og það er alveg ljóst að ef farin hefði verið einhver þeirra leiða sem stórnarandstöðuflokkarnir hafa lagt til væri ástandið fenn verra.

Núvarandi ríksstjón hefur tekist mjög vel að hlífa þeim verst settu við þeirri óhjákvæmilegu lífskjaraskerðingu sem af hrininu leiddi. Hún hefur líka náð að lágmarka það atvinnuleysi sem af því hlaust og væri atvinnuleysið mun meira en það er í dag ef hennar hefði ekki notið við.

Sigurður M Grétarsson, 19.6.2011 kl. 19:57

5 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Sigurður síðuhafi !

Mér fyndist ekki ú vegi; að þú nefndir, samábyrgð Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar, í aðdraganda - sem og afleiðingum þess, sem varð, Haustið 2008, viljir þú þér samkvæmur vera, ágæti drengur.

Allir upplýstir menn; vissu fyrir, ábyrgð ''Sjálfstæðis''- og ''Framsóknarmanna'' , í illu þeirra verkum; 1995 - 2007, Sigurður minn.

Hafa ber það; sem sannarra reynist, jafnan.

Með; þeim sömu kveðjum - og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 20:39

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er alveg rétt hjá þér að hugsanlega hefðu Össur og Jóhanna hafa gert ráðstafanir sem hefðu minnkað tjónið í bankahruninu árið 2008. Hins vegar kemur það fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að það var orðið of seint árið 2006 að koma í veg fyrir hrunið. Það er því hvorki hægt að kenna Össuri né Jóhönnu um hrunið. Það eiga Sjáflstæðismenn og Framsóknaremenn skuldlaust.

Hvað varðar aðagerðir sem Össur og Júhanna hefðu hugsanlega getað gert til að lágmarka tjónið þá skulu menn hafa það í huga að það er auðvelt að vera vitur eftireá.

Sigurður M Grétarsson, 20.6.2011 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband