24.8.2011 | 22:21
Hvað vill Guðmundur Andri gera og hvernig vill hann skipta um gír?
Það er auðvelt að gagnrýna og segja að skipta þurfi um gír en það er erfiðara að koma fram með raunhæfar leiðir til úrbóta. Staðreyndin er sú að stjórnvöld hafa gert umtalsvert fyrir skuldug heimili og hafa aðgerðir þeirra forðað þúsundum heimila frá alverlegum skuldavanda. Vissulega má alltaf gera betur en þeir sem hæst hafa gagrýnt stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi hafa aldrei getað bent á leiðir sem uppfylla þau skilyrði að standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar auk þess að vera framkvæmanleg á verulegra útgjalda fyrir skattgreiðendur. Í því efni er ég ekki að tala um örfáa milljarða heldur upphæðir af þeirri stærðargráðu að þær myndu óhjákvæmilega leiða til bæði mikilla skattahækkana auk verulega sársaukafulls niðurskurðar í ríkisútgjöldum.
Með öðrum orðum hafa gagnrýnendur aldrei getað bent á raunhæfar leiðir til fjármögnunar þeirra niðurfærsnla skulda heimilanna sem þeir hafa krafist. Aðaluppspretta fjármögnunar hjá þessum aðilum hafa verið þær niðurfærslur sem urðu á lánasöfnum gömlu bankanna þegar þau voru flutt yfir í nýju bankana. Þær niðurgreiðslur voru hins vegar aðeins í samræmi við útreikninga á því hversu háar upphæðir væri raunhæft að ná inn að teknu tilliti til tapaðra krafna vegna lakari greiðslugetu lántaka og verðlækkunar veða. Það er ekkert sem bendir til þess að þegar búið verður að dekka þessa liði verði eitthvað eftir til að gera eitthvað annað eins og að lækka skudlir þeirra sem geta greitt sínar skuldir. Allavega hefur engin getað sýnt fram það.
Því er það einfaldlega þannig að það sem hefur átt að vera aðaluppspretta fjármögnunar niðurfærslan lána heimilanna er einfaldlega uppspretta sem engan vegin er hægt að segja til um að geti gefið neitt af sér. Þar fyrir utan er stór hluti lánasafnanna í höndum aðila sem ekki hafa fengið neinar niðurfærslur við kaup á þeim eins og til dæmis Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðanna. Síðast en ekki síst þá er nánast öruggt að lögþvinguð lækkun lánanna sé brot á eignarréttarákvæði stórnarskrárinnar.
Það vantar því enn raunhæfa tillögu um fjármögnun lækkunar lána heimilanna og meðan svo er háttað er stjórnvöldum vandi á höndum með að ganga lengra en þau hafa gert.
Heimilin tapa á verðbólgunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Djöfull ert þú minniháttar maður Sigurður.
Dexter Morgan, 24.8.2011 kl. 22:57
það er einmitt það. það var auðvelt að lofa öllu fögru fyrir síðustu kosningar. Skjaldborg um heimilin og allt það helv.. kjaftæði og svíkja það svo allt eftir kosningar. já mikill er máttur núverandi Rikistjórnar og þeirra sem aðhyllast þessu rangláta húsnæðislánakerfi.
þórarinn axel jónsson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 23:02
árni aðalsteinsson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 23:04
Kjarni málsins gleymist yfirleitt í umræðunni. Þegar verðtrygging var sett á, þá voru laun líka verðtryggð. Það réttlætti verðtryggingu lána. Síðan var verðtrygging launa afnumin með einu pennastriki. Þá hófst núverandi verðrán gegn almúganum! Engin leið er út úr þessum ógöngum nema setja þak á verðtryggingu og síðan afnema hið fyrsta. Þá munu vextir hækka e-ð, en það er mun skárra en núverandi skipulögð glæpastarfsemi. Síðan þarf að taka upp samsetta mynt sem fyrst. Þetta er vel gerlegt í örhagkerfi. Vaxandi ólga er í samfélaginu og ég spái að upp úr sjóði fyrir áramót ef svonefnd ríkisstjórn skellir skollaeyrum við borgurunum.
Hrúturinn (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 23:13
Góðan dag öll sömun! Sigurður ver ríkisstjórnina af kostgæfni og má það mín vegna, en það að halda fram og vitna í eignaréttarákvæði stjórnarskrá er út úr korti. Sjálftaka fjármuna í almannaeign ásamt beinum þjófnaði getur ekki verið varið af stjórnarskrá,alveg á sama hátt og ef þú kaupir stolna vöru, þá áttu hana ekki jafnvel þó þú hafir greitt fyrir hana. Verðtryggingin eins og hún er útfærð er ekkert annað en lögvarin þjófnaður og hefur haldist um langt árabil því miður.
Svona í lokin, það hafa margir bent á góðar lausnir í efnahagsþrengingum bæði heimila og fyrirtækja en meðan rikisstjórnin og oft með beinum eða óbeinum stuðningi stjórnarandstöðu, hafnar því öllu vegna hagsmunagæslu fyrir fjármálafyrirtækin er ekki von til þess að vel fari.
Sandy, 25.8.2011 kl. 09:04
Dexter Morgan. Mikið rosalega er þetta aum athugasemd hjá þér. Engin rök bara skítkast. Bara til að svara því sem þú hefur skrifað um mig á öðrum þráðum og Sandy er áð ásaka mig um hér þá vil ég segja þetta.
Þessi skrif mín á þráðum um skudlavanda heimilanna eru ekki gerð til þess að verja bankana eða stjórnvöld. Ég er þvert á móti að reyna að fá menn til að hætta að hugsa um lokaðar og óraunhæfar leiðir og fá menn til að skoða málin í heild og finna raunhæfar leiðir til lausna. Þá er ég að tala um leiðir sem raunverulega gagnast fyrst og fremst þeim sem verst standa og eru ekki of íþingjandi fyrir skattgreiðendur. Gelymum því ekki að þau heimili sem verst standa eru líka sattgreiðendur. Það er því verra en ekkert fyrir þau heimili að fara út í leiðir sem eru mjög dýrar fyrir skatgtgreiðendur en gagnast fyrst og fremst þeim heimilum sem best standa eins og flöt niðurfærsla lána gerir. Ef við til dæmis segjum að við ákveðum 20% flata niðurfellingu þá fá þau heimili sem þegar hafa fengið 20% eða meira fellt niður með 110% leiðinni ekkert úr úr því og þau heimili sem hafa fengið einhverjar niðurfellingar fá minna en þau heimili sem engar niðurfellingar hafa fengið. Það eru því þau heimili sem best standa sem fá mest út úr þessu en öll heimil og þá líka þau verst stöddu þurfa að greiða kostnaðinn í formi skatta og lakari velferðaþjónustu sem verður óhjálkvæmileg afleiðing af því að leggja jafn mikinn kostnað á ríkissjóð og þessi leið num gera.
Það er því fyrst og fremst áhugi minn á að farnar séu raunhæfar leiðir til aðtoðar heimilum í skuldavanda sem knýr mig til skrifa um skuldavanda heimila en ekki áhugi á að verja fjármálastofnanir eða ríkisstjórnina.
Það þjónar ekki hagsmunum skuldugra heimila þegar sjálfkipaðir hagsmunagæsluaðilar þeirra halda áfram að krefjast þess að farin sé leið sem bæði er lokuð vegna stjórnarskrárákvæða og er þar að auki ekki til að bæta ástandið.
Sigurður M Grétarsson, 25.8.2011 kl. 10:21
Sandy. Það hafa margir af gagnrýnendum ríkisstjórnarinnar komið komið fram með tillögur að lausnum en gallin er sá að engin þeirra hefur komið fram með tillögur af raunhæfum lausnum. Ég hef þegar útskýrt þetta með þá kröfu sem mest hefur verið uppi á borðinu og gæti útskýrt það með ýmsar aðrar tillögur ef þú vildir benda á einhverjar þeirra.
Sigurður M Grétarsson, 25.8.2011 kl. 10:24
Þórarinn Axel Jónsson. Það að leita allra þeirra leiða sem eru á valdi stjórnvalda og eru raunhæfar til að taka á skuldavanda heimila er að "slá skjalfborg um heimilin". Þó einhverjir aðrir komi fram með lausnir sem eru utan vasdsviðs stjórnvalda og eru ekki skynsamar eða skilvirkar leiðir til að taka á skuldavanda heimilanna þá getur það að fara ekki slíkar leiðir talist til svika við það kosningaloforð að "slá skjaldbort um heimilin". Slík skjalfborg verður aldrei betri en sá efniviður sem stjórnvöld hafa úr að spila. Vissulega má gera betur og hef ég bent á leiðir í því efn en heilt yfir litið hefur verið gengið mjög langt í að aðstoða skuldug heimili miðað við þá möguleika sem eru í stöðunni.
Sigurður M Grétarsson, 25.8.2011 kl. 10:28
Árni Aðalsteinsson. Vissulega hjálpar það að sækja þýfið í hendur glæpamanna. Ef þú hefur tillögur að raunhæfum lausnum til að gera það sem standast stjórnarskrá og grunvallarreglur réttarríkis þá væri örugglega fengur í að fá þær.
Sigurður M Grétarsson, 25.8.2011 kl. 10:30
Árni Aðalsteinsson. Gerir þú þér grein fyrir því hvað kemur í staðin ef við afnemum verðtryggingu? Það sem kemur í staðin eru þá óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Það er að fara úr öskunni í eldinn fyrir heimili með þunga greiðslubyrði samanborið við tekjur því þau lán eru með mun hærri greiðslubirði á fyrri hluta lánstímans þegar greiðslugetan er oft lökust auk þess sem greiðslubyrði þeirra sveiflast mun meira en verðtryggðra lána og hækkar mun meira við verðbólguskot. Þetta leiðir því aðeins til uppsöfnunar dýrra skammtímalána og jafnvel til vanskila með tilheyrandi kostnaði. Þetta er því engin lausn.
Sigurður M Grétarsson, 25.8.2011 kl. 10:33
Sigurður !
Þú gætir kannski bent á hvað ríkisvaldið hafi gert?
Staðreyndin er sú að það eru ekki nein úrræði í boði fyrir allan almenning á Íslandi sem eru ekki með einum eða öðrum hætti fjármögnuð af þeim sjálfum með lánalengingum eða úttektum á lífeyrissparnaði.
Meira að segja vaxtauppbóta eingreiðslan í vor var fjármögnuð með afturvirkum breytingum á vaxtabótakerfinu sem þýddi fyrir marga lægri vaxtabætur (en enga vaxtauppbót).
Aðrar aðgerðir miða að því að útdeila því sem kröfuhafar hafa nú þegar afskrifað (og því fjármagnað af þeim). T.d. er 110% leiðin þegar grannt er skoðað einungis lævísleg leið til þess að fá fólk sem er de facto gjaldþrota að streða við og borga í 2-3 ár lengur af lánum sem bankarnir hafa nú þegar afskrifað sem óinnheimtanleg.
Eða einsog forsvarsmenn lífeyrissjóðanna orðuðu það svo smekklega..."það er ekkert sem er innheimtanlegt afskrifað".
Eina aðkoma ríkisvaldsins sem eitthvað kveður að eru lög nr. 151/2010 sem hafa þýtt það fyrir hundruðir fjölskyldna að íslenskum vöxtum er skellt ofaná stökkbeyttan endurreiknaðan höfuðstól og greiðslubyrði HÆKKAR um leið og núvirt verðmæti lánsins í bókum bankanna eykst. Þetta er Samfylkingarsnilldin í verki...
Það besta sem þessi ríkisstjórn getur gert fyrir skuldug heimili er að gera ekki neitt. Allt sem hún hefur gert hefur aðeins sökkt heimilunum dýpra.
Það hefur hinsvegar verið í boði mjög góður endurfjármögnunarpakki fyrir fjármálastofnanir...fjármagnaður af skattgreiðendum !
Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 11:50
Almúginn lætur ekki mergsjúga sig lengur. Ef draga þarf fram pólitíska fallöxi til að slátra púkanum á fjósbitanum þá VERÐUR það gert fyrir áramót! Lestu þetta þér til uppfræðslu Sigurður, og vonandi yfirbótar og endurlausnar:
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast?page=2&offset=-5
Almenningur (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 21:19
Magnús Birgisson. Það er alveg rétt hjá þér að það hefur ekkert verið afskrifað sem er innheimtanlegt enda var afsláttutinn af lánasöfnum gömlu bankanna einungis miðaður við þann kostnað. Ef eitthvað hefur verið afskrifað af innheimtanlegum kröfum hefði það lent á nýju bönkunum og það hefði kallað á meira eiginfjárframlag frá ríkinu.
Hvað lífeyrissjóðina varðar þá hafa stjórnendur þeirra þá einu skyldu að hámarka lífeyrisgreiðslur til sjóðsfélaga og þáð er ekki gert með því að sfskrifa innheimtanlegar kröfur.
Stjórnvöld geta ekkert við þessu gert því eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar kemur í veg fyrir að þau geti þvingað fjármálafyritækin til að gefa afslátt af innheimtanlegum kröfum. Þar að auki væri það ekki skynsamlegt því það flytur greiðslubyrði frá verst stöddu heimilunum til þeirra betur stöddu. Það stafar af því að verst stöddu heimilin hafa þegar fengið sinn afslátt með 110% leiðínni og hagnsst því lítið eða ekkert á flatri niðurfellingu skulda en lenda í því sem skattgreiðendur að greiða kostnaðinn af henni.
Það er hin hefðbundna og eðlilega leiðo að þegar lántaki lendir í erfiðleikum með að greiða af skuldum sínum að létta greiðslubrðina með því að lengja í láni hans. Það er ekki hægt að láta hluta skulda hans hverfa. Það er aðeins hægt að láta einhvern annan greiða hluta þeirra.
Stórnvöld hafa gert ýmislegt fyrir heimili í skuldavanda enda hafa mörg þúsund heimili komist í skil með lán sín fyrir tilstuðlan aðgerða stjórnvalda. Þar má nefna greiðslujöfnunarvísitölu, frystingu lána, tímabundið bann við nauðungarsölu íbúða, greiðsluaðlögun og margt fleira. Eflaust má gera betur en það eru engar töfralausnir til eins og sumir eru að reyna að telja fólki trú um.
Sigurður M Grétarsson, 25.8.2011 kl. 21:53
Almenningur. Heldur þú að það lagi eitthvað ástandið að beita ofbeldi?
Ég þarf hvortki uppfræðslu, yfirbót eða endurlausn. Ég er aðeins að reyna að koma umræðu um lausnir á skuldavanda heimila úr einhverjum óraunhæfum skýjaborgum yfir í umræðu um raunhæfar mögulegar lausnir. Það er nauðsynlegt að gera það til að hægt sé að taka á þeim vanda eins vel og mögulegt er. Að hamra stanslaust á óraunhæfum lausnum og kalla menn öllum illum nöfnum fyrir að gera ekki eitthvað sem þeir geta ekki gert hjálpar engum og þá allra síst skuldugum heimilum sem ekki bara þjást vegna þess að slíkar kröfugerðir tefja lausn á vanda þeirra heldur líka vegna þess að um leið er verið að koma inn hjá þeim óraunhæfum væntingum sem auka enn á vonbrigði þeirra.
Slíkt lýðskrum gerir ekkert annað en að auka á vandann og tefja fyrir rauhæfum lausnum. Ég er alveg klár á því að það væru færri heimili í alvarlegum skuldavanda en raunin er á í dag ef þetta lýðskrum sem Hagsmunasamtök heimilanna, Framsóknarmen og fleiri hafe verið með hefði verið látið ógert. Það væru færri heimili í alvarlegum skudlavanda ef Hagsmunasamtök heimilanna hefðu aldrei verið stofnuð. Sjálfskipuð hagsmunasamtök skuldugre heimila sem gera ekekrt annað en að hamra á óraunhæfum lausnum er ekki það sem skudlug heimili þurfa á að halda.
Sigurður M Grétarsson, 25.8.2011 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.