Það er oft þannig með patentlausnir að þær verka ekki þegar upp er staðið. Það varð hér algert efnahagshrun árið 2008 með miklu atvinnuleysi. Það tekur tíma að vinna sig úr slíku og á meðan leiðir það óhjákvæmilega til landflótta. Að halda því fram að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta atvinnuleysi og spara sér allar þær atvinnueysisbætur sem greiddar hafa verið frá hruni lýsir algerri veruleikafyrringu.
Hvaða lausnir hafa Sjálfstæðismenn komið fram með.
Auka fiskveiðar langt umfram veiðigetu fiskistofna. Það hefur aldrei þótt góð latína að éga útsæðið og hefði það bara komið niður á okkur síðar.
Fara á fullu út í samninga við stóriðjufyrirtæki án þess að vera búin að afla fjár til virkjunarframkvæmda og án þess að klára eðliegt og nauðsynlegt umhverfismat. Það að fara fram með slíkum hætti gæti leitt til þess að farið væri að óathuguðu máli út í framkvæmdir sem yllu verulegum, varanlegum neikvæðum umhverfisspjöllum sem myndu þá rýra lífsgæði komandi kynslóða. Slíkt panik í atvinnumálum hefði líka leitt til þess að viðsemjendur okkra hefðu getað séð sér leik á borði með að krefjast mjög lágs orkuverðs og lágra skatta sem komandi kynslóðir heðu síðan þurft að takast á við og greiða kostnaðinn af.
Taka strax út skatta af séreignasparnaði. Þetta hefði leitt til minnkandi skatttekna seinni kynslóða sem munu sitja uppi með mun hærra hlutfall þjóðarinnar sem eldri borgara en er í dag og hefur því mun meiri þörf fyrir þessar skatttekjur en núverandi kynslóð þó það sé kreppa.
Þó kreppa sé til staðar er engin ástæða til að fara á límingunum enda getur slíkt verið til mikils skaða til lengri tíma litið. Stóryðjuframkvæmdir verða að taka sinn undirbúningstíma enda þarf í þeim að hugsa til langs tíma. Þær eru því ekki rétta leiðin til að leysa tímabundið atvinnuleysi. Sömuleiðis þarf að hugsa nýtingu fiskistofna til langs tíma og síðat en ekki síst þarf að byggja upp skatttekjur með langtímahugsun og þá þarf sérstaklega að hugsa til þeirra kynslóða sem verða með mun hærra hlutfall eldri borgara en núveransi kynhslóð.
Í gagnum þessa kreppu sem stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leiddi yfir þjóðina hafa þessir sömu flokkar ekki gert neitt annað en að þvælast fyrir björgunaraðgerðum með því að tala niður allar aðgerðir stjórnvalds og draga kjarkinn úr þjóðinni með svarstsýnisrausi. Þeirra framlag til uppbyggingar eftir þeirra eigin klúður hefur því verið minna en ekki neitt.
Eina leiðin að auka hagvöxt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi staða sem uppi er í Þjóðfélaginu Sigurður er eingöngu núverandi Ríkisstjórn að kenna og engum öðrum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.8.2011 kl. 09:29
Alltaf gaman að sjá vitleysinga kenna sjálfstæðisflokknum um alþjóðlega fjármálakreppu.
Finnur (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 09:40
Get fallist á ýmislegt í þessu hjá þér Sigurður en ekki þetta með fiskinn. Það væri hægt að bæta við a.m.k. 50 þús. tonnum, þorskstofnin er orðin allof stór og er farin að éta bæði sjálfan sig og rækjuna. Það er ekki hægt að geyma fiskinn í sjónum. Menn gætu lært margt af Jóni Kristjánssyni. Hafró er handónýtt fyrirbæri og ætti að leggja niður.
Það þarf að veiða meira til að fylla upp í fjárlagagatið. Það verður ekki gert öðruvísi.
Auðvitað er ekki hægt að hvítþvo sjálfstæðisflokkinn af hruninu, þau voru jú við völd Geir og Ingibjörg þegar allt hrundi. Þar innanborðs voru líka Jóhanna og Össur og fleiri. Og svo hefur þetta allt saman byrjað þegar Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru við völd þar byrjaði mesta spillingin með 50 % skiptareglunni. Það ætti auðvitað að draga Halldór 'Asgrímsson og Davíð fyrir rannsóknarrétt.
En fyrst og fremst þurfum við að líta fram á veginn, og reyna að tjasla saman brotunum, það hefur ekki verið gert af nægilegri festu og oft ríkir ráðaleysi og ósamstæði meðal núverandi stjórnvalda.
Það er því svo mikil synd hvernig þau klúðruðu málum sínum í upphafi þegar þau ákváðu að gefast upp og reyna að þvinga okkur inn í ESB. Í stað þess að byrja á tiltekt heim hjá sér. Með því hefðu þau þjappað allri þjóðinni að baki sér, og málin hefðu litið öðruvísi út í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2011 kl. 14:03
Sæll Sigurður.
Ég verð að taka undir með Finni að hæpið sé að kenna Sjöllum um alþjóðlega kreppu.
Enn síður er það gáfulegt að halda að Davíð hefði getað tekið krónuna af floti (2001) og stungið puttunum inní keðjuna á hæst metnu fyrirtækjum í heimi þar sem að þau hefðu þá fallið á sama degi og þá heði hrunið hér orðið sér-íslenskt í raun með um 950-1600 milljarða sem fallið hefðu á kerfið.
Samfylkingin er síðan við stýrið líka og það virðist þér og fleyrum gleymast, þegar talað er um Hrunið.
20% sköttun á lífeyrinn var jú lagður til af D/B en S/G leyfðu fólki að taka út 15% og , í stað þess að greiða niuður skuldir ríkisins, að brenna þær á skattabálinu.
Mundu einnig að það var búið að ganga frá við AGS "glæsilegu" lendingunni sem Seingrímur hreykir sér nú af en Ömmi blanki kallar auðvaldsstefnu.
Það er ekki gáfulegt að halda inní framtíðina undir orðunum "Sjallar gerðu illa svo nú er komið að mér að gera eins".
Það er ekki hlutverk stjórnarandstöðu að framkvæma heldur veita aðhald. Hér leggst Jóhanna í fjölmiðla og grenjar af því að Bjarni Ben vill ekki hjálpa henni að gera út af við Sjálfstæðisflokkinn. Hvað gerði hún sjálf í stjórnarandstöðu? Var hún þekkt fyrir að styðja stjórnina, onei aldeilis ekki.
Lýðræði fæst einvörðungu með að hækka laun þingmanna umtalsvert auk þess að setja hámarkssetu á þingi til að tryggja endurnýjun/nýliðun.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 16:31
Munurinn á kreppu og hruni er nokkuð augljós; felst í orðanna hljóðan. Erlendis varð kreppa og stendur enn. Hérlendis varð hrun sem lánsfjárkreppa erlendis getur ekki skýrt til fulls. Því lá beinast við að skoða innlenda orsakaþætti líkt og rannsóknaskýrsla Alþingis gerði skilmerkilega. Að halda því fram að Sjálfstæðismenn eigi engan þátt í hruninu hér er ekkert minna en fáránlegt.
Baldur (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 19:21
Ingibjörg. Það er alveg rétt hjá þér að sú staða sem er í þjóðfélaginu í dag þar sem ríkissjóðshalli minnkar hratt, atvinnuleysi minnkar og hagvöxtur eykst er eingöngu núverandi ríkisstjórn að kenna og engum öðrum.
Það ástand sem núverandi ríkisstórn tók við með algeru efnahagshruni er hins vegar fyrst og fremst ríkisstjónr Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að kenna með ölítilli hjálp frá alþjóðlegri fjármálakreppu eins og Finnur bendir réttilega á. Aðalorsökin er hins vegar sala bankanna til glæpamanna ásamt algeru efitrlistleisi sem var með ráðum gert undir þeim forörðum að markaðurinn þurfi ekki eftirlit því hann leiðrétti sig sjáflur ef hann fær að starfa frjáls.
Vissulega far Samfylkingin í ríkisstjórn þegar hrunið varð en samkvæmt rannsóknarskýrlsu Alþingis var þegar orðið of seint að afstýra bankahruni á rið 2006 en Samfylkingin kom ekki inn í ríkisstjórn fyrr en árið 2007.
Óskar. Það er vissulega hlutverk stjórnarandstöðunnar að gagnrýna og veita aðhald. Það hafa Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hins vegar ekki gert heldur hafa þeir farið fram með fádæma lýðskrumi, útrúrsnúningi á staðreyndum og svartsýnisrausi. Þannig hafa þeir tafið fyrir uppbyggingu þjóðfélagsins með því að draga kjark úr fólki í stað þess að hjálpa til þess með góðu aðhaldi og gagnrýni.
Ásthildur. Þessi mýta um að það sé óhætt að auka veiði úr fiskistofnum okkar um tugi þúsunda tonna á ári án þess að það leiði til samdráttar í stofnstærð er svo fáránlega að engu tali tekur. Þetta er þvert á reynslu hér á landi og annars staðar í heiminum. Fiskifræðingar hafa reynslu á öllum skalanum þar sem fiskistofnum hefur nánast verið útrýmt með ofveiði og einnig ofverndun. Við erum núna að uppskera með stækkuðum þorskstofni einmitt vegna þess að ekki var farið eftir þessu bulli hjá Frjálsynda flokknum og öðrum sem eru að bulla út í eitt í þessum málum.
Sigurður M Grétarsson, 30.8.2011 kl. 20:01
Sigurður það ætti að tala varlega um að þetta kerfi sem við höfum virki. Síðan það var sett á hefur veiði minnkað ár frá ári. Friðun gerir ill verra upp að vissu marki. Það þarf að vera samræmi í æti og fiskgöngum. Fiskifræðingar hjá Hafró hafa því miður vaðið alla tíð í villu og svíma. Þeir hefðu betur hlustað á Jón Kristjánsson. Hver er reynslan hér á veiðiráðgjöf Hafró? Geturðu svarað því og af hverju veiðar hafa minnkað eins og raunin er? Sjórinn hefur verið fullur af þorski allt undanfarið ár, og nú er hann farin að éta rækjuna upp, svo hún er komin í útrýmingarhættu.
Frjálslyndi flokkurinn var með bestu mögulegu áætlun í fiskveiðum og hefði betur verið hlustað á þeirra ráð. Þá værum við ef til vill ekki í þessum ógöngum sem við erum í í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2011 kl. 20:11
Þetta er fjármálakreppa á Vesturlöndum númer 35 frá 1647. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki svo gamall.
Guðmundur Ingi Kristinsson, 30.8.2011 kl. 22:43
Sammála þér Sigurður M Grétarsson.
Það er ótrúlegt að menn skuli kenna alþjóðlegri lausafjárkreppu um óstjórnina hér fram að hruni. Samkvæmt rannsóknarskýrslunni er sagt að hér hafi átt sér stað vanræksla. Við skerum okkur úr vegna gjaldþrots 3 stærstu viðskiptabankanna og tæknilegs gjaldþrots Seðlabanka en gjaldeyrisvarasjóður tæmdist og útistandandi jöklabréf sem báru hina háu stýrivexti bankans voru í 500 milljörðum. Krónan rýrnaði um 90% gagnvart gjalmiðlum eins og norsku krónunni og verðbólgan rauk í 18%. Gríðaleg kaupmáttarrýrnun. Hér hefði átt sér stað hrun burt séð frá lausafjárkreppunni.
Hér eru ágætir svarendur pistilisins í afneitun. Kanksi á það við um stærstan hluta stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks.
Andrés Kristjánsson, 31.8.2011 kl. 07:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.