27.11.2011 | 18:41
Fyrningaleiðin eina vitið.
Það er rétt hjá Einari að það að núverandi kvótahafar fái aðeins helming aukningar á aflaheimildum er ákveðin útgáfa af fyrningarleið þó vissulega sé ekki um fyrningu að ræða. Það er einn af höfuðkostum þessa frumvarps enda er fyrningarleiðin eina vitræna leiðin í íslenskum sjávarútvegi. Það þarf að færa auðlindarentuna frá útgerðarmönnum til almennings og hafa jafnan aðgang allra að auðlindinni.
Það voru mistök að gefa upphaflegu nefndinni jafn víðtækt umboð og hún hafði. Það átti aðeins að láta hana hafa það hlutverk að útfæra fyrningarleiðina. Svo átti alls ekki að sleikja upp LÍÚ þegar þeirra menn hættu að mæta á fundi í einhverri fýlu. Þá átti bara að klára málið án þeirra. Þegar menn hafa sér eins og ofdekraðir krakkar þá á einfaldlega að taka á slíku eins og veart er að taka á ofdekruðum krökkum í fýlu.
Hefnd og pólitísk gíslataka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skársta leiðin fyrir Samfylkinguna er að meðlimir hennar hengi sig.Jóhanna fari fyrir liðinu.
Sigurgeir Jónsson, 27.11.2011 kl. 23:20
Vil bara minna þig á Sigurður vegna fullyrðinga þinna á Evrópublogginu, sem mér er meinaður aðgangur að, að það hefur aldrei verið meirihluti á íslandi fyrir inngöngu í Evrópubandalagið. Taktu eftir: ALDREI.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.12.2011 kl. 23:36
Það er líkavert að bæta því við að 75% þjóðarinnar vildi fá að kjósa um það hvort sótt yrði um. Það var ekki tekið mark á því. Lagt var fram frumvarp um þjóðaratkvæði áður en svokallaðar "könnunarviðræður" voru samþykktar. Með naumum meirihluta var þeim sjálfsagða rétti hafnað.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.12.2011 kl. 23:39
Þar sem síðuhaldari er dæmigerður Baugsfylkingarsannleiksmaður væri gaman að fá lærða útskýringu um hvers vegna óhrekjandi sannleikurinn og þekktar heimildir passa öngvanveginn við frjálslega umgengi hans um sannleikann í anda Baugsfylkingarmanna svona yfirleitt. Er ESB málstaðurinn svona illilega skemmdur..???
...
Meirihluti Íslendinga vill ekki sækja um inngöngu í ESB
12. apr 2009
Meirihluti Íslendinga er sem fyrr andvígur því að sótt verði um inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrir Fréttablaðið og Stöð 2 sem birt var í gær. 54,4% eru nú andvíg því að hafnar verði viðræður við sambandið um inngöngu en 45,6% styðja að það skref verði tekið. Andstaðan við inngöngu hefur lítillega aukist síðan í febrúar og stuðningurinn að sama skapi dregist saman.
Heimild:
Könnun: Meirihluti landsmanna andvígur umsókn um aðild að Evrópusambandinu (Eyjan.is 11/04/09)
.............
76,3 % vilja þjóðaratkvæði um aðildarumsókn að ESB
10. jún 2009
.Þrír af hverjum fjórum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að sækja um inngöngu í Evrópusambandið, samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup. Aðeins tæp 18 prósent leggja litla áherslu á þjóðaratkvæði um aðildarumsókn.
Spurningin var svohljóðandi: Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?
Alls svöruðu 76,3 prósent að mjög miklu eða frekar miklu máli skipti að spyrja þjóðina álits, þar af sögðu rúm 60 prósent að það skipti mjög miklu máli. Ein 5,8 prósent svöruðu hvorki né en 17, 8 prósent taldi það skipta frekar litlu eða mjög litlu máli að fara í þjóðaratkvæði um hvort Ísland ætti að sækja um aðild.
Könnunin var unnin fyrir Heimssýn, samtök sjálfsstæðissinna, dagana 28. maí til 4. júní. Úrtakið var 1264 og svarhlutfall 62,3 prósent.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.