20.8.2012 | 12:45
Hvað er "eðlilegt" við það að bændur séu á móti ESB?
Sæmundur segir að hann sé "eðlilega sem bóndi" á móti inngöngu Íslands í ESB. Hvað gerir það eiginlega "eðlilegt" við það að bændur séu á móti inngöngu í ESB. Flestir þeirra munu hagnast á aðild enda opnast 500 milljón manna markaður fyrir þeirra afurðir og þess sem tekið er tillit til bæði byggðarsjónarmiða og heimskautalandbúnaðar í ESB reglum.
Þessi bóndi er væntanlega búinn að lesa of mikið af áróðursgreinum úr Bændablaðini sem fjallar mjög einhliða og á mjög villandi hátt um ESB. Þar er ESB aðild útmáluð sem eitthvað sem muni meira og minna leggja íslenskan landbúnað í rúst. Það er nákvæmelga ekkert sem bendir til þess að það verði afleiðingin af ESB aðild.
Bændasamtökin gengu meira að segja svo langt að reka fyrrverandi ritstjóra Bændablaðsins fyrir að vilja fjalla málefnanlega um ESB í stað þess að vera með einhliða áróður gegn sambandinu. Í staðinn réðu þeir ritsjóra sem var tilbúinn til að láta heiðarlega ritsjórn með málefnanlegri umræðu liggja milli hluta og stunda einhliða áróður í sínu riti.
Sýnir ESB-andstöðu á óhefðbundin hátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru þessir markaðir ekki opnir flestum hvort sem er Sigurður Grétar...
Þið ESB sinnar látið eins og það sé ekkert líf til fyrir utan ESB en því miður fyrir ykkur ESB sinna þá sjá allir hinir betra líf fyrir utan ESB...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.8.2012 kl. 13:58
ESB sinnar láta alltaf sem íslenska þjóðin sé 100 sinnum stærri en hún er. Hvað eru t.d. íslenskir bændur margir? 5000 eða 500.000 þúsund?
Við megum þakka fyrir að íslenskir bændur einbeita sér að því að framleiða fyrir innanlandsmarkað og flytja aðeins út umframmagnið. Sem er svo sem engin ósköp, og fer ýmist til USA eða Evrópu.
Kolbrún Hilmars, 20.8.2012 kl. 14:49
Af hverju fór að halla undan fæti í Dönskum landbúnaði eftir Evrópusambands aðild? Af hverju eru Bretar að ræða úrsögn úr Evrópusambandinu? Af hverju eru Finnar að ræða að skila Evrunni? Af hverju eru Grikkir, Ítalir, Spánverjar, Portúgalir og Írar í þessum vandræðum, þráttfyrir að vera í Evrópusambandinnu? Af hverju ert þú í Samfylkingunni? Af hverju kallar Samfylkingarfólk aðildar viðræður við Evrópusambandið, samningaviðræður?
Hrólfur Þ Hraundal, 20.8.2012 kl. 18:01
Stórt er spurt.
pjakkur (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 20:03
Afhverju er Hrólfur hérna með svona vitleysu á lofti ?
Jón Frímann Jónsson, 20.8.2012 kl. 20:32
Íslenzkir bændur láta ekki Esb-innlimunarsinna gabba sig.
Þeir vita vel um erfiða reynslu Finna (t.d.) og óheyrilega pappírsvinnuna og farganið sem því fylgir að vera inni í Evrópusambandinu.
Jón Valur Jensson, 21.8.2012 kl. 01:40
Hrólfur. Danskur landbúnaður er mjög sterkur og hefur ekki beðið skaða af ESB aðild. Reyndr er leitun að landi þar sem landbúnaður í heild hefur borið skaða af ESB aðild þó vissulega hafi einstaka greinar landbúnaðar látið á sjá en á móti hafa aðrar greinar styrkst. Það er nákvæmlega það sem flest bendir til að muni gerast með íslenskar landbúnaðarafurðir.
Það hefur alla tíð verið á lofti umræða um kosti og galla ESB aðildar í ESB ríkjum. Það er því ekkert nýtt í þeim efnum þó vissulega hafi sú umræða orðið háværari vegan vandamála hjá sumum ESB ríkuum. Það stafar meðal annars af því að stjórnmálamenn í þeim ríkjum sem þú nefnir eru að reyna að koma eigin klúðri yfir á ESB með því að kenna ESB aðild um það hvernig komið er fyrir þeim þegar staðreyndin er sú að alfarið er um heimatilbúið klúður að ræða.
Ingibjörg. Í dag eru greiddir tollar af landbúnaðarafurðum sem fluttar eru frá Íslamdi inn á ESB markað. Þeir munu falla niður ef Ísland gengur í ESB og mun það bæta verulega samkeppnisstöðu þeirra greina landbúnaðar hér á landi sem er samkeppnisfær við sömu greinar innan ESB.
Jón Valur. Miðað við orð margra bænda þá hafa þeir einmitt látið gabbast af þeim lygum og rangærslum sem tröllríða Bændablaðinu. Það eru einnig mikið um lygar og rangfærslur um ESB í Morgunblaðinu enda er það nú að mestu í eigu aðila sem berjast gegn ESB aðild vegna sinna sérhagsmuna gegn almannahgsmunum enda mun íslenskur almenningur hagnast á ESB aðild. Þó vissulega sé ekkert gallalaust þá hafa til dæmis Finnar uppskorið ríkulega af því að vera í ESB og eru þeir komnir lengra í því að vinna sig úr sinni kreppu en þeir væru hefðu þeir ekki tekið það skref.
Koslbrún. Það væri í góðu lagi ef íslenskir bændur myndu einbeita sér að innanlandsmarkaði ef íslenskir neytiendru eru ekki neyddir til að kaupa þeirra afurðir eða ekkert. Með öðrum orðum þá sætti ég mig engan veginn við að hafa ekki val um að kaupa landbúnaðarafurður frá þeim sem ég helst kýs án takmarkana á því frá stjórnvöldum. Það er því lykilatriið með hagsmuni neytenda í huga að opna eins og kostur er fyrir viðskipti milli landa með landbúnaðarafurðir.
Sigurður M Grétarsson, 21.8.2012 kl. 09:29
Þú sannar ekkert af þínum fulyrðingum hér um Morgunblaðið né um "lygar og rangærslur" sem þú heldur því fram að "tröllríð[i] Bændablaðinu". Það er ekki nóg að hafa meira en nóg af lofti í nösunum, SMG!
Jón Valur Jensson, 21.8.2012 kl. 11:57
Eins og Hrólfur bendir á er danskur landbúnaður í rugli eftir að hafa gengið í ESB. Sameining á markaði er orðin svakaleg og Arla á nánast allt. Samkeppni er aðeins á hágæðavörumarkaði hjá pínulitlum ostabúum og öðru viðlíka.
Stór hluti þess sem að danir telja sig vera að kaupa danskt ... er í raun þýskt.
Ef við fáum greiðan aðgang að ódýru svína og fuglakjöti og jafnvel mjólk (í Póllandi eru til fínar tegundir með 5-6 vikna geymsluþol) verður fátt eftir nema ef tilkoma evrópustyrkir ofaná íslensku framleiðslustyrkina. N.b. fyrir þá sem ekki eta mikið af lambi... við greyðum hátyt í hundrað þúsund í formi "niðurgreiðslu" fyrir kjötið, N.B. áður en við þurfum að greiða uppsprengt veriðið frá "sláturleyfishafanum" (sem er síðan í eigu bændanna).
Óskar Guðmundsson, 21.8.2012 kl. 18:41
Ég bjó árum saman í Þýzkalandi þegar Brussel byrjaði að "hagræða" í landbúnaði og öllu öðru!
"Bara svona marga ofurbændur á hausatölu"! sem mundi þíða að miðað við hausatölu hér yrði gefið leyfi fyrir 500 bændur á öllu Íslandi! 4000 bændur fengju greidd laun fyrir að hætta!!!
Þjóðin yrði skikkuð til að flytja mikið magn af yndislegu fæðunni okkar úr landi og kaupa mikið sápugrænmeti úr bómullargróðurhúsum Hollands og hálfúldið penisilínkjöt (Faulefleisch! þýzk.) á móti.
Ég á 5 uppkomin börn í þýskalandi og þau komast ekki yfir gæði íslensku matvörunnar þegar þau koma hingað í heimsókn.
Evrópusinnar á Íslandi í dag, eru reynslulaust einfalt fólk með mínus engann samanburð við hrakningar 500.000.000 manna í Evrópu.
Auðtrúa, einlægt og gott fólk, sem veit ekki betur og lætur heilaþvo sig með rugli úr fáráðlingum og lygurum sem eru með dollaramerki í augunum. Áttar fólk sig virkilega ekki á því að þessi eyja okkar er stútfull af hlunnindum? Hlunnindum sem hugsandi fólk vill ekki missa til Brussel eða Kína!
Evrópubúar eru fólk eins og þú og ég, en fá ENGU ráðið um hvert skattpeningarnir þeirra fara.
Ég hef samanburðinn, og hefði það ekki betra í evrópu í dag en ég hef það hér. Láglaunamanneskjan ;) Í velferðaríkinu Þýzkalandi lifir 6. hver manneskja undir fátækramörkum.....
anna (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 19:37
Góð Anna.
Ég veit hver hún er -- stólpamanneskja og þekkir afar vel til og fylgist enn með þýzkum fjölmiðlum og er alltaf að hitta Þjóðverja í starfi sínu.
Jón Valur Jensson, 22.8.2012 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.