Það er mikilvægt að trúfélög komist ekki upp með að hundsa lög.

Forráðamenn og stuðningsmenn kaþólsku kirkjunnar réttlæta þagnarskylduna með því að ef hún er afnumin þá muni menn ekki játa lögbrot til presta og þar með fari forgörðum tækifæri til að taka á málinu í gegnum trúna. Því muni það minnka líkurnar á að afbrot á við ofbeldi gagnvart börnum verð stöðvað ef prestum verði gert skyld að upplýsa um það ef slíkt er játað fyrir þeim í skriftarstól.

Það má vel vera að þetta sé rétt. Ef svo er þá ættu forráðamenn kaþólsku kirkjunnar að taka upp baráttu fyrir því að lögunum verði breytt þannig að prestarnir hafi ekki þessa upplýsingskyldu gagnvart lögreglu. En það á aldrei að vera ásættanlegt að þeir hundi landslög svo ekki sé talað um að hóta starfsmönnum sínum refsingum fyrir að fara að lögum. Á mínu mati á að taka hart á slíku.

Að mínu mati eiga yfirvöld að hafa rétt til að skrúfa fyrir greiðslur sóknargjalda og annan lögbundin stuðning til trúfélaga sem ekki fara að lögum þangað til þau hafa bætt ráð sitt. Í því efni skiptir engu máli þó lögin séu andstæð þeim trúarkenningum sem þau starfa eftir.

Annað dæmi fyrir utan þetta dæmi um kaþólsku kirkjuna eru bannfæringar Votta Jehóva gagnvart þeim em yfirgefa söfnuðinn. Félögum í söfnuðinum er bannað að hafa samneyti við þá að viðlaðri refsingu innan safnaðarins. Það á meira að segja við um nánustu ættingja. Þetta er að mínu mati svo gróft einelti að það hljóti að varða við lög og ef það gerir það ekki þá þarf að mínu mati að breyta lögum þannig að þetta verði ólöglegt. Þessi regla gerir það að verkum að það er mjög erfitt fyrir fólk að yfirgefa söfnuðinn og þá sérstaklega þá sem eru fæddir inn í hann og eiga á hættu að missa öll tengsl við sína nánustu ef þeir gera það.

Ástæða þess að mjög mikilvægt er að taka hart á trúarsöfnuðum sem ekki fara að lögum er sú að annars verður mun erfiðara að taka á öfgatrúarmönnum og söfnuðum þeirra. Þeir geta þá alltaf hófðað til mismununnar milli trúfélaga eða jafnvel ofsókna gegn sér ef þeir eru þvingaðir til að fara að lögum meðan aðrir og eldri trúsöfnuðir með mun fleiri meðlimi fái óátalið að brjóta lög séu kennisetningar þeirra andstæðar lögum. 


mbl.is Tilskipun kaþólskra andstæð lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einn enn brennuvargurinn .... bendi á mjög góða grein á mbl. þar sem vísað er í bloggsíðu Brynjars Níelssonar hrl. um BRENNUVARGA þóðfélagsins .... þessa fámennu hópa sem komast upp með að stjórna meirihlutanum æan nokkurs umboðs. Lesið þetta bogg Brynjars ... þar er mikil sannleikur fólginn

Magnús (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 05:59

2 identicon

Sæll.

Hvað veldur því eiginlega að þú tekur upp hanskann fyrir íslam? Það er alveg augljóst að skrifum þínum að þú veist hvorki hvað snýr upp né niður varðandi íslam.

Finnst þér ekki hyggilegra að kynna þér aðeins hvað íslam er áður en þú ferð að verja þessa alræðisstefnu?

Helgi (IP-tala skráð) 8.9.2013 kl. 17:53

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Helgi. Ég minnist ekki á Islam í þessari grein. Hvað ert þú eiginelga að tala um?

Sigurður M Grétarsson, 14.9.2013 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband