Enn heldur þessi kona áfram að bulla.

Þessar makalausu ásakanir og skítkast á Steingrím eru svo fáránlegar að það tekur engu tali og sýna að þeir sem tala svona eru annað hvort að tala gegn betri vitund eða að þeir skilji ekki eðli málsins og þar með talið eðli niðurfærslna kröfusafna við sölu þeirra.

Svo við byrjum á eðli niðurfærslan kröfusafna við sölu þá er það svo að verðmæti þeirra er reiknað út frá því sem reikna má með að náist inn og þá miðað við að allar skuldir séu innheimtar upp í topp. Það hlutfall af samanlögðu nafnveði krafnanna miðast við það sem reikna má með að náist inn að meðaltali að viðbættri ákveðinni afstrift sem þóknun til kaupanda fyrir að taka áhættuna. Það vita það allir sem þekkja eitthvað til meðaltalsútreikninga að það eru alltaf einhverjir bæði fyrir ofan og neðan meðaltalið. Til að ná meðaltalinu þarf því að ná hærra hlutfalli hjá sumum til að bæta upp fyrir tapið af því að innheimta annarra krafna verður fyrir neðan meðaltalið. Það að gefa afslátt yfir línuna á móti afstirkfunum leiðir því til taps sem nemur samanlögðum upphæðum undir meðaltali sem nást inn hjá þeim skuldurum sem hafa greðslugetu undir meðaltalinu. Það er því eina leiðin til að ná þvi´inn sem kröfusafnið var keypt fyrir að innheimta allt upp í topp. Síðan getur reyndar komið hagnaður eða tap eftir því hvort það mat sem gert var á mjögulegri innheimtu sem bar grunvjöllur kaupverðsins reyndist vera ofmat eða vanmat.

Fullyrðingin um að það hafi verið að gefa kröfuhöfum einhverja peninga með því að heimila þeim að innheimta kröfurnar í topp eru því svo mikið bull að það hálfa væri nóg. Til að gera sér grein fyrir því þarf ekki einu sinni að þekkja til eðlis á verðmati kröfusafna heldur aðeins að hafa þekkingu á meðaltalsútreikningi og prósenduteikningi.

Vilhjálmur Þorsteinsson fer ágætlega yfir þetta á sínu bloggi. Sjá hér.

http://blog.pressan.is/vthorsteinsson/

Hvað varðar þá fullyrðingu að krjöfuhöfum hafi veirð gefnir peningar með því að "gefa þeim Íslandsbanka og Arion banka á sulfurfati" þá stenst hún ekki heldur nánari skoðn. Staðreyndin er sú að þegar allt fjármálakerfið var hrunið þá þurfti að endurreisa það til að hægt væri að koma atvinnulífinu aftur á lappir og einnig til að útvega heimilunum það lánsfjármagn til að geta lifað af og fjárfest þar með talið í íbúðarhúsnæði og þannig skapa störf í landinu. Gallin var hins vegar sá að til þess þurfti að útvega nýju bönkunum um 300 milljarða eigin fé. Það var engin sem hafði áhuga á því að útvega það fé enda óvissan í íslensku efnahagslifi það mikið að í því fólst gríðerleg áhætta. Ef ille gengi að reisa íslenskt atvinnulíf aftur við þá var hætta á að nýju bankarnir færi líka á hausinn og þar með myndi þetta 300 milljarða eiginfjárframlag tapast. Staða ríkissjóðs var þannig að hann mátti ekki við að taka mikla áhætti í þá veru því skuldastaða hans var gríðarleg og lánshæfimats hans í samræmi við það. Enn meiri fjárhagsáhætta hefð gert það lánshæfismat enn erra og þar með hefði skuldatryggingarálagið sem var nógu slæmt fyrir ogðið enn verra og lánskjör ríkissjóðs því enn verri fyrir vikið. Það er jafnvel möguleiki á því að ef lánshæfismat ríkissjóðs færi of langt niður að eiginfjárframlag i böknunum í formi íslenskra fíksiskuldabréfa væri traustvekjandi vegna þess hversu ótrausvekjandi skuldari íslenska ríkið væri.

Þess vegna var farin sú leið að þvinga kröfuhafa í þrotabú Íslandsbankd og Kauplings til að breyta kröfum sínum í hlutafé í nýja Íslandsbanka og nýja Kaupþing bankd sem síðoar varð Arion banki. Þeir fildu þetta ekki en voru þvingaðir til þess til að minnak áhættu ríkissjóðs. Þeir voru því þvingaðir til að taka að sér meirihluta þeirrar áhættu sem fólst í því að endurreisa bankakerfið hér á landi. En það eru órjúfanleg tengsl í viðskiptum að sá aðili sem tekur þá áhættu að taka skellinn ef illa fer fær ávinningin ef vel gengur. Það er þess vegna sem kröfuhafarnir njóta nú hagnaðarins af því hversu góð fjárfesting hlutabréfakaup í íslensku bönkunum hefur reynst vera vegna þess hversu vel ríkisstórn Jóhönnu og Steingríms tókst til við að endurreisa íslenakan efnahag. Þeir hefðu hins vegar tekið á sig tapið ef ekki hefði tekist svo vel til. Það var aldrei möguleiki að koma hlutunum þannig fyrir að kröfuhafarnri hefðu tekið á sig tapið ef illa gengi en ríkisjóður hagnaðinn ef vel gengi.

Það er alltaf hægt að vera vitur eftirá en það var engan vegin ljóst þegar ákvörðun var tekin um að láta kröfuhafana taka meiginhluta áhættunar að það yrði hagnaður af hlutabréfaeign í nýju bönkunum. Það er því út í hött að tala um það eftirá að kröfuhöfum hafi verði fært fé frá almenningi þegar ákveðið var að láta þá taka áhættuna sem fólst í fjármögnun á endurreisn bankakerfisins í stað ríkissjóð.

Ef menn vilja skoða dæmi um stjórnvaldaðgerðir í tengslum við bankakerfið þar sem fjármalamönnum voru færð á silfurfati verðmæti á kostnað almennings þá væri meiri ástæða til að skoða einkavæðingu Búnaðargankans og Landsbankans árið 2003 heldur en stofnun nýju bankanna eftir htun. En á það vilja hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur heyra á minnst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

"Þess vegna var farin sú leið að þvinga kröfuhafa í þrotabú Íslandsbankd og Kauplings til að breyta kröfum sínum í hlutafé í nýja Íslandsbanka og nýja Kaupþing bankd sem síðoar varð Arion banki."

Athyglisvert!

Getur þú upplýst hvenær kröfuhafar, þ.e. lánadrottnar og eigendur viðskiptakrafna á Glitni og Kaupþing, voru skráðir fyrir hlutafé í Íslandsbanka og Arion banka? Ég veit ekki til að nokkur þessara aðila sé í hluhafahópi þessara félaga í krafti þess að eiga fjárkröfur á Glitni eða Kaupþing. Sömuleiðis hefur mér vitanlega engin hlutafjáreign í Glitni eða Kaupþingi skipt um eignarhald af sömu ástæðu með yfirtöku, fyrningu eða útþynningu hluta sem voru í almenningseigu fyrir hrun. Ef þú hefur upplýsingar um annað þætti mér vænt um að fá slíkt upplýst og tilvísun hvar hægt er að skoða það.

Erlingur Alfreð Jónsson, 30.1.2015 kl. 21:42

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég hef ekki haldið því fram að einhvre hlutabréf hafi skitp um eignarhald við endurreisn bankanna. Þetta var allt nýtt eigið fé sem sett var inn í banka sem stofnaðir voru án nauðsynlegs eigin frjár og því þurfti að leggja það fram. Með breytingu á kröfum á bankanna í hlutafráreign voru skráðar skuldir lækkaðar og þannig myndað eigin fé. Þetta er algengt þegar þrotabú eru endurreist til að koma starfsemi þeirra í gang aftur með nauðsynlegu eigin fé þegar engin eða fáir eru tilbúnir til að leggja viðkomandi strfsemi til fjármagn til endurreisnar. 

En í það minnsta var hér ekki verið að gefa neinum eignarsöfn sem þeir áttu ekki fyrir né heldur að selja einhverjum hlut í nýju bönkunum á undirverði eins og heldið hefur verið fram.

Sigurður M Grétarsson, 31.1.2015 kl. 13:15

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þú segir að kröfuhafar í þrotabú Íslandsbanka [innskot: á væntanlega að vera Glitni] og Kaupþings hafi verið þvingaðir til að breyta kröfum sínum í hlutafé í nýja Íslandsbanka og nýja Kaupþing banka sem síðar varð Arion banki. Þannig hafi verið myndað nýtt eigið fé bankanna. Þar með ertu að segja að m.a. erlendir kröfuhafar séu nú í hluthafahópi Íslandsbanka og Arion banka. Ég fæ ekki séð að ársreikningar nýju bankanna styðji þessa fyllyrðingu þína.

Erlingur Alfreð Jónsson, 31.1.2015 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband