Kjaftæði hjá Sigmundi

Hér fer Sigmuindur með kjaftæði eins og venjulega. Það var engin sem sagði að það væri óframkvæmanlegt að niðurgreiða lán heimila með skattfé. Það voru hins vegar ýmsir sem héldlu því fram að það væri ekki hægt að lækka skuldir heimilana öðruvísi en að það væri gert með skattfé öfugt við fullyrðingar Framsóknarflikksins og kosningaloforð hans. Það hefur sannast því þessi skuldaniðurfærala er greidd með skattfé. Hún er því ekki efnd á kosningaloforðum Framsóknarflokksins um niðurgreiðslu á kostnað kröfuhafa í þrotabú bankanna. 

 

Þessi niðurgreðala gagnast mest hátekjufólki en ekki miðlungs- og lágtekjufólki eisn og Sigmundru hreinlega lygur þarna á flokksþinginu. Þeir verst settu þurfa að bera þyngri byrgðar vegna fjármögnunar þessarar niðurgreiðslu en nemur því sem þeir njóta vegna hennar og því eru þessar aðgerðir að skaða þá. Þar með mun þessi aðgerð fjölga gjaldþrotum heimila og fjölga þeim heimilum sem eiga ekki fyrir mat eða ná ekki endum saman.

 

Það er einnig rangt að þessi aðgerð sé einstök á heimsvísu því nú um stundir er austur Evrópu ríki að gera svipap, ég held að það sé Króatía en er ekki viss. Ástæða þess að þeir gera þetta er mikill landflótti ungs fólks og því telja þeir að þeir muni fá niðurgreiðslurnar til baka ef þeim tekst með þeim að minnka landsflóttann.


mbl.is Leiðréttingin einstök á heimsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei hefur verið tekið frá eins mörgum til að gefa jafn fáum svo mikið. Það er heimsmetið og maður með siðferðisvitund mundi ekki státa sig af því.

Vagn (IP-tala skráð) 10.4.2015 kl. 20:00

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Maður hættir seint að verða forviða á samfylkingarspunanum og ómerkilegheitum ykkar vinstrimanna. Þið haldið afram með sömu lygaþvæluna og útúrsnúningana sama hvað oft það er rekið ofan í ykkur.

Þessi leiðretting var ekki fjármögnuð með skattlagningu á almenning heldur á banka. Skattlagning sem í raun skilaði miklu meiru en menn reiknuðu með.

Það að þetta fé hafi samkvæmt hlutarins eðli verið greitt í ríkissjóð þá túlkið þið það þannig að hér sé verið að nota skattfé almennings. Skattar hafa raunar lækkað svo því sé haldið til haga.

Leitin af jafn eitruðu, grömu, lygnu og eyðileggjandi hyski og Ið samfylkingarhyskið eruð. 

Þessi leiðrétting var fjármögnuð fyrirfram með skattlagningu á fjármalafyrirtæki. þar er einmitt farið öfugt að og í ESB himnaríkinu. Þar voru bankarnir beilaðir út með sköttum fólksins en hér er fólkið beilað út með sköttum á banka. Ef þú nærð þessu ekki þá er þér ekki viðbjargandi.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2015 kl. 20:19

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo vogar þú þér að saka aðra um lygar. Áttu enga skömm til? Er enginn botn á ómerkilegheitunum?

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2015 kl. 20:22

4 identicon

Þetta er bara kjaftæði hjá Sigmundi. Íslenzka útrásin var líka sögð stærst á heimsvísu.  Hvenær á að koma til móts við þá, sem sitja uppi með myntkörfulán, sem Hæstiréttur skiptist á að dæma ólögleg eða lögleg? Þetta fólk sætir hótunum frá bönkunum og ekki er hægt að selja húsin, því enginn getur sagt með vissu, hvað á þeim hvílir.  Svo er nú ein vitleysan, sem enginn hefur hingað til gert athugasemd við: Er það ekki í hæsta máta óeðlilegt, að bönkunum skuli vera falið að endurreikna lánin en ekki óháðum aðila?

Stebbi (IP-tala skráð) 10.4.2015 kl. 21:35

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það hefði ekki kostað nein útgjöld úr ríkissjóði að setja einfaldlega lög um hámark þess sem kröfuhafar mættu innheimta af kröfuvirði neytendalána.

Það var reyndar gert árið 1993, þegar sett voru lög um neytendalán. Samkvæmt þeim var og er ennþá óheimilt að innheimta verðbætur ef ekki voru gefnar upplýsingar um kostnaðinn við verðtrygginguna í greiðsluáætlun lánsins.

Ríkisstjórnin, sérstaklegar annar stjórnarflokkurinn, lofuðu því að leiðrétta þessi lán. Þegar á reyndi voru sett lög sem í fyrsta lagi gengu miklu skemra en lög um neytendalán og í öðru lagi var skrifað sérstaklega í þau að leiðrétting samkvæmt þeim væri undanskilin lögum um neytendalán.

Ríkisstjórnin hefði getað sett raunverulegt heimsmet í skuldaleiðréttingu, með því einfaldlega að framfylgja lögum um neytendalán sem voru sett fyrir rúmum tveimur áratugum síðan. Það gerði hún hinsvegar ekki heldur setti þess í stað lög sem gengu mun skemra og úr varð mjög takmörkuð leiðrétting með mjög flókinni útfærslu. Sú leiðrétting er ekki neitt met, því Íslands- og heimsmetið upp á a.m.k. 350 milljarða er enn í höndum Hæstaréttar Íslands vegna gengistryggðu lánanna.

Með því að villa um fyrir neytendum í því skyni að draga úr réttindum þeirra sem höfðu gilt hér á landi frá því að ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru krakkar, hafa þeir ekki aðeins framið svik gegn kjósendum sínum, heldur einnig gerst brotlegir gegn EES-samningnum. Rétt eins og síðasta ríkisstjórn gerði með setningu laga 151/2010 um leiðréttingu gengisbundinna lána, þar sem gengið var skemra en neytendur áttu raunverulega rétt á samkvæmt EES-reglum sem leiddar hafa verið í lög hér á landi.

Eins og í síðarnefnda tilvikunu mun það þurfa að koma til kasta dómstóla að skera ríkisstjórnina úr snörunni sem hún hefur sjálf bundið sér. Það mun vonandi gerast næsta haust í Hæstarétti Íslands, sem mun þá um leið fá tækifæri til að bæta fyrra heimsmetið sitt.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.4.2015 kl. 21:48

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Steinar. Þegar veltuskattar eru settir á fyrirtæki þá lendir sá kostnaður á endanum á viðskiptavinum þeirra fyrirtækja. Afleiðing bankaskattsins er aukin vaxtamunur og fyrir vikið eru lántakar hjá bönkunum nú að greiða um hálfu prósenti meira í vexti en þeir þyrftu að borga ef þessi skattur hefði ekki verið lagur á. Það er því almenningur sem er að greiða þessa skuldaniðurgreiðslu sem fer að mestu til hátekjufólks með góða eiginfjárstöðu. Um 25% af þessum niðurgreiðslum fara til þeirra 10% sem hafa hæstu tekjurnar.

Þetta nær reyndar ekki til þeirra sem eru með langrímalán með föstum vöxtum heldur þeirra sem eru með lán með breytilegum vöxtum svo ekki sé talað um þá sem eru með skammtímalán. Það eru því fyrst og fremst þeir sem ekki geta fjármagnað bílakaup og kaup á heimilistækjum með því að safna fyrir þeim heldur þurfa að taka lán til að kaupa þau. Það eru því fyrst og fremst þeir lakast settu í þjófélaginu sem borga brúsann. Það er þess vegna sem þessi aðgerð mun fjölga gjaldþrotum heimila og fjölga þeim heimilum sem ekki egia fyrir mat. Það er af þessum sökum sem Samfylkingin setti sig upp á móti þessum aðgerðum. Það er vegna þess að Samfylkingin vinnur með hag þeirra verst settu að leiðarljósi en fer ekki í poppúlismaaðgerð sem er verrin en ekkert fyrir þá lakast settu bara til að ná í atkvæði.

Sigurður M Grétarsson, 11.4.2015 kl. 08:22

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðmundur Ásgeirsson. Ástæða þess að ekki var sett hámark á innheimtu lána er einfaldlega sú að slíkt hefði ekki staðist eignarréttarákvæði stjórnaskrárinnar. Það sést vel í því að sá hluti laga um 110% leiðina sem náði til lánsveða var dæmdur ólöglegur af Hæstarétti þar sem slíkt stóðst ekki eingarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Staðreyndin er nefnilega sú að megin þorri þeirra ávirðinga á seinustu ríkisstjórn um aðgerðarleysi snerist um kröfur um aðgerðir sem ekki var hægt að fara í vegna þess að þær hefðu ekki staðist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

Hvað varðar hin svokölluðu Árna Páls lög sem þú vitnar í þá var staðan sú að lögfræðingar voru verulega ósammála því hvað það þýddi að gengislánin voru dæmd ólögleg varðandi vaxtaútreikninga. Einnig var sú staða uppi að bankarnir sögðu allir að niðurstaða dómsins ætti ekki við um þeirra lán. Því var ljóst að leiðrétting þessara lána drægist mjög á langinn ef ekki væru sett lög um að þetta ætti að ná yfir öll lán. Með því að gera það var tekin talsverð áhætta því ljóst var að ef Hæstiréttur dæmdi einhver þeirra lána löglega sem búið væri að þvinga fram lækkun á með lögum þá væri ríkissjóður skaðabótaskyldur gagnvart viðkomandi lánastofnun fyrir þeirri lækkun. Þar sem staða ríkissjóðs var ekki góð á þessum tíma svo vægt sé til orða tekið þá voru takmörk fyrir því hversu mikla áhættu væri hægt að taka í þessari lagasetningu. Það var ljóst að með því að fara ýtrustu leið fyrir hönd lántaka væri mjög líklegt til að skapa skaðabótaábyrgð ríkisins því það var alltaf mikil hætta á að niðurstaða Hæstaréttar væri ekki alveg í samræmi við það enda var aðeins eitt dómafordæmi Hæstaréttar stil staðar þegar lögin voru sett og það kvað á um að nota skyldi vexti Seðlabankans. Það snerist reyndar ekki um húsnæðislán en það voru sömu prinsipp. Þess vegna ákvað Árni Páll að takmarka áhættu ríkissóðs með því að hafa seölabankavexsti í lögunum og setja skýrt ákvæði í þau að það ákvæði laganna tæki ekki rétt af lántökum til að ná fram samningsvöxtum með málsóknum. Öðru vísi samsettur meirihluti Hæstaréttar komst síðan að annarri niðurstöðu en í því máli sem var tl staðar sem fordæmi þegar lögin voru sett varðandi vextina. 

Hefði Árni Páll sett samningsvexti í lögin en Hæstiréttur komist að sömu niðurstöðu og var í eina dómafordæminu sem var til staðar þegar hann setti lögin það er að seðlabankavextirnir ættu að gilda þá hefði það skapað ríkisjóði tugmilljarða skaðabótaábygrð og þá hefði Árni Páll verið forædmdur fyrir að taka þá áhættu fyrir hönd ríkissjóðs. Reyndar mat Árni Páll það sem svo að lög með slíka áhættu fyrir ríkissjóð hefði aldrei náð í gegn á þingi og þá hefðu leiðréttingarnar til lántaka tafist enn meir. 

Að núa Árna Páli eða seinustu ríkisstórn um að ganga erinda fjármálafyrirtækjanna í þessu máli eða öðrum er því svo mikið kjafæði að það hálfa væri nóg. Seinasta ríkisstjórn reyndi allt sem hún gat með þá fjárhagsstöðu sem ríkissjóður var í og innan ramma stjónrnarskrárinnar til að vinna eins og kostur var að því að fækka gjaldþrotum heimila og vinna að þeirra hagsmunum. 

Sigurður M Grétarsson, 11.4.2015 kl. 08:37

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður M. Grétarsson.

Með fullri virðingu þykir mér þú ganga út frá því sem gefnu að um lögvarðar kröfur sé að ræða, sem er forsenda þess að þær séu varðar með eignarrétti. Öðru máli gegnir hinsvegar um ólögvarðar kröfur, en þær njóta ekki eignarréttar.

Það myndar enga skaðabótaskyldu gagnvart að koma í veg fyrir innheimtu á ólögvörðum kröfum þeirra. Þvert á móti myndar það skaðabótaskyldu gagnvart lántakendum að leyfa kröfuhöfum að beina að þeim ólögvörðum kröfum, sem þær væru lögvarðar.

Þú virðist því miður Sigurður, rétt eins og síðasta ríkisstjórn, ekki geta meðtekið eða horfst í augu við ólögmætið á bróðuparti íslenskra neytendalána. Með því að slá skjaldborg um innheimtu þeirra á fullu uppreiknuðu verði, brutu íslensk stjórnvöld gegn EES-samningnum og eru, ásamt dómstólunum, enn brotleg við hann.

Lögin nr. 151/2010 sem kennd voru við Árna Pál, voru algjörlega óþörf. Áður en þau voru sett þá var gildandi íslenskur réttur þannig að samningsvextir hefðu átt að gilda á gengistryggðum neytendalánum. Með því að kveða á um óhagstæðari seðlabankavexti, var sá réttur neytenda skertur verulega. Rétt er að halda því til haga að allir lánveitendur notuðu þá vexti í útreikningum sínum, og báru í þeirri framkvæmd einmitt fyrir sig hinum umræddu lögum, allt þar til þeirri afturvirku vaxtabreytingu var hnekkt á þeim grundvelli að hún fól í sér stjórnarskrárbrot gagnvart lántakendum.

Vissulega hafa lánveitendur í sumum tilvikum haldið því fram að þeirra lán eða hluti þeirra væru ekki ólögleg gengistryggð lán heldur "lögmæt gjaldeyrislán". Það gerðu þeir hvort sem er þrátt fyrir Árna Páls lögin, svo ekki komu þau í veg fyrir það. Ganga má út frá því sem vísu að þeir hefðu líka látið reyna á þessi rök þó að Árna Páls lögin hefðu ekki verið sett.

Að lokum varðandi þessa fullyrðingu hér:

"Seinasta ríkisstjórn reyndi allt sem hún gat með þá fjárhagsstöðu sem ríkissjóður var í og innan ramma stjónrnarskrárinnar til að vinna eins og kostur var að því að fækka gjaldþrotum heimila og vinna að þeirra hagsmunum."

Fjárhagsstaða ríkissjóðs hefur einfaldlega ekkert með Árna Páls lögin að gera. Lánveitendurnir sem höfðu veitt hin ólöglegu gengislán voru allir einkafyrirtæki. Leiðrétting á þeim lánum átti að vera og er í raun og veru á þeirra kostnað, en ekki ríkissjóðs. Það gerir ekkert nema rugla umræðuna um þessi mál að blanda ríkinu í málið, eins og síðasta ríkisstjórn gerði einmitt með afskiptum sínum af því, en það hvorki þurfti hún né átti að gera.

Eins og áður var getið er það ekki heldur rétt að aðgerðir síðustu ríkisstjórnar hafi verið innan ramma stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur dæmdi a.m.k. í tvígang að lög sem sett voru á síðasta kjörtímabili í tengslum við lánamál eða framkvæmd þeirra, hefði farið gegn stjórnarskrá. Annars vegar þann 25. nóvember 2010 í máli nr. 274/2010 og hinsvegar þann 15. febrúar 2012 í máli nr. 600/2011.

Útkoman úr þessu öllu varð sú, að með því að hræra í lagagrundvellinum sem var fyrir hendi þegar lánin voru veitt og þegar bankarnir hrundu, og innleiða allskonar nýjar og flóknari reglur sem sumar stóðust ekki einu sinni stjórnarskrá, var lántakendum og neytendum enginn greiði gerður, nema bjarnargreiði. Þetta er sorgleg saga, sérstaklega vegna þess að þau lög sem voru sett undir því yfirskyni að "nú ætti að hjálpa skuldugum heimilum" höfðu í mörgum tilvikum þveröfug áhrif við þennan yfirlýsta tilgang þeirra.

Ekkert af þessu var nauðsynlegt, því það hefði vel verið hægt að leysa lang stærstan hluta þessara mála með því einfaldlega að framfylgja þeim lögum sem þá þegar voru í gildi, og þá hefði verið hægt að ljúka því fyrir löngu síðan. Það er einmitt frumhlutverk framkvæmdavaldsins, að framfylgja þeim lögum sem Alþingi hefur sett. Þetta hlutverk vanrækti síðasta ríkisstjórn því miður, en sú sem núna situr er ekki skárri hvað það varðar, til dæmis voru lögin um Leiðréttingu verðtryggða fasteignaveðlána jafn óþörf og allt hitt. Þar af leiðandi mun þurfa að leiða þau mál til lykta fyrir dómstólum, rétt eins og hnekkja þurfti gengistryggingu og ólögmætum endurútreikningum með seðlabankavöxtum, fyrir dómstólum.

Til að draga þetta saman í stuttu máli:

Ólögleg krafa nýtur er ekki varin eignarrétti, og leiðrétting slíkrar kröfu getur því ekki valdið neinni bótaskyldu.

Hlutverk ríkisstjórnar á að vera að framfylgja lögum. Það væri rétt og lögleg leið, til að takast á við þessi mál. Því miður hefur það ekki verið gert, þrátt fyrir ákall almennings.

Þetta hefur ekki skapað ríkissjóði skaðabótaskyldu gagnvart kröfuhöfum, heldur hefur það skapað stórfellda skaðabótaskyldu gagnvart þeim íslensku neytendum sem hafa mátt þola margvísleg brot á réttindum sínum, af hálfu kröfuhafa sem hafa fengið að ganga óáreittir fram og jafnvel með hjálp stjórnvalda. Þessi brot standa ennþá yfir og eru framin alla virka daga, á meðan skaðabótaskylda ríkisins gerir ekki annað en að vaxa.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2015 kl. 13:57

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðmundur. Það er alveg rétt að ólögvarðar kröfur njóta ekki eignarréttar. En þá þarf fyrst að liggja fyrir dómur um að um ólögmætar kröfr sé að ræða áður en stjórnvöld geta sett lög sem takmarka innheimtu þeirra. Ef stjórnvöld takmarka innheimtu þeirra með lögum á grunvelli þess að um ólögmætar kröfur sé að ræað og svo kemmst Hæsturéttur að því að ekki sé um ólögmætar kröfur að ræða þá skapast skaðabótaábyrgð ríkissjóðs.

Varðandi Árna Páls lögin þá fengu flestir lántakar lækkun á grundvelli þeirra laga sem ekki hefði komið til fyrr en einhverjum árum seinna ef þau lög hefðu ekki verið sett. Það er því kjaftæði að þau hafi verið óþörf. Og ef þessi lög hefðu miðað við samningsvexti en Hæstiréttur komist að þeirri niðurstjöðu að það væru seðlabankavextirnir sem ættu að gilda þá hefði það skapað ríkissjóði tugmilljarða skaðabótaábyrgð.

Það er af þessum sökum sem stórnvöld varða að láta fyrst reyna á réttmæti lánanna eða vaxtaútreikninga áður en þau geta sett lög um lækkun þeirra. Eða þá ná samningum um það við fjármálafyrirtækin eins og gert var varðandi 110% leiðina.

Vissulega tóku stjórnvöld áhætt varðandi stjórnarskránna en það var gert til að freista þess að bæta hag lántaka. Varðandi Árna Páls lögin var ekki einu sinni víst að Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu að öll gengistryggð lán væru ólögleg og því fólst mikil áhætta í að setja lög um slíkt. Það var því til að takmarka þá áhættu sem ákveðið var að miða við seðlabankavexti í lögunum en þó með skýri ákvæði í lögunum um að lögin takmörkuðu ekki rétt lántaka til að láta reyna á vaxtahlugann fyrir dómstólum og freista þess þannig að ná fram samningsvöxtum.

Htt tilfellið snerist um lánsveðin í þeirri 110% leið sem sneri að skuldaaðlögun. Þar var ákveðið að láta 110% ákvæðið ná líka yfir lánsveð þó vissulega væri möguleiki á að það ákvæði teldist brot á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar eins og reyndin varð síðan þegar málið fór fyrir dóm. Það var oft farið á gráa svæðið en aðilar eins og Hagsmunasamtök heimilanna voru alltaf að gera kröfur um aðgerðir sem voru á svartra svæðinu það er um aðgerðir sem nánast vonlaust var að stæðust fyrir rétti. Síðan voru stjórnvöld ásökuð um að ganga erinda fjármálaflanna af því þau vildu ekki verða við þessum kröfum.

Það er því alveg á tæru að ásakanir á seinust ríkisstjórn um að ganga erinda fjármálaaflanna á ekki við nokkur rök að styðjast. Seinasta ríkisstjórn gerði það sem hún treysti sér til út frá fárhag ríkissjóðs og eignarréttarákvæðis stjórnarskránnar. Í öllum verkum hennar var tekin staða með lántökum en ekki fjármagnseigendum eins og menn treystu sér til á grunvelli stjórnarskrárinnar.

Sigurður M Grétarsson, 11.4.2015 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband