28.4.2015 | 20:58
Þarna er Vilhjálmur að misskilja tilgang verkfalla.
Tilgangur verkfalla er að valda viðsemjenda launþega það er vinnuveitendum þeirra tjóni en ekki þriðja aðila. Verkföll eiga því að vera þannig að þau valdi öðrum en viðsemjendum sem minnstu tjóni. Með því að það þurfi að leggja niður gjaldtöku meðan á verkfallinu stendur þá er tilganginum náð því það veldur viðsemjandandum fjárhagstjóni. Ef reynt er að sama skapi að valda vegfarendum tjóni eða óþægingum án þess að það bitni á nokkurn hátt á viðsemjandanum þá eru menn komnir út fyrir tilgang verkfallsins og þar með að valda fólki sem enga aðild á að kjaradeilunni óþarfa tjóni og óþægindum.
Því er eritt að átta sig á því hvaða annarlegu hvatir liggja í því hjá verkalýðsformanninum Vilhjálmi Birgissyni að vilja að ástæðulausu valda vegfarendum tjóni og óþægindum án nokkurrar ástæðu og það án þess að það skapi nokkurn þrýsting á viðsemjendur hans.
Hvað öryggismál varðar þá er öryggi vegfarenda í Hvalfjarðargöngum með því formi sem Spölur hefur áformað ekki minna en er í öðrum göngum hér á landi. Því eru öryggismálin ekki málefnalneg ástæða til að krefjast lokunnar ganganna.
Telur að loka þurfi göngunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er stór spurning hvort hann sé að misskilja eða opinbera raunverulegann tilgang verkfalla undanfarið. Það er nebblinlega býsna hagstætt að láta þriðja aðila verða fyrir sem mestu tjónu því það eykur þrýstinginn á viðsemjandann. Getur náttúrlega snúist í höndunum á mönnum en það hefur sárasjaldan gerst.
LS (IP-tala skráð) 29.4.2015 kl. 11:22
Hvenær hefur verkfall ekki haft áhrif á þriðja aðila?
Varðandi áhyggjur Birgis um Hvalfjarðargöngin, þá er skýrt tekið fram í starfsleyfi Spalar að ALLTAF skuli gjaldskýli mannað, vegna öryggis þeirra sem um göngin aka.
Að bera þessi göng saman við önnur hér á landi er merki vanþekkingar. Fyrir það fyrsta er fjöldi bíla sem daglega aka um Hvalfjarðargöng margfallt meiri en sá fjöldi sem ekur um öll önnur jarðgöng landsins, til samans.
Þá eru engin göng með eins miklum halla á jafn langri leið og Hvalfjarðagöngin. Þetta eykur hættuna til muna og mörg dæmi þekkt þar sem bílar hafa einfaldlega gefist upp í göngunum. Sem betur fer hafa ekki oft komið upp eldar við slík tilfelli, en það er þó vissulega þekkt. Þá hafa það verið starfsmenn gjaldskýlis sem hafa getað komið í veg fyrir mun meira tjón, með snarræði sínu.
Það er því ekki að ástæðulausu að krafist er mun meiri gæslu við Hvalfjarðargöng en önnur göng í landinu.
Verkfall starfsmanna Spalar mun vissulega lenda á þriðja aðila, eins og nánast öll verkföll gera. Það er bara spurning hvort verkfall þessa fólks verði látið bitna á þriðja aðila með smá óþægindum og aukakostnaði við akstur fyrir Hvalfjörð, eða hvort það verði látið bitna á þriðja aðila með því að öryggi hans sé skert verulega, jafnvel svo að stórslys gæti hlotist af.
Gunnar Heiðarsson, 29.4.2015 kl. 11:59
Öryggisfulltrúinn segir á móti að ekkert geti bannað honum að vera í skýlinu. Það verður athyglisvert að fylgjast með þessu, á hvort veginn þetta lendir.
Verkfall er hins vegar ekki alltaf það sama og verkfall. Það er hægt að stýra tímasetningum og öðru (hverjir fara í verkfall hvenær) til að þriðji aðili verði fyrir sem mestu tjóni. Hvort það sé eða hafi verið gert get ég allavega ekkert fullyrt um, en stundum hefur mannig grunað að það sé raunin.
ls (IP-tala skráð) 29.4.2015 kl. 13:26
Það hefur komið fram að það hvílir engin lagaskylda á Speli að vera með öryggisgæslu í göngunum heldur eru þetta aðeins þeirra eigin starfsreglur. Það liggur fyrir Hæstaréttardómur um að yfirmenn fyrirtækja megi ganga í öll störf en þó með þeim takmörkunum að þeir hafi þá menntun eða þjálfun sem til þarf sé gerð krafa um eitthvað slíkt í viðkomandi starfi.
Vissulega bitna verkföll oft á þriðja aðila en það er ekki tilgangur þeirra og ber að reyna eftir fremmsta megni að forðast slíkt. Það skapar ekki meiri þrýtung á Spöl ef vegfarendur þurfa að fara fyrir fjörðin því Spölur tapar ekki meiri tekjum við það. Þvert á móti eru lýkur á því að þeir tapi minni tekjum ef göngin verða lokið því þá eru minni líkur á að menn breyti tímaetningum ferða til að geta nýtt sér gjaldfrían tíma verkfallsins og fari í staðinn utan þess tíma og greiði þá í göngin.
Krafan um notkun ganganna er því ekkert annað en leið verklýsformannsins á Akranesi til að vekja athygli á sjálfum sér og virðist honum slétt sama þó það valdi fóli sem enga aðild á að þessari kjaradeilu óþægingum og tjóni.
Sigurður M Grétarsson, 30.4.2015 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.