Af hverju ætti afleiðingin að vera önnur á Íslandi en annars staðar.

Hér er grein með úttekt á afleiðingum hjálmaskyldu í Ástralíu.

http://www.cycle-helmets.com

Í stuttu máli varð afleiðingin gríðerlegur samdráttur í hjólreiðum en engin samdráttur í meiðslum hjólreiðamanna. Þessi lagasetning jók því ekki öryggi hjólreiðamanna. Afleiðingin hefur orðið nokkurn vegin sú sama hjá öðrum þjóðum sem hafa sett hjálmanotkun hjólreiðamanna í lög.

Þau slæmu lýðheilsuáhrif sem af þessum mikla samdrætti í hjólreiðum hefur valdið eru talin kosta ástralskt heimbrigðiskerfi um hálfan milljarð dollara á ári.

Að "blása á það að menn hætti að hjóla ef þeir eru skyldaðir til að nota hjálm" er því einfaldlega afneitun á reynslu annarra þjóða meðan ekkert hefur komið fram sem bendir til að reynslan yrði eitthvað önnur hér á landi.


mbl.is Þakkar hjálmi að ekki fór verr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í allan þann tíma sem ég hef búið á Íslandi (frá fæðingu) hefur það verið rauður þráður í gegnum allar svona hugmyndir: hér á íslandi erum við svo spes og ekkert eins og allir aðrir jarðarbúar, þess vegna gengur þetta upp hjá okkur.

Svo fer allt nákvæmlega eins og annarsstaðar.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.4.2016 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband