Mýtan um að "Ísrael sé eina lýðræðisríkið í miðausturlöndum".

Það er að koma betur og betur í ljós sem öllum sem til þekkja hefur verið ljóst að fullyrðingin um að "Ísrael sé eina lýðræðisríkið í miðausturlöndum" er mýta. Ísrael er ekki og hefur aldrei verið alvöru lýðræðisríki.

Ísrael er aðskilnaðarríki og hefur því lýðræði aldrei verið betra í Ísrael heldur en í Suður Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar þar. Stór hluti íbúa í Ísrael er ríkisfangslaus og hefur því ekki kosningarétt. Þetta eru Íbúar þeirra svæða sem Ísraelar hafa hermumið og stjórna. Einnig er það svo að aðeins gyðingar sem flytjast til Ísraels geta fengið ríkisborgararétt þar. Þeir fá hann strax en aðrir innflytjendur fá hann aldrei. Og þar sem ríkisborgararéttur er forsemda fyrir kosningarétti þá er hér um það grófa mismunun að ræða hvað kosningarétt varðar að ekki er hægt að telja land með slíka mismunun til lýðræðisríkja. Og þó vissulega geti arabískir þingmann fengið ráðherraembætti í Ísrael þá eru mikivægustu ráðherraembættin frátekin fyrir gyðinga. Það á til dæmis við um forsætisráðherraembættið, varnarmálaráðherraembættið og utanríkisráðherraembættið.

Fyrir utan þetta er tjáningarfrelsi ekki upp á marga fiska í Ísrael þó vissulega séu til mörg verri ríki hvað það varðar. Það er til dæmis bannað að tala opinberlega um "naktbar" sem er orð Araba um "katastrófuna" eða hörmungarnar sem þeir meta stofnun Ísraels vera. 


mbl.is Ísraelar samþykktu umdeild lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríki sem verður fyrir stöðugum árásum morðóðra múslima verður að verja sig.

 Þetta á bara eftir að koma betur og betur í ljós eftir því sem hryðjuverkum múslima fjölgar í evrópu.

imbrim (IP-tala skráð) 21.7.2016 kl. 11:45

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það eru Ísraelar sem eru árásaraðilinn í deilu þeirra við Palestínumenn en ekki öfugt. Það eru Palestínumenn sem eiga í höggi við morðóða brjálæðinga sem þeir þurfa að kljást við af veikum mætti vegna yfirburða hinna morðóðu brjálæðinga í vopnaeign.

Það eru Ísraelar sem eru hermámsliðið. Það eru Ísralear sem ástunda landrán sem er framkvæmt með þjóðernishreinsunum samhliða eyðileggingu á heimilum Palestínumanna og innviða þjóðfélags þeirra ásamt ráni á vatni þeirra þannig að líf Palestínumanna líður mikið fyrir skort á vatni. Það eru Ísralear sem fremja regluelga vísvitandi fjöldamorð á óbreyttum borgurum meðal Palestínumanna þó vissulega svari Palestínumenn stundum fyrir sig í þeim efnum en í mun minna mæli. Ísraelar ljúga síðan upp á Palestínumenn að þeir noti óbreytta borgara sem mannlega skyldi til að réttlæta vísvitandi fjöldamorð sín á óbreyttum borgurum.

Við getum tekið dæmi frá árásum Ísrala á Gasa árið 2014. Þá drápu þeir um 2.200 Palestínumenn þar sem um 1.500 eða 70% þeirra voru óbreyttir borgarar. Þetta gerðist þrátt fyrir að Ísraelar bittu hátæknivopnum. Á sama tíma dráðu Palestínumenn rúmlega 70 Ísraela og voru um 6$ þeirra óbreyttir borgarar. Þett gerðist þrátt fyrir að Palestínumenn væru með mjög ónákvæm vopn. Það er því alveg á tæru hvor hópurinn. Þetta segur allt sem segja þarf um það hvor aðilinn það var sem gerði sitt til að forðast mannfall meðal óbreyttra borgara og hvor þeirra gerði það ekki. Þetta segir líka allt um það hvor aðilinn var vísvitandi að fremja fjöldamorð á óbreyttum borgurum og hvor gerði það ekki.

Staðreyndin er sú að það eru Ísraelar sem eru árásaraðilinn í þessari deilu en það eru Palestínumenn sem eru að verja sig ásamt því að berjast fyrir sjálfstæði sínu, frelsi og því að fá landið sitt aftur.

Sigurður M Grétarsson, 21.7.2016 kl. 15:45

3 identicon

Þetta er bara þvættingur.

 Landnemabyggðirnar eru illa vafasamar að vísu.  Þær voru hreinsaðar upp á Gaza og þakkirnar eru stöðug hryðjuverk.  Útþensla Ísraels eru að öðru leyti ill nauðsyn vegna innrása nágrannaríkja.

Ef samtök palestínumanna gætu, myndu þau skera hausinn af öllum Ísraelsmönnum samkvæmt skjalfestri stefnu sinni.  Stefnu sem er vel grunduð á íslömskum grunni.

imbrim (IP-tala skráð) 21.7.2016 kl. 16:07

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég var að vonast til að frétta af öðru lýðræðisríki.

Annars:

"Stór hluti íbúa í Ísrael er ríkisfangslaus og hefur því ekki kosningarétt. "

En þeir sem hafa ríkisfang hafa kosningarétt.  Þannig eru reglurnar.  Það gerir þetta að lýðræðisríki, þó þér líkki það ekki.

Svona virkar þetta í öllum lýðræðisríkjum; þeir sem ekki hafa ræikisfang geta ekki kosið.

Hvernig myndi slíkt líka enda?

Ásgrímur Hartmannsson, 21.7.2016 kl. 18:01

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Imbrim. Enn ert þú að fara með kjaftæði. Það eru Ísralar sem hafa verið árásaraðilinn í nánast öllum stríðum þeirra við nágranna sína. Útþennsla þeirra hefur einfaldlega verið liður í áætlum þeirra til að ræna eins miklu landi og þeir hafa getað af nágrannaríkjum sínum. Og í þeirri útþennslu hafa þeir svifist einskins og hafa viðhaft grimmilegar þjóðernishreinsanir og grimmileg fjöldamorð á óbreyttum borgurum.

Það er kjafætðið að samtök Palestínumanna vilji skera hausin af öllum Ísraelum. Vissulega eru til Palestínumenn sem vilja það rétt eins og það eru til Ísraelar sem vilja gera það sama gagvart Palestínumönnum. En staðreyndin er sú að flestr Palestínumenn vilja frið við Ísraela en byggðan á sanngjörnum friðarsamningum. Ísraler hafa hins vegar aldrei ljáð máls á því en hafa til að blekkja alþjóðasamfélagið boðið svokallaða "friðarsamninga" við Palestínumenn sem hafa í besta falli getað talist til niðurlagjandi kröfu um uppgjöf. Þeir vilja ekki frið við Palestínumenn heldur áfaramhaldandi ófrið sem þannig að í skjóli hans geti þeir haldið áfram að ræna meira landi af Palestínumönnum. Það stendur fyrst og fremst á Ísraelum að klára friðarsamnin og það eru þeir sem eru að fremja flesta stríðglæpina/hryðjuverkin á þessum slóðum. Það er ekki nokkur vafi á að grimmustu, hrottafengnustu og blóði drifnustu hryðjuverkasamtökin á þessum slóðum er ísraelski herinn. 

Sigurður M Grétarsson, 21.7.2016 kl. 18:37

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ásgrímur Hartmannsson. Vissulega er það rétt að þetta eru leikreglur lýðræðisríkja en þegar staðreyndin er sú að innflytjendum er mismunað í grundvelli trúar hvort þeir fái ríkisborgararétt og þar með kosningarétt þá erum við ekki að tala um alvöru lýðræðisríki, Það hefur Ísrael aldrei verið og það er bara að versna.

Lýðræði án tjáningarfrelsis er líka óhugsandi og það er ekki alvöru tjáningarfrelsi í Ísrael.

Sigurður M Grétarsson, 21.7.2016 kl. 18:40

7 identicon

"Það eru Ísralar sem hafa verið árásaraðilinn í nánast öllum stríðum þeirra við nágranna sína."  Í alvöru?

Útrýming ísraels er á stefnuskrá hamas í sinki við íslam.

Grjótkastararnir palestínsku þyrftu ekki að kemba hærurnar í nágrannaríkjunum.

Ísrael er vin í hinni íslömsku eyðimörk.

imbrim (IP-tala skráð) 21.7.2016 kl. 19:47

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Horft fram hjá öllum villunum í málflutningi SMG bendi ég hér og nú á það eitt, að arabar í Ísrael hafa ekki aðeins kosningarétt og kjörgengi til Knessets, ísraelska þjóðþingsins, heldur eiga þar einnig 17 þingmenn nú um stumndir og hafa átt 76 þingmenn þar frá upphafi.* Ef það er ekki lýðræði, hvað er það þá?

List of Arab members of the Knesset - Wikipedia, the free encyclopedia

Jón Valur Jensson, 22.7.2016 kl. 01:17

9 identicon

margir kristnir menn geta aldrei seð neitt slæmt við Ísrael

Onward "Christian" Zionists - Full Documentary‬

https://www.youtube.com/watch?v=V-NnOGQ5M-c

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 22.7.2016 kl. 10:29

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aldrei hef ég haldið því fram, að Ísraelsríki sé 100% fullkomið. Enginn hefur þó hrakið innlegg mitt hér ofar.

Jón Valur Jensson, 24.7.2016 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband