16.3.2017 | 17:28
Fáránleg tillaga rannsóknarnefndarinnar.
Þetta er fáránleg tillaga nefndarinnar. Það er fjöldi manna sem hjólar á fjölakreina stofnbrautum á hverjum degi en þetta er eina banaslysið á hjólreiðamanni hér á landi á þessari öld. Það er því alveg ljóst að það er margt sem er heimilt sem er hættulegra en að hjóla á fjölakreina stofnbrautum.
Það er einnig út í hött og verulega ámælisvert hjá nefndinni að tala um aðgæsluleysi hjá hjólreiðamanninum og þannig kenna honum að hluta til að minnsta kosti um slysið. Það kemur fram í skýrslunni að hann var með rautt blikkljós undir hnakki og þau sjálst vel í mörg hundruð metra fjarlægð í myrkri. Það er því ljóst að það var aðgæeluleysi og hraðakstur ökumannsins sem voru orsakir slyssins en ekki eitthvað sem hjólreiðamaðurinn gerði rangt.
Ef farið verður eftir þessari tillögu þá gerir það mönnum erfiðara fyrir að nota reiðahjól til samgangna. Oft eru ekki neinar aðrar leiðir til staðar sem eru jafn góðar og stofnbrautirnar til að komast milli staða. Aðrar leiðir eru oft mun krókóttari og me meiri hæðabrytingum en stofnbrautirnar og henta því verr fyrir hjólreiðamenn. Einnig eru stofnbrautirnar oftast mun betur ruddar þegar snjóar og eru því bestu samgöngumannvirkin til að nota við hjólreiðar og stundum einu færu leiðirnar fyrir reiðhjól. Vilji menn fá hjólreiðamenn af stofnbrautum þá eru boð og bönn ekki rétta leiðin heldur að búa til aðra valkosti fyrir þá sem eru í það minnsta jafn góðir og stofnbrautirnar og eru jafn vel ruddar þegar snjóar.
Vandamálið er ekki hjólreiðamenn á stofnbrautum heldur ökumenn sem ekki taka tillit til hjólreiðamanna eða eru ekki með athyglina í lagi. Það eru bílarnir sem eru slysavaldarnir og það þarf að taka á þeim þar með talið að takmarka aksturshraða þeirra en ekki skerða ferðafrelsi annarra vegfarenda.
Vilja skoða að banna hjólreiðar á fjölakreina vegum í þéttbýli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er semsagt betra skerða ferðafrelsi allra ökutækjaeigenda sem eru í miklum meirihluta heldur en að skerða frelsi örfárra hjólreiðamanna sem eru á akbrautum sem eru ekki ætlaðar þeim?
Þó að þú hagir þér kannski vel í umferðinni á hjóli þá gera það ekki allir, ég hef oft séð hjólreiðamenn sem eru beinlínis að reyna að láta keyra í sig með fíflagangi, tala nú ekki um þessa sem klæðast öllu svörtu í svarta myrkri og rigningu með engin ljós.
Staðreyndin er sú að hjólreiðamenn eru í mikilli hættu í kringum bíla,ef þeir lenda í slysi þar á vegum þar sem aksturshraði er meiri en 50 þá er um stórslys að ræða og viðkomandi má vera heppinn ef hann lifir af. Hjól eiga engan möguleika á að halda í umferðarhraða með bílunum þegar hraðinn er orðinn meiri en 30-50 og eru þeir því ekki bara í slysahættu sjálfir heldur slysahætta fyrir aðra með því að tefja umferð.
Og þessi áberandi rauðu blikkandi hnakkaljós sem þú talar um, þau eru bara ekki nálægt því eins áberandi og þú vilt halda fram.
Halldór (IP-tala skráð) 16.3.2017 kl. 19:46
Eitt skipti, var ég vitni af því, þegar reiðhjóla-ídíót,
var á Suðurlandsbrautinni, þá illa fær vegna snjós og slapps,
hjólaði með aftaní kerru með 2 lítil börn, og hélt að hann
væri eins og hvert annað ökutæki á þessum vegi.
Sjaldan hef ég bölvað eins mikilli fávisku og vitleysu
sem þessi fáviti bauð sínum börnum uppá.
Alls staðar, en á Íslandi, hefði þessi
einstaklingur verin tekin afsíðis af lögreglu og sektaður fyrir
tilraun til manndráps af gáleysi.
En ekki fyrir hjólamönnum á Íslandi..!!
Þeir, þó þeir búa á norðuhjara veraldar, telja sig eiga bara
rétt á því að geta hjólað árið um kring, án
tillits til færðar eða veðurs.
Þegar þú tekur meðal þungan af bifreiðar, ca. 1.500 kg.
og setur svo á 50 km hraða, þá er höggþungin á við
70 tonn. Hjálmur, eða blikkanidi ljós, hjálpar ekki
neitt þegar þú ert fyrir slíku faratæki. Svo ég tali
nú ekki um vörubíla eða rútur.
Þess vegna, er bannað í Evrópu, að hjóla eða ganga, á
svokölluðum "high way".
Okkar umferðaþungi á þeim götum, sem við gætum skil greynt
sem "high way"" á skilyrðilaust að banna hjólreiðar.
Punktur.
Annað er bara rugl.
Þeir sem vilja halda öðru fram og réttlæta notkun
á reiðhjólum á þessum vegum/götum.
Þeim er nokkuð sama um lífs og limi.
Svo einfallt er það.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 16.3.2017 kl. 22:08
Það skerðir ekki ferðafrelsi eins eða neins þó hjólreiðamenn hjóli á götum. Götur eru ekki bara ætlaðar bílum enda eiga hjólreiðamenn að vera á götu samkvæmt umferalögu að öðru leyti en því að það er til undanþáguákvæði í lögum sem kom til á níunda áratugnum sem heimilar hjólreiðar á gangstéttum ef það er hægt að gera það án þess að ógna öryggi gangandi vegfarenda.
Ssuðurlandsbratuin er langt frá því að geta flokkast undir hraðbraut og hentar reyndar ágætlega til hjólreiða. Það er almennt ekki bannað að hjóla á slíkum götum erlendis þannig að engin hefði verið sektaður fyrir slíkt í nágrannalöndum okkar.
Sigurður talar um ófærð þegar þetta atvik var og þá er líklegt að aðrar leiðir hafi ekki verið færar til að hjóla með slíkan vagn eða bara yfir höfuð til að hjóla og því ekki um aðra leið að ræða fyrir hjólreiðamanninn.
Það sama var uppi á teningum varðandi slysið í Átrúnsbrekkunni. Það var snjór á stígum og hliðargötum þannig að ekki var um aðra færa leið að ræða fyrir hjólriðamanninn.
Ökumenn bíla eiga engan einkarétt á að nota göturnar og meðan ekki eru til að minnsta kosti jafn góðir kostir fyrir aðra umferð eins og hjólreiðamenn þá verða ökumenn bara að sætta sig viðo að deila götunum með annarri umferð.
Sigurður M Grétarsson, 18.3.2017 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.