Þvílík sóun á peningum.

Þessi múr er sogleg sóun á peningum sem mætti nota til góðra verka í stað múrbyggingar. Það að byggja múra millil fólks hefur aldrei leitt til góðs. Vinnuframlag ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum er mikilvægt fyrir bandarískan efnahag og mun leiða til skaða fyrir efnahaginn ef þeim verður fækkað. Að sama skapui er glæpatíðni lægri hjá innflytjendum í Bandaríkjunum heldur en innfæddum þannig að þetta mun ekki minnka glæpatíðni. Þessi múrbygging er því eins mikil sóun á skatté í Bandaríkjunum að það hálfa væri nóg.


mbl.is Landamæraveggurinn kominn í útboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kann vel að vera sóun á skattfé, en ekki greiða hinir ólöglegu innflytjendur neitt slíkt.  Þeir eru hvergi á skrá, eiga engin réttindi - eru semsagt opinberlega ekki til.  Eflaust er samt  vinnuframlag þeirra mikilvægt, sérstaklega fyrir þá sem vilja spara aurinn og nýta sér "svart" vinnuafl. Vildum við hafa slíkt fyrirkomulag hér hjá okkur?

Kolbrún Hilmars, 19.3.2017 kl. 15:37

2 identicon

 http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/02/27/landamaeraveggir_vida_um_heim/

Það er ótrúlegt hvað þetta svokallaða vinstra lið á erfitt gagnvart Trump.
Hvað hefur hann gert ykkur, þetta er sjúklegt.
Og það versta við þetta eru vinstri fjölmiðlarnir sem ljúga alla daga. 
Hér er ágætis grein um landamæraveggi víða um heim.
Fróðleikur fyrir þig og hitt vinstra liðið, sem trúið þessum vinstri fjölmiðlum, ein og nýju neti.
Vandamálið með ykkur er að þið eruð ekki nógu vel að ykkur.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 20.3.2017 kl. 00:55

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ólöglegir innflytjendur halda uppi mörgum atvinnugreinum og eru því mikilvægir fyrir efnahag Bandaríkjanna.

það eru vissulega til landamæraveggir víða en engin þeirra hefur orðið til góðs. En hvað varðar Bandaríkin og Mexíkó þá hefur ólöglegum innflytjendum frá Mexíkó fækkað verulega síðustu ár vegna bætts efnahags í Mexíkó þannig að þó Trump reisi múr og setji á sama tíma skatt á vörur frá Mexíkó og skaði þannig efnahag Mexíkó þá mum það fjölga ólöglegum innflitjendum frá Mexíkó því þeir komast til landsins þrátt fyrir múrinn. Til dæmis komu helmingur ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó til Bandaríkjanna með flugi og múrinn stoppar það ekki.

Sigurður M Grétarsson, 22.3.2017 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband