Hvað ætli þeir Sjálfstæðismenn sem heimtuðu afsögn Jóhönnu á sínum tíma segi núna.

Fyrir nokkrum árum úrskurðaði kærunefnd jafnréttismála að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið jafnréttislög með ráðningu sinni. Þá heimtuðu margir að hún segði af sér þess vegna þar á meðal margir stuðningmenn Sjálfstæisflokksins. Hvað ætli þeir segi núna? Það væri hræsni ef þeir hinir sömu gerðu ekki kröfu um afsögn Bjarna Benediktssonar núna. 

Ég er ekki einn þeirra sem heimtar blóð. Meðan ekkert liggur fyrir um að Bjarni hafi þarna vísvitandi brotið lögin þá tel ég ekki neina ástæðu til afsagnar hans. Þá er satðan einfaldlega sú að kærunefnd jafnréttismála komst að annarri niðurstöðu en Bjarni og hans sérfræðingar rétt eins og var með Jóhönnu. Það er hins vegar annað mál ef í ljós kemur að Bjarni hafi vitað betur en ég hef ekki séð neitt enn sem komið er að minnsta kosti sen bendir til þess.


mbl.is Bjarni braut jafnréttislög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fordæmið var gefið af höfundi laganna. Jóhönnu þótti ekki ástæða til að fara að lögum jafnvel þó hún hafi sjálf komið þeim á skömmu áður en hún braut þau. wink

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.5.2017 kl. 22:46

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er þvlæa hjá þér. Jóhanna réði virta ráðningarskrifstofu með sérfræðinga í að meta hæfi umsækjanea og fór eftir niðurstöðu þeirra. Hins vegar komst kærunefnd jafnréttismála að annarri niðurstöðu eftir að hafa skoðað feriskrár og starfslýsingu. Þeir tóku ekki viðtal við vænta samstarfsfélaga þess sem ráðin yrði þar sem þeir voru spurðir um það hvaða hæfni nýttist best í starfinu eins og ráðningaskrifstofan sem Jóhanna réði gerði. 

Hér var því ekki um að ræða að verið væri vísvitandi að fara á svi við lög heldur voru þarna tveir hópar sem mátu hæfi umsækjanda með mismunandi hætti. Ég geri ráð fyrir því að það sama sé uppi á teningum í máli Bjarna.

En þetta breytir því ekki að ef þeir sem öskruðu á blóð og heimmtuðu að Jóhanna segði af sér þegja nú þunnu hljóða þá er það hræsni.

Sigurður M Grétarsson, 5.5.2017 kl. 07:29

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sennilega er frekar við lögin sjálf að sakast en tilfallandi ráðherra.  Það þýðir lítið að setja lög sem kalla á deilur, lögsóknir og skaðabótakröfur í hvert skipti sem karl er ráðinn en ekki kona þegar bæði eru talin jafnhæf.  Lögin mættu þá allteins krefjast hlutkestis í þeim tilfellum.

Kolbrún Hilmars, 5.5.2017 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband