Sorglegt að ráðherra samgöngumála skuli vera fastur í gömlum og úreltum hugmyndum í samgöngumálum.

Það er sorgleggt að ráðherra samgöngumála skuli ekki hafa meiri þekkingu á samgöngumálum en þessi orð hans bera merki um. Sérfræðingum í skipulegsmálum borga er orðið það löngu ljóst að það að breikka alltaf götur til að minnka umferðatafir er barátta við vindmyllur sem þar að auki auka ferðatíma, auka mmengun, auka umferðahávaða og skaða lýðheilsu.

Staðreyndin er sú að samgöngumannviarki fyrir bíla taka það mikið páss að ef aðal samgöngulausnirnar snúast í kringum einkabílinn þá þenjast borgirnar of mikið út sem gerir emnn enn háðar bílunum sem aftur kallar á ennn meiri samgöngumannvirki sem aftur hvetja til enn meiri bílanotkunar og svo farmvegis. Sérfræðingar í samgöngumnálum hafa lýst þessari "lsusn" að breikka bara götur og byggja mislæg gatnamót við það að maður sem á við offituvandamál að stríða horfi í hvert skipti á það sem "lsusn" á þeim vanda þegar beltið er orðið of þröngt að bæta gati við beltið. Vissulega leinar það óþægindin af vandanum tímabundið en leysir hann ekki.

Vandinn í borgum eru ekki of þröngar götur heldur of margir bílar. Það er talið að íbúum höfuðborgarsvæðisons fjölgi um 70 þúsund til ársins 2040. Ef farin er sú lausn að byggja undir þennan hóp í nýjum úthverfum þá er talið að tafir í umferðinnni verði um þrefaldar á við það sem er í dag þó settir verði 150 milljarðar í breikkun gatna og mislæg gatnamót. Þar að auki verða þá meðalvegalengdir milli staða lengri og því lengist ferðatíminn sem því nemur. Ef hinsv vegar er byggt innávið og samgöngumálin leyst með góðum almenningssamgöngum og bættri aðstöðu til hjólreiða er ehægt að stytta ferðatíma miðað við það sem annars væri og það með mun minni útgjöldum. Sú þétting byggðar sem af því leiddi myndi leiða til þess að mun fleiri gætu náð í mest af þeirri þjónustu sem þeir þurfa í göngufæri eða í það minnsta í þægilegu hjólafæri. Það myndi síðan bæta lýðheilsu.

Það er ekki að ástæðulausu sem allar sveitastjórnir á höfuðborgarsvæðinu hafa hafnað leið Jóns og vilja fara leið byggðarþéttingar og bættra almenningssamgangna. Fulltrúar þessara sveitastjórna hafa nefnilega fengið útskýringar sérfræðinga í borgarskipulagi sem sýnir að leið Jóns gengur ekki upp. Mikið væri gott ef Jón fengi sömu fræðslu frá þessum sérfræðingu. Höfum í huga að allri bæjarstjórar annarra sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur eru samflokksmenn Jóns þannig að það má vera ljóst að þessi leið er ekki á skjön við hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Ekkert fé eyrnamerkt borgarlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á létta vespuvélhjólinu mínu lenti ég síðast í gær í athyglisverðri umræðu í umferðarteppu þar sem ég var við hliðina á fremsta bíl og við biðum báðir eftir grænu ljósi. 

"Þú sýnir frekju og ert til trafala í umferðinni með því að fara svona í gegnum teppuna á hjólinu" urraði hann. 

"Nei, það er öfugt," svaraði ég. "Með því að eyða aðeins fimm mínútum í að fara í gegnum teppuna, án þess að taka rými frá hokkrum bíl, læt ég eftir eitt rými fyrir bíl í 15 mínútur, sem ég hefði annars þurft, ef ég hefði verið á einkabíl eins og þú." 

Ómar Ragnarsson, 6.5.2017 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband