Af hverju er tekið með öðrum hætti á þessum mótmælendum heldur en mótmælendum í Gálgaharuni?

Það fyrsta sem manni dettur í hug þegar þessir mótmælendur virðast geta stöðvað löglegar framkvæmdir aftur og aftur án þess að lögregla skerist í leikinn er hvað er það við þessa mótmælaaðgerð sem réttlætir vægari viðbrögð lögreglu heldur en mótmælanna í Gálgahauni þar sem mótmælendur voru dregnir með valdi upp í lögreglubíl, settir í fangaklefa og að lokum ákærðir og dæmdir til sekta fyrir að stöðva löglegar framkvæmdir.

Er málstaður þessa fólks að einhverju leyti betri þannig að það réttlæti slíkan mun á viðbrögðum lögreglu? Mótmælendur í Gálgahauni voru þó að mótmæla algerlega óþörfum spjöllum á fallegri hraunbreiðu meðan flest bendi til þess að þessir mótmælendur séu bara að halda uppi "ekki í mínum bakgarði" viðhorfinu. 

Eða helgast þessi munur á viðbrögðum kannski af því hverjir eru að mótmæla? Eru þetta góðborgarar sem þarna mótmæla meðan flestir í gálgahauni voru vinstri umhverfisverndarsinnar.


mbl.is Komu aftur í veg fyrir framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband