Skattur á íbúa í gömlum fjölbýlishúsum.

Til að geta notað rafmabnsbíl þarf viðkomandi að geta hlaðið hann einhvers stðaar á nóttunni. Til þess þarf hann að hafa aðgang að bílastæði með hleðslustöð. Það er einfalt fyrir þá sem eiga einkabílastæði að gera það en þeir sem ekki eiga slíkt eiga ekki svo gott með að gera það. Til að þeir geti nýtt sér rafmagnsbíl þarf annað hvort bæjarfélagið að útvega stæði í nágrenni fjölbýlishúsa sem eigendur refbíla geta fengið og mega einir nota eða að tekin séu frá stæði við fjölbýlishúsin sem einungis eru fyrir refbíla í hleðslu. 

Gallinn er hins vegar sá að til að taka slík stæði frá þarf 100% samþykki í fjölbýlishúsinu og ef fleiri en eitt fjölbýlishús eru með sameiginlegt bílastæði þá þarf 100% samþykki eigenda allra bíbúða í öllum fjölbýlishúsunum sem hafa aðgang af þeim bílastæðum. Þetta getur verið raunhæft í litlum fjölbýlum en í stórum blokkum mun alltaf verða einhver sem er á móti og þar sem það nægir að einn sé á móit þá gengur það ekki upp.

Íbúar í slíkum fjölbýlishúsum munu því að óbreyttum lögum um fjöleignarhús ekki geta nýtt sér rafbíla og þar með geta þeir ekki komið sér undan hækkuðum skatti á annað eldslneyti með því að fara yfir á rafbíl. Þessi hækkun skatta verður því bara skattahækkun en ekki hvati til að fara yfir í rafbíl hjá íbúum í stórum og gömlum fjölbýlishúsum vegna þess að þeir hafa ekki þann möguleika að skipta yfir í rafbílinn.

Það er því nauðsynlegt samhliða þessari stefnu stjórnvalda að skattleggja jarðefnaeldsneytið út að tryggja eins og kostur er að allir hafi þann valmöguleika í raun að skipta yfir í rafbíl, þar með talið að breyta lögum eins og lögum um fjöleignahús þannig að það verði raunhæfur kostur fyrir íbúa í þeim húsum að fá sér rafbíl.


mbl.is „Það geta ekki allir keypt Teslur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigurður, þessi verðhækkun hefur ekkert að gera með að laða fólk til þess að fara útí rafmagn því eins og þú bendir réttilega á hefur fjöldinn enga valkosti.  En eflaust munu þeir efnameiri, sem búa betur, njóta, að vanda.

Kolbrún Hilmars, 14.9.2017 kl. 16:41

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sigurður, þú horfir á málið út frá lögum um fjöleignahús. Það er vissulega réttmætt sjónarmið sem sjaldan heyrist.

En það eru fleiri hliðar á þessu máli. Ef setja á hleðslustöðvar við fjöleignahús, verður væntanlega að setja a.m.k. eina slíka stöð fyrir hverja íbúð. Ber raforkukerfi hússins slíka notkun? Klárt mál er að eldri fjöleignahús geta ekki tekið við mörgum hleðslustöðvum, vegna lélegrar tengingar við raforkukerfið. Spurning með þau nýrri.

Það virðist alveg gleymast í umræðunni að rafmagn er ekki eitthvað sem sótt er í næsta tengil. Það þarf að framleiða það og koma til neytanda. Ef einungis tekst að rafvæða helming bílaflotans, mun þörf á raforku aukast svo að ekki verður komist hjá að byggja fleiri orkuver. Til að koma þeirri orku inn á heimilin þarf að efla flutnings- og dreifikerfið. Víðast háttar þannig til að inntök heimila eru svo knöpp að skipta þarf þeim út fyrir öflugri.

Sjálfur bý ég í tvíbýlishúsi. Um síðustu aldamót, fyrir aðeins 17 árum síðan, var það hús tekið í gegn frá grunni og m.a. skipt um rafmagnsinntak. Engum datt þá í hug að stofninn inn í húsið þyrfti að bera orku fyrir a.m.k. tvær hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Ef slíkar stöðvar yrðu settar upp við húsið nú, væri ekki hægt að fá þær tengdar, nema að kosta upp á nýtt inntak. Hversu mörg hús væri síðan hægt að tengja við spennistöðina, veit ég ekki nákvæmlega, en klárt mál að hún dugir ekki fyrir hleðslustöðvar við öll hús í götunni.

Að rafvæða bílaflotann er því ekki bara endurnýjun hans, það kallar á byggingu orkuvera og eflingu flutningskerfisins, auk þess að skipta út inntökum í flest hús landsins.

Sem dæmi um orkuþörfina, má benda á að ef járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga yrði lokað, dygði sú orka sem við það fæst inn á kerfið, einungis fyrir um 8-10% einkabílaflotans!

Sá skattur sem fráfarandi ríkisstjórn boðar á eldsneyti, er því enginn hvati til kaupa á rafbíl. Þetta er tær skattur sem lendir fyrst og fremst á þeim sem eiga ekki annarra úrkosta en eiga einkabíl og annað hvort hafa ekki efni á að skipta yfir í rafbíl eða ekki möguleika á að nýta sér slíkan kost. 

Gunnar Heiðarsson, 15.9.2017 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband