28.4.2018 | 14:36
Umferðastýrð umferðaljós skynja ekki hjólreiðamenn.
Það er sjálfsagt mál að setja reglur um hjólreiðamenn og að sjálfsgðuf eiga hjólreiðamenn að virða umferðaljós. En gallinn er hins vegar sá að mjög víða um allt land eru umferðastýrð unferðaljós það eru ljós þar sem stöðugt logar grænt ljós á aðra götuna en ef ökutæki kemur að ljósunum af hinni götunni þá er skynjari sem nemur það ökutæki og kallar fram grænt ljós fyrir það ökutæki. Gallinn við þetta fyrirkomulega er það að fæst þessara ljósa skynja hjólreiðamenn og því kallast ekki fram grænt ljós þó hjólreiðamaður komi að þessum gatnamótum. Hjólreiðamaðurinn þarf því að velja milli þess að bíða þangað til næsti bíll eða annað ökutæki sem þessi ljós skynja kemur að gatnamótunum og kallar fram grænt ljós eða að fara yfir á rauðu ljósi. Oft getur biðin eftir næsta ökutæki sem ljósin skynja orðið ansi löng.
Landsamtök hjólreiðamanna hafa ítrekað bent löggjafanum á þetta þannig að það er ekki óviljaverk að þessi lög eru sett svona án þess að taka á þessu vandamáli og getur slíkt ekki talist annað en forkastanleg vinnubrög löggjafans.
Nýtt sektarákvæði fyrir hjólreiðafólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Sigurður
Flestar þessar stýringar fyrir umferðaljós felast í segulslaufu sem fræst er í götuna og nemur ef bíll ekur yfir. Þær eiga einnig að nema málm úr reiðhjóli, fari það yfir slaufuna. Hins vegar má vissulega færa fyrir því rök að reiðhjólamaður sé svo utarlega á götunni, að hann fari ekki yfir viðkomandi segulslaufu. Þá gerist auðvitað ekkert.
En við þessu er auðvitað ráð, eins og flestum vanda. Við umferðarstýrð umferðarljós er ætið takki fyrir gangandi til að stjórna ljósunum. Þann takka gæti reiðhjólamaðurinn notað, enda svo utarlega á götunni að hann ætti í flestum tilfellum að ná til hans.
En auðvitað er einfaldast bara að hjóla yfir segulslaufuna.
Svo getur vel hugsast að vandinn sé einfaldlega allt annar. Nokkurn tíma tekur oft fyrir ljósin að skipta, eftir að segulslaufan hefur fengið merki um að slíkt skuli gerast og hugsanlegt að reiðhjólamanninum sé einfaldlega farið að leiðast. Eðli málsins samkvæmt, eru slík umferðastýrð ljós oftast við gatnamót þar sem umferð er lítil og oft getur reynst erfitt að bíða eftir grænu ljósi, meðan engin umferð er um gatnamótin. Þetta verða þó þeir sem bíl aka ætíð að gera.
Gunnar Heiðarsson, 28.4.2018 kl. 20:53
Þessi segulslaufa greinir í fæstum tilfellum reiðhjól og alls ekki koltrefjahjólin sem meira að segja hjólateljararnir sem settir hafa verið víða um höfuðborgarsvæðið greina ekki. Vandinn snýst því um að það þarf í fyrsta lagi að vera einhver leið fyrir hjólreiðamenn að kalla fram grænt ljós sem vissulega er hægt að leysa með takka en það þarf líka að merkja þessi ljós þannig að þegar hjólreiðamaður kemur að þeim þá viti hann strax að um umferðastýrð ljós sé að ræða en sé ekki að átta sig á því þegar hann er búinn að bíða í nokkrar mínútur eftur grænu ljósi sem er ekki að koma.
Sigurður M Grétarsson, 29.4.2018 kl. 10:08
Ég hef lent í því að umferðarljósin virðist heldur ekki skynja léttustu vélhjólin.
Ómar Ragnarsson, 29.4.2018 kl. 17:35
Að sjálfsögðu nemur segulslaufan ekki reiðhjól byggð úr koltrefjum, Sigurður.
En hún á að geta numið alla málma, hversu litlir sem þeir eru. Þar er bara spurning um stillingu segullykkjunnar. Reiðhjól með grind úr málmi og bifhjól, létt sem þung, á hún auðveldlega að geta numið. Geri hún það ekki er um bilun að ræða, sem auðvitað skal þá tilkynna veghaldara.
Það er góður punktur hjá þér með merkingu slíkra umferðastýrðra ljósa, en takki til handstýringar er þegar til staðar.
Gunnar Heiðarsson, 29.4.2018 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.