Vistvænar samgöngur

Ég heiti Sigurður M. Grétarsson og gef kost á mér í 2-3. sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Ég er mikill áhugamaður um vistvænar samgöngur og þá bæði almenningssamgöngur og hjólreiðar.

 

Nú stendur fyrir dyrum mikill samdráttur í þjónustu strætó til að mæta tapi vegna fækkunar farþega í covid faraldrinum. Það sem er núna á teikniborðinu hvað það varðar er töluverður samdráttur í þjónustu á Kársnesi og eins gagnvart Kóra og Vatsendahverfi sem felst í því að taka út beina tengingu við strætómiðstöðina í Mjódd. Mér skilst að það eigi reyndar að vera hægt að komast þaðan í Mjódd en að það gerist með tengingum við innanhverfis vagna í Breiðholdi sem leiðir til þess að farþegar sem ætla úr efri byggðum Kópavogs og niður í Mjódd þurfi að fara í útsýnisferð um Breiðholtið á leiðinni þangað þannig að ferðin niður í Mjódd tekur þó nokkuð lengri tíma en hún gerir í dag. Þetta er að mínu mati allt of mikill samdráttur í þjónustu enda mikilvægt í baráttunni fyrir því að fá fleiri til að taka strætó í stað þess að taka bíl að lágmarka þann tíma sem strætóferðir taka. Það þarf því að fá þessum aðgerðum snúið við.

 

Hvað varðar þjónustu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur þá er ekki bara mikilvægt að leggja mun fleiri göngu- og hjólastíga. Það þarf líka að sinna vetrarþjónustu fyrir þessa stíga og ég held að allir sem eru að nota þá í dag sjá að hún er engan vegin viðunandi hér í Kópavogi. Það er frekar erfitt að komast leiðar sinnar fótgangandi eða hjólandi í dag nema menn séu tilbúnir til að gera það á götunum sem fá fína þjónustu. Það þarf að hætta þessum hugsunarhætti að þjónusta við bíla eigi að vera í einhverjum forgangi fram yfir þjónustu við aðra ferðamáta. Snjóruðningur á göngu og hjólastígum þarf að vera í það minnsta í sama forgangi og snjómokstur á götum og hann þarf líka að halda áfram yfir daginn ef það snjóar svo fólk lendi ekki í vandræðum með að komast hjólandi eða gangandi heim úr vinnu eða skóla. Það þarf að gera öllum vegfarendum jafn hátt undir höfði bæði hvað varðar mannvirkjagerð og vetrarþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband